Ætla að fá þúsund manns á Úlfarsfell Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2017 11:38 Vígalegur Reynir leiðir hóp sinn á topp Úlfarsfells. Nú stendur mikið til því þúsundasta ferðin verður farin tíunda þessa mánaðar. vignir þröstur „Fjallgangan bjargaði lífi mínu, ég er alveg klár á því. Ég var offitusjúklingur og í því vanþakkláta starfi að vera ritstjóri DV. Sem þýddi áreiti og lögsóknir mánaðarlega. Ég var reykingamaður. Ég var með þessa þrennu sem er ávísun á Gufuneskirkjugarð,“ segir Reynir Traustason blaðamaður og fjallgöngugarpur. Nú stendur mikið til. Reynir ætlar, 10. þessa mánaðar, að ganga þúsundasta skipti á Úlfarsfell. Ferðafélag Íslands ætlar að nota tækifærið og efna til mikillar hátíðar á fellinu. „Þarna verður lýðheilsuhátíð af besta tagi og við stefnum fjölmenni uppá fjallið,“ segir Reynir.Laglausasti kórstjóri landsinsStuðmenn munu troða upp, Bjartmar, Valdimar og sjálfur Raggi Bjarna sem væntanlega mun taka hið þekkta lag sitt Vorkvöld í Reykjavík með yfirsýn yfir Reykjavíkurborg og við blasir Esjan.Reynir þakkar Ferðafélagi Íslands líf sitt og nú starfar hann fyrir félagið sem fagnar 90 ára afmæli sínu um þessar mundir.Vignir Þröstur„Og kórinn minn. Já, ég er kórstjóri. Eini laglausi kórstjórinn á landinu, og kórinn minn verður þarna líka. Kór sem hefur orðið uppúr þessum gönguferðum. Við munum ætlast til þess, þegar Vorkvöld í Reykjavík fer að óma um fjallasalinn að þá taki allur herskarinn undir. Þúsund raddir sem ein,“ segir Reynir skáldlegur í bragði. Hann segir svo frá að göngur sínar hafi byrjað rólega. „Ég var lengi uppá Úlfarsfell fyrstu ferðina en svo fór ég inn í „52 fjöll“ Ferðafélags Íslands, gönguhópur sem gekk á eitt fjall á viku, og það má segja að þetta félag hafi lagt sitt af mörkum að bjarga lífi mínu og fyrir það hlýt ég að vera því ævinlega þakklátur. Og hef fengið tækifæri til að stýra gönguhópum sjálfur og það er eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef fengist við á lífsleiðinni.“Úlfarsfellið er heimavöllurinnReynir segir að gaman verði að fá Ragga á Úlfarsfell, með sitt dásamlega lag. „Þá mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri koma og gera samning við Ferðafélag Íslands um Úlfarsfell, tíu ára samning um umhirðuna og það að gera þessari náttúruparadís höfuðborgarbúa hátt undir höfði. Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur á svæðið og ætlar að koma fyrir öryggisbúnaði sem Ferðafélagið leggur til sem og víða um landið; öryggissíma.“Reynir var offitusjúklingur, stressaður blaðamaður og stórreykingamaður. Enginn hefði þá getað séð hann fyrir sér leiða hóp fjallgöngumanna -- í raun fráleit hugmynd. En, lífið á til óvæntar vendingar.vignir þrösturReynir hefur farið 1725 fjallgöngur síðan 2011. Hæst Mont Blanc og þá 4800 metrar. Síðan Hvannadalshnjúkur og fleiri tindar Íslands en Úlfarsfellið hefur verið hans heimavöllur. „Þangað fer maður alltaf hvort sem er í sorg eða gleði og alltaf kemur maður ánægður til baka. Ferðafélagið er 90 ára á þessu ári. Ég er að vinna fyrir það, leiði ferðir á Úlfarsfell alltaf á fimmtudögum.“Vill fá þúsund manns á fjalliðOg þúsundasta ganga Reynis er hluti hátíðarhalda vegna afmælisins. „Ferðafélagið er unglingur með sál öldungs. Þetta er sterkt félag, með skála um allt land en það eru þessi gömlu góðu gildi sem eru alltaf í öndvegi. Áhersla á að bjarga fólki frá sjálfu sér, standa fyrir útivist og spara heilbrigðiskerfinu ómælda peninga.“ Reynir segir að vonast sé til að ná þúsund manns með í för á fellið. En, það fer auðvitað eftir veðri og vindum hversu fúst fólk er til fararinnar. Þetta hefur tekið Reyni sex ár, að fara þúsund sinnum á Úlfarsfell. Nú er stefnt að því að gera það á einu síðdegi: „Þúsund ferðir, einn maður, þúsund manns.“ Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
„Fjallgangan bjargaði lífi mínu, ég er alveg klár á því. Ég var offitusjúklingur og í því vanþakkláta starfi að vera ritstjóri DV. Sem þýddi áreiti og lögsóknir mánaðarlega. Ég var reykingamaður. Ég var með þessa þrennu sem er ávísun á Gufuneskirkjugarð,“ segir Reynir Traustason blaðamaður og fjallgöngugarpur. Nú stendur mikið til. Reynir ætlar, 10. þessa mánaðar, að ganga þúsundasta skipti á Úlfarsfell. Ferðafélag Íslands ætlar að nota tækifærið og efna til mikillar hátíðar á fellinu. „Þarna verður lýðheilsuhátíð af besta tagi og við stefnum fjölmenni uppá fjallið,“ segir Reynir.Laglausasti kórstjóri landsinsStuðmenn munu troða upp, Bjartmar, Valdimar og sjálfur Raggi Bjarna sem væntanlega mun taka hið þekkta lag sitt Vorkvöld í Reykjavík með yfirsýn yfir Reykjavíkurborg og við blasir Esjan.Reynir þakkar Ferðafélagi Íslands líf sitt og nú starfar hann fyrir félagið sem fagnar 90 ára afmæli sínu um þessar mundir.Vignir Þröstur„Og kórinn minn. Já, ég er kórstjóri. Eini laglausi kórstjórinn á landinu, og kórinn minn verður þarna líka. Kór sem hefur orðið uppúr þessum gönguferðum. Við munum ætlast til þess, þegar Vorkvöld í Reykjavík fer að óma um fjallasalinn að þá taki allur herskarinn undir. Þúsund raddir sem ein,“ segir Reynir skáldlegur í bragði. Hann segir svo frá að göngur sínar hafi byrjað rólega. „Ég var lengi uppá Úlfarsfell fyrstu ferðina en svo fór ég inn í „52 fjöll“ Ferðafélags Íslands, gönguhópur sem gekk á eitt fjall á viku, og það má segja að þetta félag hafi lagt sitt af mörkum að bjarga lífi mínu og fyrir það hlýt ég að vera því ævinlega þakklátur. Og hef fengið tækifæri til að stýra gönguhópum sjálfur og það er eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef fengist við á lífsleiðinni.“Úlfarsfellið er heimavöllurinnReynir segir að gaman verði að fá Ragga á Úlfarsfell, með sitt dásamlega lag. „Þá mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri koma og gera samning við Ferðafélag Íslands um Úlfarsfell, tíu ára samning um umhirðuna og það að gera þessari náttúruparadís höfuðborgarbúa hátt undir höfði. Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur á svæðið og ætlar að koma fyrir öryggisbúnaði sem Ferðafélagið leggur til sem og víða um landið; öryggissíma.“Reynir var offitusjúklingur, stressaður blaðamaður og stórreykingamaður. Enginn hefði þá getað séð hann fyrir sér leiða hóp fjallgöngumanna -- í raun fráleit hugmynd. En, lífið á til óvæntar vendingar.vignir þrösturReynir hefur farið 1725 fjallgöngur síðan 2011. Hæst Mont Blanc og þá 4800 metrar. Síðan Hvannadalshnjúkur og fleiri tindar Íslands en Úlfarsfellið hefur verið hans heimavöllur. „Þangað fer maður alltaf hvort sem er í sorg eða gleði og alltaf kemur maður ánægður til baka. Ferðafélagið er 90 ára á þessu ári. Ég er að vinna fyrir það, leiði ferðir á Úlfarsfell alltaf á fimmtudögum.“Vill fá þúsund manns á fjalliðOg þúsundasta ganga Reynis er hluti hátíðarhalda vegna afmælisins. „Ferðafélagið er unglingur með sál öldungs. Þetta er sterkt félag, með skála um allt land en það eru þessi gömlu góðu gildi sem eru alltaf í öndvegi. Áhersla á að bjarga fólki frá sjálfu sér, standa fyrir útivist og spara heilbrigðiskerfinu ómælda peninga.“ Reynir segir að vonast sé til að ná þúsund manns með í för á fellið. En, það fer auðvitað eftir veðri og vindum hversu fúst fólk er til fararinnar. Þetta hefur tekið Reyni sex ár, að fara þúsund sinnum á Úlfarsfell. Nú er stefnt að því að gera það á einu síðdegi: „Þúsund ferðir, einn maður, þúsund manns.“
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira