Íslenskur ræðari komst til Jan Mayen eftir mikla háskaför Ingvar Þór Björnsson skrifar 27. ágúst 2017 11:50 Fiann Paul við undirbúning ferðarinnar í júlímánuði Vísir/HÞ Íslenski ræðarinn Fiann Paul ásamt áhöfn Polar Row eru staddir á eyjunni Jan Mayen eftir að hafa komist í hann krappan þegar þeir voru að róa Norður Atlantshafsleiðina. Óvíst er hvort þeir haldi förinni áfram.Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði er Íslendingurinn Fiann Paul leiðtogi átta manna hóps sem hélt af stað þann 20. júlí í mikla háskaför. Ætluðu þeir að vera fyrstir manna til að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir; fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands. Aldrei hafa menn áður róið með handafli svo norðarlega á hnettinum en hvorki mótor né segl eru um borð í bátnum.Bjóst ekki við að lifa ferðina af Veðuraðstæður reyndust afar erfiðar þegar áhöfnin hóf lokaspölinn frá Svalbarða til Íslands og segir Alex Gregory, einn meðlimur áhafnarinnar á Twitter síðu sinni að hann hafi ekki búist við því að lifa ferðina af. „Ég hafði enga tilfinningu fyrir fjarlægð og við virtumst aldrei komast langt, ekkert breyttist. Allt var grátt.“ Áhöfnin náði landi á Jan Mayen og tóku meðlimir úr norska hernum á móti þeim og hafa hýst þá síðustu daga. Nú hafa fjórir af af átta áhafnarmeðlimum ákveðið að halda förinni ekki áfram. Alex Gregory segir að það hafi ekki verið erfitt að taka þá ákvörðun. „Ég á þrjá unga krakka og þeir þurfa föður sinn, að hann sé ábyrgur og taki réttar ákvarðanir.“Fiann vill halda áfram til Íslands með nýrri áhöfn Mikil óvissa er um framhaldið en engar reglulegar ferðir eru til og frá Jan Mayen. Alex segist hafa fengið fréttir þess efnis að skip sé á leiðinni til eyjunnar í næstu viku og bindur hann vonir við að þeir hleypi áhöfninni um borð. Fiann Paul og þeir sem vilja halda svaðilförinni áfram vonast hins vegar til að geta fengið nýja áhafnarmeðlimi til Jan Mayen til að geta haldið áfram. Í myndskeiðinu hér að neðan lýsir Alex Gregory aðstæðum á Jan Mayen.Latest update & checking out this truely unique island of Jan Mayen @thepolarrow #adventure pic.twitter.com/rcg49pbnvh— Alex Gregory (@AlexGregoryGB) August 22, 2017 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Íslenski ræðarinn Fiann Paul ásamt áhöfn Polar Row eru staddir á eyjunni Jan Mayen eftir að hafa komist í hann krappan þegar þeir voru að róa Norður Atlantshafsleiðina. Óvíst er hvort þeir haldi förinni áfram.Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði er Íslendingurinn Fiann Paul leiðtogi átta manna hóps sem hélt af stað þann 20. júlí í mikla háskaför. Ætluðu þeir að vera fyrstir manna til að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir; fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands. Aldrei hafa menn áður róið með handafli svo norðarlega á hnettinum en hvorki mótor né segl eru um borð í bátnum.Bjóst ekki við að lifa ferðina af Veðuraðstæður reyndust afar erfiðar þegar áhöfnin hóf lokaspölinn frá Svalbarða til Íslands og segir Alex Gregory, einn meðlimur áhafnarinnar á Twitter síðu sinni að hann hafi ekki búist við því að lifa ferðina af. „Ég hafði enga tilfinningu fyrir fjarlægð og við virtumst aldrei komast langt, ekkert breyttist. Allt var grátt.“ Áhöfnin náði landi á Jan Mayen og tóku meðlimir úr norska hernum á móti þeim og hafa hýst þá síðustu daga. Nú hafa fjórir af af átta áhafnarmeðlimum ákveðið að halda förinni ekki áfram. Alex Gregory segir að það hafi ekki verið erfitt að taka þá ákvörðun. „Ég á þrjá unga krakka og þeir þurfa föður sinn, að hann sé ábyrgur og taki réttar ákvarðanir.“Fiann vill halda áfram til Íslands með nýrri áhöfn Mikil óvissa er um framhaldið en engar reglulegar ferðir eru til og frá Jan Mayen. Alex segist hafa fengið fréttir þess efnis að skip sé á leiðinni til eyjunnar í næstu viku og bindur hann vonir við að þeir hleypi áhöfninni um borð. Fiann Paul og þeir sem vilja halda svaðilförinni áfram vonast hins vegar til að geta fengið nýja áhafnarmeðlimi til Jan Mayen til að geta haldið áfram. Í myndskeiðinu hér að neðan lýsir Alex Gregory aðstæðum á Jan Mayen.Latest update & checking out this truely unique island of Jan Mayen @thepolarrow #adventure pic.twitter.com/rcg49pbnvh— Alex Gregory (@AlexGregoryGB) August 22, 2017
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira