Umfang tónlistariðnaðarins á Íslandi kannað Stefán Þór Hjartarson skrifar 23. nóvember 2017 10:00 Íslensk tónlist hefur á síðustu árum orðið ansi stór hluti ímyndar landsins út á við. Vísir/Andri Marinó Samtónn (Samtök tónlistarrétthafa á Íslandi), ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hafa tekið höndum saman við Rannsóknarmiðstöð skapandi greina og Erlu Rún Guðmundsdóttur til að gera rannsókn á hagrænu umfangi íslenskrar tónlistar. Könnunin er nafnlaus og mun verða send til 4-5 þúsund tónlistarmanna. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, segist vonast til að fá að minnsta kosti tvö þúsund svör og að niðurstöður verði unnt að birta fyrir lok árs. „Við erum að taka saman upplýsingar á Íslandi um veltu tónlistarhátíða, diskasölu, Spotify og svo framvegis. Samtónn og ÚTÓN tóku sig saman og fóru á fund hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu um það að tónlist sem listgrein þarf að geta skoðast sem atvinnugrein hér á landi og til þess að geta átt þá umræðu af einhverju viti þurfum við að hafa einhverjar tölur yfir hverju greinin er að velta. Aðrar góðar og gildar greinar, hvers konar iðnaður, landbúnaður eða fiskveiðar, eru með tölur frá Hagstofunni um veltu greinarinnar,“ segir Sigtryggur en hann segir að fjárfestingar í tónlist séu í dag aðallega í formi styrkja úr litlum sjóðum og brotabrot þess sem aðrar iðngreinar fái að njóta. Erfitt sé að sækja fjármagn til fjárfesta þegar engar tölur eru til um hagrænt umfang greinarinnar. „Á síðustu árum hefur hið opinbera stutt meira við tónlist en oft áður og á aðeins fjölbreyttari hátt. Það er aðeins á síðustu árum sem fjárfestingar hins opinbera og í borginni eru ekki bara í sígilda og samtímatónlist. Stór hluti af því sem ríkið setur í tónlist fer í tónlistarskóla, sinfóníuna og óperuna en lítið um fjárfestingu í hinum frjálsa geira og því sem ég kalla popp og djass og aðrar greinar. Við viljum hins vegar sjá þetta allt í einum potti.“ Nauðsynlegt er að sem flestir taki þátt í könnuninni svo að niðurstaða hennar verði sem marktækust. „Við erum að reyna að fá smá umfjöllun um þetta í fjölmiðlum fyrst áður en við sendum þetta út til tónlistarmannanna, bara svo að fólk sé meðvitað um það að þátttaka þess skiptir öllu máli í því hvort þetta hefur eitthvert gildi, hvort við fáum einhverjar tölur sem hægt er að byggja á. Þetta kemur líka inn í umræðuna um skapandi greinar yfirhöfuð og hvernig er fjárfest í þeim af hinu opinbera. Tónlist er stór hluti af skapandi greinum hér á landi og líka bara stór hluti af ímynd Íslands út á við þannig að okkur finnst þurfa að taka þetta fastari tökum.“ Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Samtónn (Samtök tónlistarrétthafa á Íslandi), ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hafa tekið höndum saman við Rannsóknarmiðstöð skapandi greina og Erlu Rún Guðmundsdóttur til að gera rannsókn á hagrænu umfangi íslenskrar tónlistar. Könnunin er nafnlaus og mun verða send til 4-5 þúsund tónlistarmanna. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN, segist vonast til að fá að minnsta kosti tvö þúsund svör og að niðurstöður verði unnt að birta fyrir lok árs. „Við erum að taka saman upplýsingar á Íslandi um veltu tónlistarhátíða, diskasölu, Spotify og svo framvegis. Samtónn og ÚTÓN tóku sig saman og fóru á fund hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu um það að tónlist sem listgrein þarf að geta skoðast sem atvinnugrein hér á landi og til þess að geta átt þá umræðu af einhverju viti þurfum við að hafa einhverjar tölur yfir hverju greinin er að velta. Aðrar góðar og gildar greinar, hvers konar iðnaður, landbúnaður eða fiskveiðar, eru með tölur frá Hagstofunni um veltu greinarinnar,“ segir Sigtryggur en hann segir að fjárfestingar í tónlist séu í dag aðallega í formi styrkja úr litlum sjóðum og brotabrot þess sem aðrar iðngreinar fái að njóta. Erfitt sé að sækja fjármagn til fjárfesta þegar engar tölur eru til um hagrænt umfang greinarinnar. „Á síðustu árum hefur hið opinbera stutt meira við tónlist en oft áður og á aðeins fjölbreyttari hátt. Það er aðeins á síðustu árum sem fjárfestingar hins opinbera og í borginni eru ekki bara í sígilda og samtímatónlist. Stór hluti af því sem ríkið setur í tónlist fer í tónlistarskóla, sinfóníuna og óperuna en lítið um fjárfestingu í hinum frjálsa geira og því sem ég kalla popp og djass og aðrar greinar. Við viljum hins vegar sjá þetta allt í einum potti.“ Nauðsynlegt er að sem flestir taki þátt í könnuninni svo að niðurstaða hennar verði sem marktækust. „Við erum að reyna að fá smá umfjöllun um þetta í fjölmiðlum fyrst áður en við sendum þetta út til tónlistarmannanna, bara svo að fólk sé meðvitað um það að þátttaka þess skiptir öllu máli í því hvort þetta hefur eitthvert gildi, hvort við fáum einhverjar tölur sem hægt er að byggja á. Þetta kemur líka inn í umræðuna um skapandi greinar yfirhöfuð og hvernig er fjárfest í þeim af hinu opinbera. Tónlist er stór hluti af skapandi greinum hér á landi og líka bara stór hluti af ímynd Íslands út á við þannig að okkur finnst þurfa að taka þetta fastari tökum.“
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira