Í hættu í Surtseyjargosinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2017 10:00 Elín var eitt ár hjá Sameinuðu þjóðunum eftir að hún varð stúdent. Svo vann hún á Mogganum í tæp 40 ár. Vísir/GVA Þetta eru vissulega tímamót,“ segir hin níræða Elín Pálmadóttir, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, þegar minnst er á níræðisafmælið í dag. Hún kveðst þó ekkert ætla að halda upp á það. „Ættingjar mínir héldu kaffiveislu fyrir mig á sunnudaginn. Þangað var enginn boðinn en þetta spurðist út og það mættu um 60 manns, samstarfsmenn, ættingjar og vinir, þar á meðal sjö skólasystur mínar úr MR - við eigum 70 ára stúdentsafmæli í vor. Davíð Oddsson birtist meira að segja. Þetta var óskaplega ánægjulegt alltsaman og ég náði að tala við alla.“ Elín hóf blaðamennskuna 1951 og er með reyndustu blaðamönnum Íslands. Hún segir Vestmannaeyjagosið einn af stóratburðunum sem hún upplifði. „Eldgosin eru öll minnisstæð, þau voru líka svo ólík. Ég fór til Surtseyjar með Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi og við vorum hér um bil drukknuð. Fórum of snemma í land og fengum 600 metra hátt gos yfir okkur. Svo ætluðum við aldrei að komast frá landi aftur, því það kom alltaf gos yfir þennan tanga sem við vorum á. En ég var ekkert hrædd um líf mitt. Það er svo gott að hafa eitthvað að gera, þá hefur maður ekki tíma til að hugsa um hættuna.“ Spurð hvort hún hafi oftar lent í lífsháska við starf sitt svarar hún. „Hvenær er maður í háska og hvenær ekki? Ég fór til Bosníu þegar stríðið var í algleymingi þar og ég hlusta öðru vísi á fréttir frá þeim stöðum sem ég hef verið á.“ Eftir Elínu liggja nokkrar bækur. Sú þekktasta er Fransí biskví sem fjallar um franska sjómenn við Íslandsstrendur. Sumarið 2015 var hún sæmd æðstu orðu Frakklands, Légion d'honneur, fyrir einstakt framlag sitt í þágu Frakklands og franskrar menningar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2017. Lífið Surtsey Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Þetta eru vissulega tímamót,“ segir hin níræða Elín Pálmadóttir, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, þegar minnst er á níræðisafmælið í dag. Hún kveðst þó ekkert ætla að halda upp á það. „Ættingjar mínir héldu kaffiveislu fyrir mig á sunnudaginn. Þangað var enginn boðinn en þetta spurðist út og það mættu um 60 manns, samstarfsmenn, ættingjar og vinir, þar á meðal sjö skólasystur mínar úr MR - við eigum 70 ára stúdentsafmæli í vor. Davíð Oddsson birtist meira að segja. Þetta var óskaplega ánægjulegt alltsaman og ég náði að tala við alla.“ Elín hóf blaðamennskuna 1951 og er með reyndustu blaðamönnum Íslands. Hún segir Vestmannaeyjagosið einn af stóratburðunum sem hún upplifði. „Eldgosin eru öll minnisstæð, þau voru líka svo ólík. Ég fór til Surtseyjar með Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi og við vorum hér um bil drukknuð. Fórum of snemma í land og fengum 600 metra hátt gos yfir okkur. Svo ætluðum við aldrei að komast frá landi aftur, því það kom alltaf gos yfir þennan tanga sem við vorum á. En ég var ekkert hrædd um líf mitt. Það er svo gott að hafa eitthvað að gera, þá hefur maður ekki tíma til að hugsa um hættuna.“ Spurð hvort hún hafi oftar lent í lífsháska við starf sitt svarar hún. „Hvenær er maður í háska og hvenær ekki? Ég fór til Bosníu þegar stríðið var í algleymingi þar og ég hlusta öðru vísi á fréttir frá þeim stöðum sem ég hef verið á.“ Eftir Elínu liggja nokkrar bækur. Sú þekktasta er Fransí biskví sem fjallar um franska sjómenn við Íslandsstrendur. Sumarið 2015 var hún sæmd æðstu orðu Frakklands, Légion d'honneur, fyrir einstakt framlag sitt í þágu Frakklands og franskrar menningar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2017.
Lífið Surtsey Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira