„Hreinn og klár óþverragangur sem maður upplifði“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 20:00 Fyrrverandi þingkona segist hafa upplifað óþverra og ógnanir í störfum sínum en taldi menninguna á þingi breytta áður en íslenskar stjórnmálakonur stigu fram. Karlar á þingi hafa rætt ástandið og segir jafnréttismálaráðherra að kynbundið ofbeldi og áreiti megi ekki þagga niður innan flokka. Í gær sendu 306 íslenskar stjórnmálakonur frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og og áreitni í pólitík. Á listanum eru meðal annars fyrrververandi og núverandi þingkonur ásamt borgar- og bæjarfulltrúum á öllum aldri. Guðrún Ögmundsdóttir starfaði á vettvangi stjórnmála um árabil og var meðal annars borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og þinkona Samfylkingar. Hún hætti á þingi árið 2007 og segist hafa borið von í brjósti um að menningin hefði breyst síðan þá. „Það sem kemur mér svolítið á óvart og ég er bæði glöð og hrygg er í rauninni að þetta skuli vera svona algengt meðal yngri kvenna í stjórnmálum. Ég hélt að þetta væri pínulítið liðin tíð. Ég er svo barnaleg sko," segir Guðrún. Hún segir stjórnmálakonur hafa þurft að brýna sig fyrir aðkasti og áreitni í störfum. „Það var hreinn og klár óþverragangur sem maður upplifði. Það er nú eiginlega ekkert hægt að segja neitt annað. Og miklar ógnanir. Síðan fær maður einhvern skjöld og lætur þetta yfir sig ganga. Reynir að svara fullum hálsi. Ég sagði það nú og hef sagt það við menn: „Bara hættu að káfa á mér góði" en maður er líka mjög varnarlaus fyrir þessu," segir Guðrún. Hún fagnar samstöðumættinum og trúnaðinum sem konur hafa myndað þvert á flokka. „Ég er ótrúlega glöð að við skulum vera að lyfta þessu pottloki og þora að kíkja ofan í án þess að það verði persónugert, án þess að umræðan snúist um hver hafi upplifað verstu hlutina, af því það hafa greinilega allar konur í stjórnmálum lent í einhverju," segir Guðrún. Þingkarlar úr öllum flokkum sögðust í dag ætla að bregðast við áskorun þingkvenna. Jafnréttismálaráðherra segir karlana stefna að starfsdegi, eða svokölluðum „Barber shop-degi" í janúar þar sem ræða á um áreitni á Alþingi. Hann segir mikilvægt að þagga svona mál ekki niður. „Sumt af því sem verið er að lýsa er jafnvel mjög gróft eða áreiti sem væri full ástæða til að kæra og er eitthvað sem flokkar eiga ekki að viðhafa eitthvað þagnarbindindi um eða ætla að leysa innan sinna raða. Heldur einmitt að tryggja að málin séu tekin upp á yfirborðið og þau séu kláruð," segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Sjá meira
Fyrrverandi þingkona segist hafa upplifað óþverra og ógnanir í störfum sínum en taldi menninguna á þingi breytta áður en íslenskar stjórnmálakonur stigu fram. Karlar á þingi hafa rætt ástandið og segir jafnréttismálaráðherra að kynbundið ofbeldi og áreiti megi ekki þagga niður innan flokka. Í gær sendu 306 íslenskar stjórnmálakonur frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og og áreitni í pólitík. Á listanum eru meðal annars fyrrververandi og núverandi þingkonur ásamt borgar- og bæjarfulltrúum á öllum aldri. Guðrún Ögmundsdóttir starfaði á vettvangi stjórnmála um árabil og var meðal annars borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og þinkona Samfylkingar. Hún hætti á þingi árið 2007 og segist hafa borið von í brjósti um að menningin hefði breyst síðan þá. „Það sem kemur mér svolítið á óvart og ég er bæði glöð og hrygg er í rauninni að þetta skuli vera svona algengt meðal yngri kvenna í stjórnmálum. Ég hélt að þetta væri pínulítið liðin tíð. Ég er svo barnaleg sko," segir Guðrún. Hún segir stjórnmálakonur hafa þurft að brýna sig fyrir aðkasti og áreitni í störfum. „Það var hreinn og klár óþverragangur sem maður upplifði. Það er nú eiginlega ekkert hægt að segja neitt annað. Og miklar ógnanir. Síðan fær maður einhvern skjöld og lætur þetta yfir sig ganga. Reynir að svara fullum hálsi. Ég sagði það nú og hef sagt það við menn: „Bara hættu að káfa á mér góði" en maður er líka mjög varnarlaus fyrir þessu," segir Guðrún. Hún fagnar samstöðumættinum og trúnaðinum sem konur hafa myndað þvert á flokka. „Ég er ótrúlega glöð að við skulum vera að lyfta þessu pottloki og þora að kíkja ofan í án þess að það verði persónugert, án þess að umræðan snúist um hver hafi upplifað verstu hlutina, af því það hafa greinilega allar konur í stjórnmálum lent í einhverju," segir Guðrún. Þingkarlar úr öllum flokkum sögðust í dag ætla að bregðast við áskorun þingkvenna. Jafnréttismálaráðherra segir karlana stefna að starfsdegi, eða svokölluðum „Barber shop-degi" í janúar þar sem ræða á um áreitni á Alþingi. Hann segir mikilvægt að þagga svona mál ekki niður. „Sumt af því sem verið er að lýsa er jafnvel mjög gróft eða áreiti sem væri full ástæða til að kæra og er eitthvað sem flokkar eiga ekki að viðhafa eitthvað þagnarbindindi um eða ætla að leysa innan sinna raða. Heldur einmitt að tryggja að málin séu tekin upp á yfirborðið og þau séu kláruð," segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Sjá meira