„Hreinn og klár óþverragangur sem maður upplifði“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 20:00 Fyrrverandi þingkona segist hafa upplifað óþverra og ógnanir í störfum sínum en taldi menninguna á þingi breytta áður en íslenskar stjórnmálakonur stigu fram. Karlar á þingi hafa rætt ástandið og segir jafnréttismálaráðherra að kynbundið ofbeldi og áreiti megi ekki þagga niður innan flokka. Í gær sendu 306 íslenskar stjórnmálakonur frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og og áreitni í pólitík. Á listanum eru meðal annars fyrrververandi og núverandi þingkonur ásamt borgar- og bæjarfulltrúum á öllum aldri. Guðrún Ögmundsdóttir starfaði á vettvangi stjórnmála um árabil og var meðal annars borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og þinkona Samfylkingar. Hún hætti á þingi árið 2007 og segist hafa borið von í brjósti um að menningin hefði breyst síðan þá. „Það sem kemur mér svolítið á óvart og ég er bæði glöð og hrygg er í rauninni að þetta skuli vera svona algengt meðal yngri kvenna í stjórnmálum. Ég hélt að þetta væri pínulítið liðin tíð. Ég er svo barnaleg sko," segir Guðrún. Hún segir stjórnmálakonur hafa þurft að brýna sig fyrir aðkasti og áreitni í störfum. „Það var hreinn og klár óþverragangur sem maður upplifði. Það er nú eiginlega ekkert hægt að segja neitt annað. Og miklar ógnanir. Síðan fær maður einhvern skjöld og lætur þetta yfir sig ganga. Reynir að svara fullum hálsi. Ég sagði það nú og hef sagt það við menn: „Bara hættu að káfa á mér góði" en maður er líka mjög varnarlaus fyrir þessu," segir Guðrún. Hún fagnar samstöðumættinum og trúnaðinum sem konur hafa myndað þvert á flokka. „Ég er ótrúlega glöð að við skulum vera að lyfta þessu pottloki og þora að kíkja ofan í án þess að það verði persónugert, án þess að umræðan snúist um hver hafi upplifað verstu hlutina, af því það hafa greinilega allar konur í stjórnmálum lent í einhverju," segir Guðrún. Þingkarlar úr öllum flokkum sögðust í dag ætla að bregðast við áskorun þingkvenna. Jafnréttismálaráðherra segir karlana stefna að starfsdegi, eða svokölluðum „Barber shop-degi" í janúar þar sem ræða á um áreitni á Alþingi. Hann segir mikilvægt að þagga svona mál ekki niður. „Sumt af því sem verið er að lýsa er jafnvel mjög gróft eða áreiti sem væri full ástæða til að kæra og er eitthvað sem flokkar eiga ekki að viðhafa eitthvað þagnarbindindi um eða ætla að leysa innan sinna raða. Heldur einmitt að tryggja að málin séu tekin upp á yfirborðið og þau séu kláruð," segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Fyrrverandi þingkona segist hafa upplifað óþverra og ógnanir í störfum sínum en taldi menninguna á þingi breytta áður en íslenskar stjórnmálakonur stigu fram. Karlar á þingi hafa rætt ástandið og segir jafnréttismálaráðherra að kynbundið ofbeldi og áreiti megi ekki þagga niður innan flokka. Í gær sendu 306 íslenskar stjórnmálakonur frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og og áreitni í pólitík. Á listanum eru meðal annars fyrrververandi og núverandi þingkonur ásamt borgar- og bæjarfulltrúum á öllum aldri. Guðrún Ögmundsdóttir starfaði á vettvangi stjórnmála um árabil og var meðal annars borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og þinkona Samfylkingar. Hún hætti á þingi árið 2007 og segist hafa borið von í brjósti um að menningin hefði breyst síðan þá. „Það sem kemur mér svolítið á óvart og ég er bæði glöð og hrygg er í rauninni að þetta skuli vera svona algengt meðal yngri kvenna í stjórnmálum. Ég hélt að þetta væri pínulítið liðin tíð. Ég er svo barnaleg sko," segir Guðrún. Hún segir stjórnmálakonur hafa þurft að brýna sig fyrir aðkasti og áreitni í störfum. „Það var hreinn og klár óþverragangur sem maður upplifði. Það er nú eiginlega ekkert hægt að segja neitt annað. Og miklar ógnanir. Síðan fær maður einhvern skjöld og lætur þetta yfir sig ganga. Reynir að svara fullum hálsi. Ég sagði það nú og hef sagt það við menn: „Bara hættu að káfa á mér góði" en maður er líka mjög varnarlaus fyrir þessu," segir Guðrún. Hún fagnar samstöðumættinum og trúnaðinum sem konur hafa myndað þvert á flokka. „Ég er ótrúlega glöð að við skulum vera að lyfta þessu pottloki og þora að kíkja ofan í án þess að það verði persónugert, án þess að umræðan snúist um hver hafi upplifað verstu hlutina, af því það hafa greinilega allar konur í stjórnmálum lent í einhverju," segir Guðrún. Þingkarlar úr öllum flokkum sögðust í dag ætla að bregðast við áskorun þingkvenna. Jafnréttismálaráðherra segir karlana stefna að starfsdegi, eða svokölluðum „Barber shop-degi" í janúar þar sem ræða á um áreitni á Alþingi. Hann segir mikilvægt að þagga svona mál ekki niður. „Sumt af því sem verið er að lýsa er jafnvel mjög gróft eða áreiti sem væri full ástæða til að kæra og er eitthvað sem flokkar eiga ekki að viðhafa eitthvað þagnarbindindi um eða ætla að leysa innan sinna raða. Heldur einmitt að tryggja að málin séu tekin upp á yfirborðið og þau séu kláruð," segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira