Missti framan af putta í X-Factor: Voru fráskilin í 16 ár en Inga Sæland fór á skeljarnar í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2017 10:30 Inga og Ólafur ætla gifta sig aftur um jólin. Inga Sæland kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík og er einn af sigurvegurum kosningahelgarinnar, en Flokkur Fólksins kom fjórum mönnum inn á þing. Inga Sæland var til umfjöllunar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Inga fæddist á Ólafsfirði þann 3. ágúst árið 1959. Hún er næstyngst fjögurra systkina og dóttir þeirra Ástvalds Einars Steinssonar, sjómanns, og Sigríðar Sæland Jónsdóttur húsmóður. Hún er fráskilin fjögurra barna móðir og amma þriggja barna. Inga var nánast alveg blind fyrstu tvö ár ævi sinnar. „Manni var strítt svolítið mikið út af því að maður var kannski ekki alveg eins og allir hinir,“ segir Inga. En hefur þetta haft mikil áhrif á líf hennar? „Ég var stundum að fara sækja börnin mín út í sandkassann og þá voru þetta kannski bara börnin hennar Erlu í næsta húsi og mínir voru bara búnir að stinga af.“ Inga hefur unun af söng og hefur keppt í hinum ýmsu söngkeppnum. „Ég er algjörlega óskorin karaoke-drottning og það í góðri merkingu. Ég á karaoke-græjur úti í skúr, svona alvöru græjur.“Inga stóð sig vel í X-Factor.Hún hefur unnið sem söngkona á Spáni. „Við ákváðum það að fara út með börnin og vorum þarna í tvö sumur. Við fengum húsnæði og borðuðum á staðnum hjá karlinum. Við vorum því nokkuð sjálfbær á Spáni, en vorum kannski ekki að þéna peninga á söngnum.“ Það var í X-Factor á Stöð 2 sem Inga kom fyrir sjónir almennings og komst alla leið í úrslitin í Smáralind. „Þetta var gaman en ég myndi ekki gera þetta aftur. Þetta var ansi dýrkeypt og ég missti framan af fingri í þáttunum. Við vorum að auglýsa einhvern bíl fyrir Heklu, minnir mig, og það bara skall hurð á minn fingur.“ Inga er með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð, nam stjórnmálafræði og lauk BA prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands. Inga var gift Ólafi Má Guðmundssyni og eftir að hafa verið í sundur í sextán ár tóku þau saman nýverið aftur og stefna á það að gifta sig á ný um jólin. „Við höfum alltaf verið vinir en ég verð að viðurkenna það að ég bað hans aftur núna í sumar og var að biðja hann um að giftast mér.“Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi. Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Inga Sæland kom eins og stormsveipur inn í íslenska pólitík og er einn af sigurvegurum kosningahelgarinnar, en Flokkur Fólksins kom fjórum mönnum inn á þing. Inga Sæland var til umfjöllunar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Inga fæddist á Ólafsfirði þann 3. ágúst árið 1959. Hún er næstyngst fjögurra systkina og dóttir þeirra Ástvalds Einars Steinssonar, sjómanns, og Sigríðar Sæland Jónsdóttur húsmóður. Hún er fráskilin fjögurra barna móðir og amma þriggja barna. Inga var nánast alveg blind fyrstu tvö ár ævi sinnar. „Manni var strítt svolítið mikið út af því að maður var kannski ekki alveg eins og allir hinir,“ segir Inga. En hefur þetta haft mikil áhrif á líf hennar? „Ég var stundum að fara sækja börnin mín út í sandkassann og þá voru þetta kannski bara börnin hennar Erlu í næsta húsi og mínir voru bara búnir að stinga af.“ Inga hefur unun af söng og hefur keppt í hinum ýmsu söngkeppnum. „Ég er algjörlega óskorin karaoke-drottning og það í góðri merkingu. Ég á karaoke-græjur úti í skúr, svona alvöru græjur.“Inga stóð sig vel í X-Factor.Hún hefur unnið sem söngkona á Spáni. „Við ákváðum það að fara út með börnin og vorum þarna í tvö sumur. Við fengum húsnæði og borðuðum á staðnum hjá karlinum. Við vorum því nokkuð sjálfbær á Spáni, en vorum kannski ekki að þéna peninga á söngnum.“ Það var í X-Factor á Stöð 2 sem Inga kom fyrir sjónir almennings og komst alla leið í úrslitin í Smáralind. „Þetta var gaman en ég myndi ekki gera þetta aftur. Þetta var ansi dýrkeypt og ég missti framan af fingri í þáttunum. Við vorum að auglýsa einhvern bíl fyrir Heklu, minnir mig, og það bara skall hurð á minn fingur.“ Inga er með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð, nam stjórnmálafræði og lauk BA prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands. Inga var gift Ólafi Má Guðmundssyni og eftir að hafa verið í sundur í sextán ár tóku þau saman nýverið aftur og stefna á það að gifta sig á ný um jólin. „Við höfum alltaf verið vinir en ég verð að viðurkenna það að ég bað hans aftur núna í sumar og var að biðja hann um að giftast mér.“Hér að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi.
Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira