„Hreinn og klár óþverragangur sem maður upplifði“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 20:00 Fyrrverandi þingkona segist hafa upplifað óþverra og ógnanir í störfum sínum en taldi menninguna á þingi breytta áður en íslenskar stjórnmálakonur stigu fram. Karlar á þingi hafa rætt ástandið og segir jafnréttismálaráðherra að kynbundið ofbeldi og áreiti megi ekki þagga niður innan flokka. Í gær sendu 306 íslenskar stjórnmálakonur frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og og áreitni í pólitík. Á listanum eru meðal annars fyrrververandi og núverandi þingkonur ásamt borgar- og bæjarfulltrúum á öllum aldri. Guðrún Ögmundsdóttir starfaði á vettvangi stjórnmála um árabil og var meðal annars borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og þinkona Samfylkingar. Hún hætti á þingi árið 2007 og segist hafa borið von í brjósti um að menningin hefði breyst síðan þá. „Það sem kemur mér svolítið á óvart og ég er bæði glöð og hrygg er í rauninni að þetta skuli vera svona algengt meðal yngri kvenna í stjórnmálum. Ég hélt að þetta væri pínulítið liðin tíð. Ég er svo barnaleg sko," segir Guðrún. Hún segir stjórnmálakonur hafa þurft að brýna sig fyrir aðkasti og áreitni í störfum. „Það var hreinn og klár óþverragangur sem maður upplifði. Það er nú eiginlega ekkert hægt að segja neitt annað. Og miklar ógnanir. Síðan fær maður einhvern skjöld og lætur þetta yfir sig ganga. Reynir að svara fullum hálsi. Ég sagði það nú og hef sagt það við menn: „Bara hættu að káfa á mér góði" en maður er líka mjög varnarlaus fyrir þessu," segir Guðrún. Hún fagnar samstöðumættinum og trúnaðinum sem konur hafa myndað þvert á flokka. „Ég er ótrúlega glöð að við skulum vera að lyfta þessu pottloki og þora að kíkja ofan í án þess að það verði persónugert, án þess að umræðan snúist um hver hafi upplifað verstu hlutina, af því það hafa greinilega allar konur í stjórnmálum lent í einhverju," segir Guðrún. Þingkarlar úr öllum flokkum sögðust í dag ætla að bregðast við áskorun þingkvenna. Jafnréttismálaráðherra segir karlana stefna að starfsdegi, eða svokölluðum „Barber shop-degi" í janúar þar sem ræða á um áreitni á Alþingi. Hann segir mikilvægt að þagga svona mál ekki niður. „Sumt af því sem verið er að lýsa er jafnvel mjög gróft eða áreiti sem væri full ástæða til að kæra og er eitthvað sem flokkar eiga ekki að viðhafa eitthvað þagnarbindindi um eða ætla að leysa innan sinna raða. Heldur einmitt að tryggja að málin séu tekin upp á yfirborðið og þau séu kláruð," segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Fyrrverandi þingkona segist hafa upplifað óþverra og ógnanir í störfum sínum en taldi menninguna á þingi breytta áður en íslenskar stjórnmálakonur stigu fram. Karlar á þingi hafa rætt ástandið og segir jafnréttismálaráðherra að kynbundið ofbeldi og áreiti megi ekki þagga niður innan flokka. Í gær sendu 306 íslenskar stjórnmálakonur frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og og áreitni í pólitík. Á listanum eru meðal annars fyrrververandi og núverandi þingkonur ásamt borgar- og bæjarfulltrúum á öllum aldri. Guðrún Ögmundsdóttir starfaði á vettvangi stjórnmála um árabil og var meðal annars borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og þinkona Samfylkingar. Hún hætti á þingi árið 2007 og segist hafa borið von í brjósti um að menningin hefði breyst síðan þá. „Það sem kemur mér svolítið á óvart og ég er bæði glöð og hrygg er í rauninni að þetta skuli vera svona algengt meðal yngri kvenna í stjórnmálum. Ég hélt að þetta væri pínulítið liðin tíð. Ég er svo barnaleg sko," segir Guðrún. Hún segir stjórnmálakonur hafa þurft að brýna sig fyrir aðkasti og áreitni í störfum. „Það var hreinn og klár óþverragangur sem maður upplifði. Það er nú eiginlega ekkert hægt að segja neitt annað. Og miklar ógnanir. Síðan fær maður einhvern skjöld og lætur þetta yfir sig ganga. Reynir að svara fullum hálsi. Ég sagði það nú og hef sagt það við menn: „Bara hættu að káfa á mér góði" en maður er líka mjög varnarlaus fyrir þessu," segir Guðrún. Hún fagnar samstöðumættinum og trúnaðinum sem konur hafa myndað þvert á flokka. „Ég er ótrúlega glöð að við skulum vera að lyfta þessu pottloki og þora að kíkja ofan í án þess að það verði persónugert, án þess að umræðan snúist um hver hafi upplifað verstu hlutina, af því það hafa greinilega allar konur í stjórnmálum lent í einhverju," segir Guðrún. Þingkarlar úr öllum flokkum sögðust í dag ætla að bregðast við áskorun þingkvenna. Jafnréttismálaráðherra segir karlana stefna að starfsdegi, eða svokölluðum „Barber shop-degi" í janúar þar sem ræða á um áreitni á Alþingi. Hann segir mikilvægt að þagga svona mál ekki niður. „Sumt af því sem verið er að lýsa er jafnvel mjög gróft eða áreiti sem væri full ástæða til að kæra og er eitthvað sem flokkar eiga ekki að viðhafa eitthvað þagnarbindindi um eða ætla að leysa innan sinna raða. Heldur einmitt að tryggja að málin séu tekin upp á yfirborðið og þau séu kláruð," segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira