Gagnrýnir kaup á bryggjulandi og kallar eftir opnu söluferli Haraldur Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Borgaryfirvöld hafa skipulagt blandaða byggð við Sævarhöfða 33. vísir/Ernir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fyrirhuguð kaup Reykjavíkurborgar á landinu Sævarhöfða 33 og segir það hafa átt að fara í opið söluferli. Þannig hefði verið hægt að kanna raunverulegt verðmæti landsins en borgarráð mun í dag taka afstöðu til kaupsamningsins við Faxaflóahafnir sem er upp á 1.050 milljónir króna. „Það hefði að minnsta kosti átt að fá fasteignasala til að meta verðmæti landsins áður en til sölu þess kom og verið æskilegt að selja það á frjálsum markaði vegna þess að opið söluferli er eðlilegasta aðferðafræðin og sú heiðarlegasta þegar verið er að selja opinberar eignir. Allt væri þá uppi á borðum og borgin hefði þá átt jafnt á við aðra og getað boðið í landið á markaðsverði og stjórn Faxaflóahafna tekið upplýsta ákvörðun,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksDrög að kaupsamningi voru kynnt á stjórnarfundi Faxaflóahafna á föstudag og hann samþykktur. Tveir stjórnarmenn af sex, Marta og Einar Brandsson, sátu þá hjá og lagði hún fram bókun þar sem samkomulagið var gagnrýnt. Fullyrti Marta að Reykjavíkurborg hefði þrýst á að fá keypt landið, sem verður hluti af stækkun bryggjuhverfisins í Grafarvogi, og ekkert verðmat unnið sem tæki tillit til þeirrar vinnu við landfyllingu á svæðinu sem á að ljúka á næstu árum. „Það væri meiriháttar stefnubreyting hjá Faxaflóahöfnum ef þær ætluðu ekki að selja hafnarland aftur til eigenda sinna. Það var algjör einhugur um það meðal annarra í stjórninni að víkja ekki frá núverandi stefnu,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna.Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna„Þetta eru því einhverjar getgátur þegar spurningin um opið söluferli gengur ekki upp þar sem það er stefnubreyting sem við myndum aldrei sjá hjá Faxaflóahöfnum. Það áttu sér stað raunverulegar og langar samningaviðræður og við hefðum ekki lagt samninginn fram nema vegna þess að við erum sátt við hann,“ segir Kristín Soffía. Landið er nú athafnasvæði steinefnaframleiðandans Björgunar og gengur undir vinnuheitinu Bryggjuhverfi vestur. Á þeirri landfyllingu er gert ráð fyrir allt að 850 íbúðum og munu öll mannvirki víkja nema tveir sementstankar sem eru syðst á svæðinu. Faxaflóahafnir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar og fjögurra annarra sveitarfélaga, sömdu við Björgun fyrir rúmu ári þar sem gert var ráð fyrir starfsemi fyrirtækisins þar til maíloka 2019. Gert er ráð fyrir að landfyllingin stækki út í sjó, vestan við athafnasvæðið, og hefur verið samið við Björgun um gerð hennar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fyrirhuguð kaup Reykjavíkurborgar á landinu Sævarhöfða 33 og segir það hafa átt að fara í opið söluferli. Þannig hefði verið hægt að kanna raunverulegt verðmæti landsins en borgarráð mun í dag taka afstöðu til kaupsamningsins við Faxaflóahafnir sem er upp á 1.050 milljónir króna. „Það hefði að minnsta kosti átt að fá fasteignasala til að meta verðmæti landsins áður en til sölu þess kom og verið æskilegt að selja það á frjálsum markaði vegna þess að opið söluferli er eðlilegasta aðferðafræðin og sú heiðarlegasta þegar verið er að selja opinberar eignir. Allt væri þá uppi á borðum og borgin hefði þá átt jafnt á við aðra og getað boðið í landið á markaðsverði og stjórn Faxaflóahafna tekið upplýsta ákvörðun,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksDrög að kaupsamningi voru kynnt á stjórnarfundi Faxaflóahafna á föstudag og hann samþykktur. Tveir stjórnarmenn af sex, Marta og Einar Brandsson, sátu þá hjá og lagði hún fram bókun þar sem samkomulagið var gagnrýnt. Fullyrti Marta að Reykjavíkurborg hefði þrýst á að fá keypt landið, sem verður hluti af stækkun bryggjuhverfisins í Grafarvogi, og ekkert verðmat unnið sem tæki tillit til þeirrar vinnu við landfyllingu á svæðinu sem á að ljúka á næstu árum. „Það væri meiriháttar stefnubreyting hjá Faxaflóahöfnum ef þær ætluðu ekki að selja hafnarland aftur til eigenda sinna. Það var algjör einhugur um það meðal annarra í stjórninni að víkja ekki frá núverandi stefnu,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna.Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna„Þetta eru því einhverjar getgátur þegar spurningin um opið söluferli gengur ekki upp þar sem það er stefnubreyting sem við myndum aldrei sjá hjá Faxaflóahöfnum. Það áttu sér stað raunverulegar og langar samningaviðræður og við hefðum ekki lagt samninginn fram nema vegna þess að við erum sátt við hann,“ segir Kristín Soffía. Landið er nú athafnasvæði steinefnaframleiðandans Björgunar og gengur undir vinnuheitinu Bryggjuhverfi vestur. Á þeirri landfyllingu er gert ráð fyrir allt að 850 íbúðum og munu öll mannvirki víkja nema tveir sementstankar sem eru syðst á svæðinu. Faxaflóahafnir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar og fjögurra annarra sveitarfélaga, sömdu við Björgun fyrir rúmu ári þar sem gert var ráð fyrir starfsemi fyrirtækisins þar til maíloka 2019. Gert er ráð fyrir að landfyllingin stækki út í sjó, vestan við athafnasvæðið, og hefur verið samið við Björgun um gerð hennar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira