Líklega áframhaldandi hlýnun hér á landi: „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2017 11:15 Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsbreytingum hélt í dag erindi á Umhverfisþingi í Hörpu. Skjáskot „Loftlagssagan síðustu þúsund ár má segja að sé skrykkjótt kólnun með hlýindaköflum inni á milli,“ segir Halldór Björnsson hópstjóri veðurs og loftlags hjá hjá Veðurstofu Íslands. „Sagan síðustu 200 ár er skrykkjótt hlýnun,“ segir hann um veðurfarið hér á landi. Þetta kom fram í erindi Halldórs á Umhverfisþingi í Hörpu í morgun en þetta er í tíunda skipti sem efnt er til Umhverfisþings en að þessu sinni eru loftslagsmál í brennidepli. Erindi Halldórs bar yfirskriftina Loftlagsbreytingar – Áhrif á Ísland. Umhverfisþingið í dag hófst á ávarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra.Flestir jöklarnir að hopa „Hlýnun síðustu áratuga er eindregnari að sumarlagi vestan til á landinu,“ segir Halldór. Kom meðal annars fram í erindi hans að afleiðingar þessarar hlýnunar séu mjög mikil og auðsæ. Nefndi hann meðal annars hop jökla, breytingar á farvegum straumvatna, landsris, breytingar í lífríki bæði á landi og á sjó. Halldór fjallaði um hluta af vinnu Vísindanefndar á skýrslu um loftlagsbreytingar á Íslandi en unnið hefur verið að skýrslunni í nokkur ár. Þegar breytingar á lífríki eru skoðaðar má sjá að aukningin hafi verið mest þar sem hlýnaði mest. Farfuglar eins og jaðrakan hafa byrjað að koma fyrr þar sem þeir vita að hér er nú hlýrra. Halldór segir að bleikjustofninn hafi látið á sjá þegar hlýnar og hnignun hafi verið í stangveiði á Bleikju. Kemur fram í skýrslunni að óþekktar fiskitegundir hafa aukist í okkar landhelgi. Halldór segir að jöklar hér á landi hafi gengið fram og hopað í takt við sveiflur í veðurfari. „Nú er svo komið að flestir íslenskir jöklar eru að hopa.“ Hann bendir á að þessu hafi fylgt verulegar breytingar á vatnafari og jökulár hafi breytt um farveg. Þegar jöklar þynnast og bráðna þá rís landið. „Það er ákaft landris á Höfn og við Suðvesturströndina, það er landris inn til landsins víðast hvar og svo er landsig mjög víða annars staðar, þó mismunandi hvar maður er.“Hlýnun af mannavöldum heldur líklega áfram Halldór vitnar í skýrslu IPCC frá 2013 um að hlýnun jarðar sé óumdeilanleg og benda margar athuganir til breytinga frá því um miðbik síðustu aldar sem eru fordæmalausar þegar litið er til síðustu áratuga og árþúsunda. „Hnattræn hlýnun síðustu áratuga er að mestu leiti af mannavöldum og haldi losun gróðurhúsalofttegunda áfram mun hlýna frekar. Þá má nota loftlagslíkön til að leggja mat á líklega hlýnun af gefnum forsendum um losun gróðurhúsalofttegunda.“ Niðurstöður IPCC benda til þess að hlýnunin sem við höfum verið að sjá á síðustu árum sé drifin af hnattrænni hlýnun og náttúrulegum breytileika. Með áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda mun hlýnun jarðar halda áfram. Í samantekt sinni segir Halldór að á Íslandi muni líklegast einnig hlýna þó áratuga langra sveiflna muni áfram gæta. „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar.“Bein útsending er frá þinginu en hana má sjá á hér á Vísi. Tengdar fréttir Öfgar í veðurfari vegna loftslagsbreytinga ekki farnar að koma fram hér á landi Síðar á þessu ári kemur út ný skýrsla um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi en síðasta skýrsla nefndarinnar kom út fyrir níu árum eða árið 2008. 27. mars 2017 13:45 Bein útsending: Umhverfisþing í Hörpu Er þetta í tíunda sinn sem umhverfis-og auðlindaráðherra efnir til Umhverfisþings en að þessu sinni eru loftslagsmál í brennidepli. 20. október 2017 08:45 Framtíðinni gætu fylgt enn meiri rigningar fyrir austan Spár fyrir þessa öld gera ráð fyrir að úrkoma aukist með áframhaldandi hnattrænni hlýnun, ekki síst á votviðrasömum svæðum. Milljónatjón hefur orðið í flóðum á austanverðu landinu í sumar og haust. 13. október 2017 11:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Loftlagssagan síðustu þúsund ár má segja að sé skrykkjótt kólnun með hlýindaköflum inni á milli,“ segir Halldór Björnsson hópstjóri veðurs og loftlags hjá hjá Veðurstofu Íslands. „Sagan síðustu 200 ár er skrykkjótt hlýnun,“ segir hann um veðurfarið hér á landi. Þetta kom fram í erindi Halldórs á Umhverfisþingi í Hörpu í morgun en þetta er í tíunda skipti sem efnt er til Umhverfisþings en að þessu sinni eru loftslagsmál í brennidepli. Erindi Halldórs bar yfirskriftina Loftlagsbreytingar – Áhrif á Ísland. Umhverfisþingið í dag hófst á ávarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra.Flestir jöklarnir að hopa „Hlýnun síðustu áratuga er eindregnari að sumarlagi vestan til á landinu,“ segir Halldór. Kom meðal annars fram í erindi hans að afleiðingar þessarar hlýnunar séu mjög mikil og auðsæ. Nefndi hann meðal annars hop jökla, breytingar á farvegum straumvatna, landsris, breytingar í lífríki bæði á landi og á sjó. Halldór fjallaði um hluta af vinnu Vísindanefndar á skýrslu um loftlagsbreytingar á Íslandi en unnið hefur verið að skýrslunni í nokkur ár. Þegar breytingar á lífríki eru skoðaðar má sjá að aukningin hafi verið mest þar sem hlýnaði mest. Farfuglar eins og jaðrakan hafa byrjað að koma fyrr þar sem þeir vita að hér er nú hlýrra. Halldór segir að bleikjustofninn hafi látið á sjá þegar hlýnar og hnignun hafi verið í stangveiði á Bleikju. Kemur fram í skýrslunni að óþekktar fiskitegundir hafa aukist í okkar landhelgi. Halldór segir að jöklar hér á landi hafi gengið fram og hopað í takt við sveiflur í veðurfari. „Nú er svo komið að flestir íslenskir jöklar eru að hopa.“ Hann bendir á að þessu hafi fylgt verulegar breytingar á vatnafari og jökulár hafi breytt um farveg. Þegar jöklar þynnast og bráðna þá rís landið. „Það er ákaft landris á Höfn og við Suðvesturströndina, það er landris inn til landsins víðast hvar og svo er landsig mjög víða annars staðar, þó mismunandi hvar maður er.“Hlýnun af mannavöldum heldur líklega áfram Halldór vitnar í skýrslu IPCC frá 2013 um að hlýnun jarðar sé óumdeilanleg og benda margar athuganir til breytinga frá því um miðbik síðustu aldar sem eru fordæmalausar þegar litið er til síðustu áratuga og árþúsunda. „Hnattræn hlýnun síðustu áratuga er að mestu leiti af mannavöldum og haldi losun gróðurhúsalofttegunda áfram mun hlýna frekar. Þá má nota loftlagslíkön til að leggja mat á líklega hlýnun af gefnum forsendum um losun gróðurhúsalofttegunda.“ Niðurstöður IPCC benda til þess að hlýnunin sem við höfum verið að sjá á síðustu árum sé drifin af hnattrænni hlýnun og náttúrulegum breytileika. Með áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda mun hlýnun jarðar halda áfram. Í samantekt sinni segir Halldór að á Íslandi muni líklegast einnig hlýna þó áratuga langra sveiflna muni áfram gæta. „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar.“Bein útsending er frá þinginu en hana má sjá á hér á Vísi.
Tengdar fréttir Öfgar í veðurfari vegna loftslagsbreytinga ekki farnar að koma fram hér á landi Síðar á þessu ári kemur út ný skýrsla um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi en síðasta skýrsla nefndarinnar kom út fyrir níu árum eða árið 2008. 27. mars 2017 13:45 Bein útsending: Umhverfisþing í Hörpu Er þetta í tíunda sinn sem umhverfis-og auðlindaráðherra efnir til Umhverfisþings en að þessu sinni eru loftslagsmál í brennidepli. 20. október 2017 08:45 Framtíðinni gætu fylgt enn meiri rigningar fyrir austan Spár fyrir þessa öld gera ráð fyrir að úrkoma aukist með áframhaldandi hnattrænni hlýnun, ekki síst á votviðrasömum svæðum. Milljónatjón hefur orðið í flóðum á austanverðu landinu í sumar og haust. 13. október 2017 11:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Öfgar í veðurfari vegna loftslagsbreytinga ekki farnar að koma fram hér á landi Síðar á þessu ári kemur út ný skýrsla um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi en síðasta skýrsla nefndarinnar kom út fyrir níu árum eða árið 2008. 27. mars 2017 13:45
Bein útsending: Umhverfisþing í Hörpu Er þetta í tíunda sinn sem umhverfis-og auðlindaráðherra efnir til Umhverfisþings en að þessu sinni eru loftslagsmál í brennidepli. 20. október 2017 08:45
Framtíðinni gætu fylgt enn meiri rigningar fyrir austan Spár fyrir þessa öld gera ráð fyrir að úrkoma aukist með áframhaldandi hnattrænni hlýnun, ekki síst á votviðrasömum svæðum. Milljónatjón hefur orðið í flóðum á austanverðu landinu í sumar og haust. 13. október 2017 11:30