Finnur til með íslenskri konu sem ákærð er fyrir framleiðslu kannabisolíu í Danmörku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. nóvember 2017 20:00 Móðir drengs sem lést úr krabbameini í fyrra og notaði kannabisolíu til að lina þjáningar sínar fram á síðasta dag segist finna til með íslenskri konu sem ákærð er fyrir framleiðslu slíkrar olíu í Damörku. Þá segir formaður Krafts að algengt sé að félagsmenn leiti til þeirra með spurningar um efnið en að erfitt sé að mæla með einhverju sem er ólöglegt. Íslensk kona, Málfríður Þorleifsdóttir, sætir nú ákæru í Danmörku ásamt fjórum öðrum fyrir framleiðslu og sölu á kannabisolíu í lækningaskyni. Greint er frá málinu í morgunblaðinu í dag en ástæða þess að Málfríður er viðriðin málið er sú að hún vildi lina þjáningar föður síns sem greindst hafði með illvígt krabbamein. Málið hefur vakið talsverða athygli í Danmörku og vakið upp spurningar um hvort leyfa eigi kannabis til lækninga. Þá hefur sú umræða einnig komið upp hér á landi en hér er það ólöglegt. Ítarlega var fjallað um málið í þáttunum Brestir á Stöð2 fyrir nokkrum árum þar sem ungur maður sagði frá því hvernig hann hefði aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. Einn þeirra var Sigurður Jón Súddason en hann greindist með æxli í heila árið 2013. Hann og móðir hans, Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, tóku þá upp á því að útbúa kannabisolíu þar sem hefðbundnar leiðir duguðu ekki til að slá á verki hans. Sigurður lést í janúar í fyrra en hann notaði kannabisolíu nánast alveg fram að þeim degi. „Og það er engin efi í mínum huga varðandi verkastillandi og það eykur matarlyst,“ segir Guðrún Jóna. Guðrún segist finna mikið til með Málfríði og að hún geti sett sig í hennar spor. Þegar maður horfi á ástvin kveljast, þá geri maður allt til að hjálpa. „Mér leið illa að byrja og var hrædd en þegar ég sá árangurinn þá skipti það engu máli,“ segir Guðrún Jóna. Guðrún segir að fjöldi fólk sé í sömu stöðu en það höfðu margir samband eftir þáttinn. Þá fær félagið Kraftur, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein, reglulega spurningar frá félagsmönnum um kannabis í lækningarskyni. „Þar sem þetta er ólöglegt þá eru hendur okkar mjög bundnar,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts. Hún segir félagið opið fyrir því að lagt yrði fram frumvarp um að lögleiða kannabis í lækningarskyni. „Ef að félagsmenn okkar geta farið í apótek og leyst út lyfin sín án þess að þurfa að fara á svartan markað til þess að láta sér líða betur þá segjum við já,“ segir Ástrós. Þá á Ástrós mann með krabbamein og segir að þau hjón hafi þurft að skoða þann möguleika að nota kannabis til að lina þjáningar hans. „Auðvitað veður maður yfir eld og brennistein fyrir ástvin en að þurfa að fara á svartan markað og þurfa að læðupúkast sem ég veit að margir gera í dag er rosalega erfitt og auðvitað vill maður ekki þurfa að brjóta lög,“ segir Ástrós. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
Móðir drengs sem lést úr krabbameini í fyrra og notaði kannabisolíu til að lina þjáningar sínar fram á síðasta dag segist finna til með íslenskri konu sem ákærð er fyrir framleiðslu slíkrar olíu í Damörku. Þá segir formaður Krafts að algengt sé að félagsmenn leiti til þeirra með spurningar um efnið en að erfitt sé að mæla með einhverju sem er ólöglegt. Íslensk kona, Málfríður Þorleifsdóttir, sætir nú ákæru í Danmörku ásamt fjórum öðrum fyrir framleiðslu og sölu á kannabisolíu í lækningaskyni. Greint er frá málinu í morgunblaðinu í dag en ástæða þess að Málfríður er viðriðin málið er sú að hún vildi lina þjáningar föður síns sem greindst hafði með illvígt krabbamein. Málið hefur vakið talsverða athygli í Danmörku og vakið upp spurningar um hvort leyfa eigi kannabis til lækninga. Þá hefur sú umræða einnig komið upp hér á landi en hér er það ólöglegt. Ítarlega var fjallað um málið í þáttunum Brestir á Stöð2 fyrir nokkrum árum þar sem ungur maður sagði frá því hvernig hann hefði aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. Einn þeirra var Sigurður Jón Súddason en hann greindist með æxli í heila árið 2013. Hann og móðir hans, Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, tóku þá upp á því að útbúa kannabisolíu þar sem hefðbundnar leiðir duguðu ekki til að slá á verki hans. Sigurður lést í janúar í fyrra en hann notaði kannabisolíu nánast alveg fram að þeim degi. „Og það er engin efi í mínum huga varðandi verkastillandi og það eykur matarlyst,“ segir Guðrún Jóna. Guðrún segist finna mikið til með Málfríði og að hún geti sett sig í hennar spor. Þegar maður horfi á ástvin kveljast, þá geri maður allt til að hjálpa. „Mér leið illa að byrja og var hrædd en þegar ég sá árangurinn þá skipti það engu máli,“ segir Guðrún Jóna. Guðrún segir að fjöldi fólk sé í sömu stöðu en það höfðu margir samband eftir þáttinn. Þá fær félagið Kraftur, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein, reglulega spurningar frá félagsmönnum um kannabis í lækningarskyni. „Þar sem þetta er ólöglegt þá eru hendur okkar mjög bundnar,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts. Hún segir félagið opið fyrir því að lagt yrði fram frumvarp um að lögleiða kannabis í lækningarskyni. „Ef að félagsmenn okkar geta farið í apótek og leyst út lyfin sín án þess að þurfa að fara á svartan markað til þess að láta sér líða betur þá segjum við já,“ segir Ástrós. Þá á Ástrós mann með krabbamein og segir að þau hjón hafi þurft að skoða þann möguleika að nota kannabis til að lina þjáningar hans. „Auðvitað veður maður yfir eld og brennistein fyrir ástvin en að þurfa að fara á svartan markað og þurfa að læðupúkast sem ég veit að margir gera í dag er rosalega erfitt og auðvitað vill maður ekki þurfa að brjóta lög,“ segir Ástrós.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira