Kvikmyndin um Freddie Mercury leikstjóralaus Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2017 06:17 Rami Malek í hlutverki Freddie Mercury. Getty Leiksstjóri nýrrar kvikmyndar um lífhlaups stórsöngvarans Freddie Mercury hefur verið rekinn þegar aðeins þrjár vikur eru eftir af tökum vegna þess sem kallað er „óareiðanleg hegðun“ af hans hálfu. Í yfirlýsingu frá framleiðslufyrirtækinu Twentieth Century Fox í gær var formlega greint frá því að Bryan Singer myndi ekki hafa frekari aðkomu að kvikmyndinni, sem mun bera nafnið Bohemian Rhapsody. Heimildarmaður breska ríkisútvarpsins telur að það hafi verið vegna fyrrnefndrar hegðunar. Singer, sem komið hefur að kvikmyndum á borð við The Usual Suspects, fjórum X-Men-myndum og Superman Returns, hefur aðra skýringu á brottrekstrinum.Bryan Singer hefur komið að fjölda stórmynda.Vísir/gettyHann hafi orðið veikur en framleiðslufyrirtækið hafi ekki viljað koma til móts við hann í veikindum sínum og sýna nauðsynlegan sveigjanleika svo hann gæti náð heilsu. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í gær að Singer og aðalleikari myndarinnar, Rami Malek, hafi reglulega rifist eins og hundur og köttur á tökustað. Þessu neitar lögmaður Singer í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að Singer sé vonsvikinn að geta ekki klárað tökur á mynd sem honum hafi verið mjög hugleikin. Þrátt fyrir brottreksturinn er áfram gert ráð fyrir því að heimsbyggðin geti séð Freddie Mercury á hvíta tjaldinu í desember á næsta ári. Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Leiksstjóri nýrrar kvikmyndar um lífhlaups stórsöngvarans Freddie Mercury hefur verið rekinn þegar aðeins þrjár vikur eru eftir af tökum vegna þess sem kallað er „óareiðanleg hegðun“ af hans hálfu. Í yfirlýsingu frá framleiðslufyrirtækinu Twentieth Century Fox í gær var formlega greint frá því að Bryan Singer myndi ekki hafa frekari aðkomu að kvikmyndinni, sem mun bera nafnið Bohemian Rhapsody. Heimildarmaður breska ríkisútvarpsins telur að það hafi verið vegna fyrrnefndrar hegðunar. Singer, sem komið hefur að kvikmyndum á borð við The Usual Suspects, fjórum X-Men-myndum og Superman Returns, hefur aðra skýringu á brottrekstrinum.Bryan Singer hefur komið að fjölda stórmynda.Vísir/gettyHann hafi orðið veikur en framleiðslufyrirtækið hafi ekki viljað koma til móts við hann í veikindum sínum og sýna nauðsynlegan sveigjanleika svo hann gæti náð heilsu. Fjölmiðlar vestanhafs greindu frá því í gær að Singer og aðalleikari myndarinnar, Rami Malek, hafi reglulega rifist eins og hundur og köttur á tökustað. Þessu neitar lögmaður Singer í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að Singer sé vonsvikinn að geta ekki klárað tökur á mynd sem honum hafi verið mjög hugleikin. Þrátt fyrir brottreksturinn er áfram gert ráð fyrir því að heimsbyggðin geti séð Freddie Mercury á hvíta tjaldinu í desember á næsta ári.
Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira