Bandarísku taekwondo samtökin komin í mál Meisam Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. janúar 2017 13:30 Bandarísku taekwondo samtökin hafa sett sig í samband við Bandarísku Ólympíunefndina og stjórnvöld í Bandaríkjunum vegna máls Meisam Rafiei sem ekki mátti ferðast til Bandaríkjanna vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um ferðabann frá tilteknum ríkjum Mið-Austurlanda og Afríku. Íþróttafréttaveitan ESPN greinir frá þessu. Steve McNally, framkvæmdastjóri markaðs- og samskiptamála hjá Bandarísku samtökunum staðfestir að Meisam hafi ekki komist til landsins þrátt fyrir að vera skráður á opna Bandaríska meistaramótið í taekwondo. Hann vonast til að málið leysist þannig að Meisam geti keppt á mótinu. Meisam var meinað að fara til Bandaríkjanna á sunnudag sökum þess að hann er fæddur í Íran. Meisam er íslenskur ríkisborgari og fékk ríkisborgararétt fyrir um fimm árum síðan. Þá segir bandaríska sendiráðið í skriflegu svari til RÚV að ákvörðuninni verði ekki breytt. Meisam fái ekki að ferðast til Bandaríkjanna jafnvel þótt hann eigi íslenskt vegabréf.Sjá: „Íslenskum ríkisborgara meinað að fara tilBandaríkjanna.“Þá hefur íslenska taekwondo sambandið sett sig í samband við taekwondosamband Evrópu til að aðhafast í málinu. Taekwondosamband Íslands, harmar þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að meina Meisam Rafiei, landsliðsmanni í taekwondo og fyrrum landsliðsþjálfara, inngöngu í Bandaríkin. Þetta segir í tilkynningu frá sambandinu. Haukur Skúlason, formaður Taekwondo sambandsins, segir tilskipun Bandaríkjaforseta geta haft alvarlegar afleiðingfar fyrir fjölda atvinnumanna í íþróttum. „Við höfum átt mjög gott samstarf við utanríkisráðuneytið og Bandaríska sendiráðið sem fóru strax í það að koma til botns í málið á sunnudag,“ segir Haukur. „Einnig sendi sambandið áskorun út til evrópska taekwondosambandsins og heimssambandsins til að láta til sín taka í þessu máli af því að þetta snertir marga keppendur út um allan heim,“ segir hann. Aðspurður hvort að það hefði komið til umræðu að liðið dragi sig úr keppni til að mótmæla tilskipuninni segir Haukur að keppendurnir séu ekki úti á forsendum sambandsins því hefði það ekki vald til að boða keppendur heim í mótmælaskyni. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Bandarísku taekwondo samtökin hafa sett sig í samband við Bandarísku Ólympíunefndina og stjórnvöld í Bandaríkjunum vegna máls Meisam Rafiei sem ekki mátti ferðast til Bandaríkjanna vegna tilskipunar Bandaríkjaforseta um ferðabann frá tilteknum ríkjum Mið-Austurlanda og Afríku. Íþróttafréttaveitan ESPN greinir frá þessu. Steve McNally, framkvæmdastjóri markaðs- og samskiptamála hjá Bandarísku samtökunum staðfestir að Meisam hafi ekki komist til landsins þrátt fyrir að vera skráður á opna Bandaríska meistaramótið í taekwondo. Hann vonast til að málið leysist þannig að Meisam geti keppt á mótinu. Meisam var meinað að fara til Bandaríkjanna á sunnudag sökum þess að hann er fæddur í Íran. Meisam er íslenskur ríkisborgari og fékk ríkisborgararétt fyrir um fimm árum síðan. Þá segir bandaríska sendiráðið í skriflegu svari til RÚV að ákvörðuninni verði ekki breytt. Meisam fái ekki að ferðast til Bandaríkjanna jafnvel þótt hann eigi íslenskt vegabréf.Sjá: „Íslenskum ríkisborgara meinað að fara tilBandaríkjanna.“Þá hefur íslenska taekwondo sambandið sett sig í samband við taekwondosamband Evrópu til að aðhafast í málinu. Taekwondosamband Íslands, harmar þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að meina Meisam Rafiei, landsliðsmanni í taekwondo og fyrrum landsliðsþjálfara, inngöngu í Bandaríkin. Þetta segir í tilkynningu frá sambandinu. Haukur Skúlason, formaður Taekwondo sambandsins, segir tilskipun Bandaríkjaforseta geta haft alvarlegar afleiðingfar fyrir fjölda atvinnumanna í íþróttum. „Við höfum átt mjög gott samstarf við utanríkisráðuneytið og Bandaríska sendiráðið sem fóru strax í það að koma til botns í málið á sunnudag,“ segir Haukur. „Einnig sendi sambandið áskorun út til evrópska taekwondosambandsins og heimssambandsins til að láta til sín taka í þessu máli af því að þetta snertir marga keppendur út um allan heim,“ segir hann. Aðspurður hvort að það hefði komið til umræðu að liðið dragi sig úr keppni til að mótmæla tilskipuninni segir Haukur að keppendurnir séu ekki úti á forsendum sambandsins því hefði það ekki vald til að boða keppendur heim í mótmælaskyni.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira