Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 23:30 Björt Ólafsdótir er hér ásamt þeim Bjarna Benediktssyni og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, tveimur ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, við undirritun sex ráðuneyta um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í maí síðastliðnum. vísir/eyþór Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. Þetta segir hún í færslu á Facebook fyrr í kvöld þar sem hún ræðir samstarf Bjartrar framtíðar við Sjálfstæðisflokkinn. Ekki er annað að skilja á færslunni en að hún sé að vara Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, við því að fara í samstarf með Sjálfstæðismönnum en Katrín á sem kunnugt er í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum við þá og Framsóknarflokkinn. Þá má heldur ekki skilja annað á færslunni en að Björt telji það mistök að hafa farið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Eins og einhverjum er eflaust í fersku minni sleit Björt framtíð ríkisstjórnarsamstarfinu eftir að í ljós kom að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafði sagt Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, frá því að faðir hans hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn voru ekki upplýstir um þetta og var það mat Bjartrar framtíðar að þar með hefði orðið alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.Katrín Jakobsdóttir ásamt þeim Bjarna Benediktssyni og Sigurði Inga Jóhannssyni í Ráðherrabústaðnum í vikunni þar sem þau hafa fundað um myndun nýrrar ríkisstjórnar.vísir/ernir„Það lætur einhver eins og andskotinn“ Björt rifjar þetta upp í færslunni og segir að við ríkisstjórnarmyndun hafi Sjálfstæðisflokkurinn verið með ýmislegt í farteskinu en ekki uppreist æru. „Það er mér enn til furðu að einhverjum geti fundist það léttvægt mál. En, umræðurnar gengu vel því flokkurinn minn er í mörgum atriðum bara ágætlega sammála Sjálfstæðisflokknum, það er að minnsta kosti á pappír. Frjálslyndi, skattastefna, nútíma/alþjóðavæðing og fleira getum við í Bjartri Framtíð tengt við marga þar inni. Og það ólíkt VG. En svo er það það sem að ekki er skrifað í neinar stefnur en allir auðvitað vita. Það mun eitthvað koma uppá. Það lætur einhver eins og andskotinn. Það verða hneykslismál,“ segir Björt og greinir síðan frá því að hún hafi viljað klára sín mál í ráðuneytinu á tveimur árum en ekki fjórum.Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar við Bessastaði þegar hún tók við völdum í janúar síðastliðnum.vísir/anton brinkEkki bara ákveðið sí svona að slíta ríkisstjórn „Ég var í kapphlaupi við tímann því ég vissi að eitthvað mannlegt myndi koma uppá og ég vissi líka, því miður bara af reynslunni, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. Og það var það sem gerðist. Auðvitað var ekki bara ákveðið sí svona á fundi heima hjá Óttari að slíta ríkisstjórn. Það höfðum við tvö séð fyrir strax fyrr um daginn þegar fréttir í fjölmiðlum bárust. Ég hringdi og bað fólk hjá samstarfsflokknum um að bregðast við. En það var búið að ákveða að gera það ekki og þar við sat. Sjálfstæðisflokkurinn vissi það fyrir umrætt afdrífaríkt rafrænt kosningakvöld hvað myndi gerast. Skeytingaleysi og leyndarhyggja gagnvart ömurlegri stjórnsýslu vegna kynferðisglæpa myndi aldrei líðast hjá Bjartri Framtíð. Svo einfalt var það í huga okkar - en svo flókið fyrir mörgum öðrum,“ skrifar Björt og heldur svo áfram: „Núna er trúverðugleikinn gefinn eftir fyrirfram. Ég er ekki pólitískt með Vinstri Grænum fyrir fimmaur. Kaupi ekki græna talið því verkin hjá þeim vitna um annað, trúi ekki körlunum þegar þeir tala um femínisma en gefa ekki þumlung eftir vegna sjálfs sín og 34 ára á Alþingi. En það er þarna taug til Katrínar og annarra kvenna í VG sem ég hef unnið með á þingi. Ég mun auðvitað taka rimmuna við þær og þessa væntanlegu ríkistjórn og það verður fínt fyrir mig og Bjarta Framtíð. En ég óska þeim samt ekki að gera sömu mistök og við.“Færslu Bjartar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Björt Ólafsdóttir: „Heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna“ Björt Ólafsdóttir fór ofan í saumana á atburðarásinni. 29. október 2017 12:42 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. Þetta segir hún í færslu á Facebook fyrr í kvöld þar sem hún ræðir samstarf Bjartrar framtíðar við Sjálfstæðisflokkinn. Ekki er annað að skilja á færslunni en að hún sé að vara Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, við því að fara í samstarf með Sjálfstæðismönnum en Katrín á sem kunnugt er í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum við þá og Framsóknarflokkinn. Þá má heldur ekki skilja annað á færslunni en að Björt telji það mistök að hafa farið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Eins og einhverjum er eflaust í fersku minni sleit Björt framtíð ríkisstjórnarsamstarfinu eftir að í ljós kom að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafði sagt Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, frá því að faðir hans hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn voru ekki upplýstir um þetta og var það mat Bjartrar framtíðar að þar með hefði orðið alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.Katrín Jakobsdóttir ásamt þeim Bjarna Benediktssyni og Sigurði Inga Jóhannssyni í Ráðherrabústaðnum í vikunni þar sem þau hafa fundað um myndun nýrrar ríkisstjórnar.vísir/ernir„Það lætur einhver eins og andskotinn“ Björt rifjar þetta upp í færslunni og segir að við ríkisstjórnarmyndun hafi Sjálfstæðisflokkurinn verið með ýmislegt í farteskinu en ekki uppreist æru. „Það er mér enn til furðu að einhverjum geti fundist það léttvægt mál. En, umræðurnar gengu vel því flokkurinn minn er í mörgum atriðum bara ágætlega sammála Sjálfstæðisflokknum, það er að minnsta kosti á pappír. Frjálslyndi, skattastefna, nútíma/alþjóðavæðing og fleira getum við í Bjartri Framtíð tengt við marga þar inni. Og það ólíkt VG. En svo er það það sem að ekki er skrifað í neinar stefnur en allir auðvitað vita. Það mun eitthvað koma uppá. Það lætur einhver eins og andskotinn. Það verða hneykslismál,“ segir Björt og greinir síðan frá því að hún hafi viljað klára sín mál í ráðuneytinu á tveimur árum en ekki fjórum.Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar við Bessastaði þegar hún tók við völdum í janúar síðastliðnum.vísir/anton brinkEkki bara ákveðið sí svona að slíta ríkisstjórn „Ég var í kapphlaupi við tímann því ég vissi að eitthvað mannlegt myndi koma uppá og ég vissi líka, því miður bara af reynslunni, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. Og það var það sem gerðist. Auðvitað var ekki bara ákveðið sí svona á fundi heima hjá Óttari að slíta ríkisstjórn. Það höfðum við tvö séð fyrir strax fyrr um daginn þegar fréttir í fjölmiðlum bárust. Ég hringdi og bað fólk hjá samstarfsflokknum um að bregðast við. En það var búið að ákveða að gera það ekki og þar við sat. Sjálfstæðisflokkurinn vissi það fyrir umrætt afdrífaríkt rafrænt kosningakvöld hvað myndi gerast. Skeytingaleysi og leyndarhyggja gagnvart ömurlegri stjórnsýslu vegna kynferðisglæpa myndi aldrei líðast hjá Bjartri Framtíð. Svo einfalt var það í huga okkar - en svo flókið fyrir mörgum öðrum,“ skrifar Björt og heldur svo áfram: „Núna er trúverðugleikinn gefinn eftir fyrirfram. Ég er ekki pólitískt með Vinstri Grænum fyrir fimmaur. Kaupi ekki græna talið því verkin hjá þeim vitna um annað, trúi ekki körlunum þegar þeir tala um femínisma en gefa ekki þumlung eftir vegna sjálfs sín og 34 ára á Alþingi. En það er þarna taug til Katrínar og annarra kvenna í VG sem ég hef unnið með á þingi. Ég mun auðvitað taka rimmuna við þær og þessa væntanlegu ríkistjórn og það verður fínt fyrir mig og Bjarta Framtíð. En ég óska þeim samt ekki að gera sömu mistök og við.“Færslu Bjartar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Björt Ólafsdóttir: „Heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna“ Björt Ólafsdóttir fór ofan í saumana á atburðarásinni. 29. október 2017 12:42 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Björt Ólafsdóttir: „Heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna“ Björt Ólafsdóttir fór ofan í saumana á atburðarásinni. 29. október 2017 12:42
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06