Pólskur maður áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um innflutning á sterkum fíkniefnum Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2017 20:44 Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 25. ágúst. Vísir/Anton Brink Hæstiréttur staðfesti úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir pólskum manni sem er sterklega grunaður um aðild á innflutningi á miklu magni af sterkum fíkniefnum til landsins. Hann þarf því að sitja áfram í varðhaldi til 14. desember. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 16. nóvember sem Hæstiréttur staðfestir kemur fram að maðurinn sé búsettur hér á landi. Grunur leiki á að hann hafi átt að taka á móti þremur mönnum sem komu frá Póllandi og vera þeim innan handa með aðstöðu hér á landi í tengslum við stórtækt smygl á amfetamínvökva. Lögreglan hafi fengið upplýsingar frá erlendum tollayfirvöldum um að grunur léki á að fíkniefni væri að finna í bifreið um borð í ferju á leið til Íslands frá Danmörku. Við komuna hingað í ágúst var bifreiðin skoðuð og fannst amfetamínvökvi leka úr bílnum. Í kjölfarið var sími mannsins sem fylgdi bílnum með ferjunni hleraður. Í Reykjavík hitti hann þrjá menn, þar á meðal þann sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Tveir mannanna höfðu komið með flugi frá Póllandi. Allir fjórir voru handteknir. Við rannsókn á bifreiðinni hafi fundist 1.238 millilítrar af amfetamínvökva í framhöggvara hennar. Maðurinn neitar sök í málinu. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 25. ágúst á grundvelli almannahagsmuna. Meint brot mannsins varða allt að tólf ára fangelsi. Tengdar fréttir Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Fjórir pólskir karlmenn verða færðir fyrir héraðsdóm í dag en þeir eru grunaðir um innflutning á 1,3 líter af amfetamínbasa. 22. september 2017 10:21 Lögregla lét til skarar skríða í umfangsmiklu fíkniefnamáli Sérsveitarmenn og óeinkennisklæddir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. 25. ágúst 2017 20:30 Í gæsluvarðhaldi til 16. nóvember vegna innflutnings á amfetamínbasa Fjórir menn sem grunaðir eru um innflutning á amfetamínbasa hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald til 16. nóvember næstkomandi. 25. október 2017 13:39 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti úrskurð um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir pólskum manni sem er sterklega grunaður um aðild á innflutningi á miklu magni af sterkum fíkniefnum til landsins. Hann þarf því að sitja áfram í varðhaldi til 14. desember. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 16. nóvember sem Hæstiréttur staðfestir kemur fram að maðurinn sé búsettur hér á landi. Grunur leiki á að hann hafi átt að taka á móti þremur mönnum sem komu frá Póllandi og vera þeim innan handa með aðstöðu hér á landi í tengslum við stórtækt smygl á amfetamínvökva. Lögreglan hafi fengið upplýsingar frá erlendum tollayfirvöldum um að grunur léki á að fíkniefni væri að finna í bifreið um borð í ferju á leið til Íslands frá Danmörku. Við komuna hingað í ágúst var bifreiðin skoðuð og fannst amfetamínvökvi leka úr bílnum. Í kjölfarið var sími mannsins sem fylgdi bílnum með ferjunni hleraður. Í Reykjavík hitti hann þrjá menn, þar á meðal þann sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Tveir mannanna höfðu komið með flugi frá Póllandi. Allir fjórir voru handteknir. Við rannsókn á bifreiðinni hafi fundist 1.238 millilítrar af amfetamínvökva í framhöggvara hennar. Maðurinn neitar sök í málinu. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 25. ágúst á grundvelli almannahagsmuna. Meint brot mannsins varða allt að tólf ára fangelsi.
Tengdar fréttir Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Fjórir pólskir karlmenn verða færðir fyrir héraðsdóm í dag en þeir eru grunaðir um innflutning á 1,3 líter af amfetamínbasa. 22. september 2017 10:21 Lögregla lét til skarar skríða í umfangsmiklu fíkniefnamáli Sérsveitarmenn og óeinkennisklæddir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. 25. ágúst 2017 20:30 Í gæsluvarðhaldi til 16. nóvember vegna innflutnings á amfetamínbasa Fjórir menn sem grunaðir eru um innflutning á amfetamínbasa hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald til 16. nóvember næstkomandi. 25. október 2017 13:39 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Fjórir pólskir karlmenn verða færðir fyrir héraðsdóm í dag en þeir eru grunaðir um innflutning á 1,3 líter af amfetamínbasa. 22. september 2017 10:21
Lögregla lét til skarar skríða í umfangsmiklu fíkniefnamáli Sérsveitarmenn og óeinkennisklæddir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. 25. ágúst 2017 20:30
Í gæsluvarðhaldi til 16. nóvember vegna innflutnings á amfetamínbasa Fjórir menn sem grunaðir eru um innflutning á amfetamínbasa hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald til 16. nóvember næstkomandi. 25. október 2017 13:39