Ræðararnir hættir við svaðilförina til Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2017 11:15 Hér má sjá leiðina sem farin var. Ætlunin var að enda förina á Sauðárkróki. Mynd/Polar Row Hópur ræðara undir skipstjórn íslenska ræðarans Fiann Paul hefur hætt við að halda áfram svaðilför sinni til Íslands. Hópurinn hefur verið strandaður á Jan Mayen undanfarna daga og hefur verið tekin ákvörðun um að hætta við leiðangurinn. Hópurinn lagði af stað frá Tromsö í Noregi þann 20. júlí síðastliðinn og var markmiðið að verða fyrstir manna til að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir, fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands, nánar tiltekið til Sauðárkróks, en New York Times fjallaði ítarlega um leiðangurinn í gær.Förin gekk vel framan af og komst hópurinn meðal annars að íshellu Norður-Íshafsins. Með því sló hópurinn heimstmet en enginn hefur róið svo norðarlega, svo vitað sé til. A post shared by Alex Gregory (@alexgregorygb) on Aug 13, 2017 at 2:23am PDT Eftir það var förinni heitið til Íslands en veðrið setti strik í reikninginn. Illa gekk að hlaða sólarraflöður bátsins vegna þess hve skýjað var dögum saman. Það gerði það að verkum að rafbúnaður um borð virkaði ekki og var hópurinn meðal annars án leiðsagnartækja. „Ég hef aldrei verið jafn blautur og hrakinn í jafn langan tíma,“ skrifaði Alex Gregory, áhafnarmeðlimur og ólympíumeistari í róðri þann 17. ágúst síðastliðinn. „Þetta smígur inn að beini og það er enginn leið að komast undan kuldanum.“ Var því ákveðið að stefna til Jan Mayen og leita skjóls. Þangað skaut norski herinn skjólshúsi yfir áhafnarmeðli en nokkrir þeirra tóku þá ákvörðun um að halda ekki áfram.Eins og sjá má voru aðstæður oft ekki hagstæðar.Mynd/Polar RowFiann, leiðtogi hópsins, freistaði þess þó að skipta um áhöfn til þess að halda förinni áfram en vegna þess hve fátíðar reglulegar ferðir til og frá Jan Mayen eru reyndist ógerlegt að halda áfram til Íslands. „Ég er mjög svekktur yfir því að mér hafi ekki tekist að fá nýja áhöfn,“ skrifar Fiann á Facebook-síðu hópsins. „Þrátt fyrir það heppnaðist leiðangurinn mjög vel.“ Alls ætlaði hópurinn sér að slá tólf heimsmet en þurfa ræðararnir að sætta sig við það að hafa náð öllu nema einu á leiðinni en yfirlit yfir metin má sjá á heimasíðu leiðangursins.Ekki er víst hvenær hópurinn kemst frá Jan Mayen en vonast er til þess að það verði á allra næstu dögum. Hér að neðan má sjá myndir úr leiðangrinum. Tengdar fréttir Íslenskur ræðari komst til Jan Mayen eftir mikla háskaför Íslendingurinn Fiann Paul er leiðtogi átta manna hóps sem ætlaði að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir; fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands. 27. ágúst 2017 11:50 Íslendingur í háskaför Fiann Paul er leiðtogi átta manna hóps sem er farinn í mikla ævintýraferð. 20. júlí 2017 20:00 Sló heimsmet í kappróðri undir íslenskum fána Siglingakappinn og listamaðurinn Fiann Paul setti nýverið tvö heimsmet í kappróðri þegar hann reri undir íslenskum fána yfir Atlantshafið. 14. febrúar 2011 19:45 Fann manndóm sinn í róðrum yfir úthöfin Að róa á opnum bát yfir heimshöfin hefur brjálæðisleg áhrif á sálarlífið. Þetta segir Íslendingur sem slegið hefur heimsmet í róðri yfir þrjú stærstu úthöf jarðar. 31. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Hópur ræðara undir skipstjórn íslenska ræðarans Fiann Paul hefur hætt við að halda áfram svaðilför sinni til Íslands. Hópurinn hefur verið strandaður á Jan Mayen undanfarna daga og hefur verið tekin ákvörðun um að hætta við leiðangurinn. Hópurinn lagði af stað frá Tromsö í Noregi þann 20. júlí síðastliðinn og var markmiðið að verða fyrstir manna til að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir, fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands, nánar tiltekið til Sauðárkróks, en New York Times fjallaði ítarlega um leiðangurinn í gær.Förin gekk vel framan af og komst hópurinn meðal annars að íshellu Norður-Íshafsins. Með því sló hópurinn heimstmet en enginn hefur róið svo norðarlega, svo vitað sé til. A post shared by Alex Gregory (@alexgregorygb) on Aug 13, 2017 at 2:23am PDT Eftir það var förinni heitið til Íslands en veðrið setti strik í reikninginn. Illa gekk að hlaða sólarraflöður bátsins vegna þess hve skýjað var dögum saman. Það gerði það að verkum að rafbúnaður um borð virkaði ekki og var hópurinn meðal annars án leiðsagnartækja. „Ég hef aldrei verið jafn blautur og hrakinn í jafn langan tíma,“ skrifaði Alex Gregory, áhafnarmeðlimur og ólympíumeistari í róðri þann 17. ágúst síðastliðinn. „Þetta smígur inn að beini og það er enginn leið að komast undan kuldanum.“ Var því ákveðið að stefna til Jan Mayen og leita skjóls. Þangað skaut norski herinn skjólshúsi yfir áhafnarmeðli en nokkrir þeirra tóku þá ákvörðun um að halda ekki áfram.Eins og sjá má voru aðstæður oft ekki hagstæðar.Mynd/Polar RowFiann, leiðtogi hópsins, freistaði þess þó að skipta um áhöfn til þess að halda förinni áfram en vegna þess hve fátíðar reglulegar ferðir til og frá Jan Mayen eru reyndist ógerlegt að halda áfram til Íslands. „Ég er mjög svekktur yfir því að mér hafi ekki tekist að fá nýja áhöfn,“ skrifar Fiann á Facebook-síðu hópsins. „Þrátt fyrir það heppnaðist leiðangurinn mjög vel.“ Alls ætlaði hópurinn sér að slá tólf heimsmet en þurfa ræðararnir að sætta sig við það að hafa náð öllu nema einu á leiðinni en yfirlit yfir metin má sjá á heimasíðu leiðangursins.Ekki er víst hvenær hópurinn kemst frá Jan Mayen en vonast er til þess að það verði á allra næstu dögum. Hér að neðan má sjá myndir úr leiðangrinum.
Tengdar fréttir Íslenskur ræðari komst til Jan Mayen eftir mikla háskaför Íslendingurinn Fiann Paul er leiðtogi átta manna hóps sem ætlaði að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir; fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands. 27. ágúst 2017 11:50 Íslendingur í háskaför Fiann Paul er leiðtogi átta manna hóps sem er farinn í mikla ævintýraferð. 20. júlí 2017 20:00 Sló heimsmet í kappróðri undir íslenskum fána Siglingakappinn og listamaðurinn Fiann Paul setti nýverið tvö heimsmet í kappróðri þegar hann reri undir íslenskum fána yfir Atlantshafið. 14. febrúar 2011 19:45 Fann manndóm sinn í róðrum yfir úthöfin Að róa á opnum bát yfir heimshöfin hefur brjálæðisleg áhrif á sálarlífið. Þetta segir Íslendingur sem slegið hefur heimsmet í róðri yfir þrjú stærstu úthöf jarðar. 31. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Íslenskur ræðari komst til Jan Mayen eftir mikla háskaför Íslendingurinn Fiann Paul er leiðtogi átta manna hóps sem ætlaði að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir; fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands. 27. ágúst 2017 11:50
Íslendingur í háskaför Fiann Paul er leiðtogi átta manna hóps sem er farinn í mikla ævintýraferð. 20. júlí 2017 20:00
Sló heimsmet í kappróðri undir íslenskum fána Siglingakappinn og listamaðurinn Fiann Paul setti nýverið tvö heimsmet í kappróðri þegar hann reri undir íslenskum fána yfir Atlantshafið. 14. febrúar 2011 19:45
Fann manndóm sinn í róðrum yfir úthöfin Að róa á opnum bát yfir heimshöfin hefur brjálæðisleg áhrif á sálarlífið. Þetta segir Íslendingur sem slegið hefur heimsmet í róðri yfir þrjú stærstu úthöf jarðar. 31. ágúst 2016 21:00