Ætla að fá þúsund manns á Úlfarsfell Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2017 11:38 Vígalegur Reynir leiðir hóp sinn á topp Úlfarsfells. Nú stendur mikið til því þúsundasta ferðin verður farin tíunda þessa mánaðar. vignir þröstur „Fjallgangan bjargaði lífi mínu, ég er alveg klár á því. Ég var offitusjúklingur og í því vanþakkláta starfi að vera ritstjóri DV. Sem þýddi áreiti og lögsóknir mánaðarlega. Ég var reykingamaður. Ég var með þessa þrennu sem er ávísun á Gufuneskirkjugarð,“ segir Reynir Traustason blaðamaður og fjallgöngugarpur. Nú stendur mikið til. Reynir ætlar, 10. þessa mánaðar, að ganga þúsundasta skipti á Úlfarsfell. Ferðafélag Íslands ætlar að nota tækifærið og efna til mikillar hátíðar á fellinu. „Þarna verður lýðheilsuhátíð af besta tagi og við stefnum fjölmenni uppá fjallið,“ segir Reynir.Laglausasti kórstjóri landsinsStuðmenn munu troða upp, Bjartmar, Valdimar og sjálfur Raggi Bjarna sem væntanlega mun taka hið þekkta lag sitt Vorkvöld í Reykjavík með yfirsýn yfir Reykjavíkurborg og við blasir Esjan.Reynir þakkar Ferðafélagi Íslands líf sitt og nú starfar hann fyrir félagið sem fagnar 90 ára afmæli sínu um þessar mundir.Vignir Þröstur„Og kórinn minn. Já, ég er kórstjóri. Eini laglausi kórstjórinn á landinu, og kórinn minn verður þarna líka. Kór sem hefur orðið uppúr þessum gönguferðum. Við munum ætlast til þess, þegar Vorkvöld í Reykjavík fer að óma um fjallasalinn að þá taki allur herskarinn undir. Þúsund raddir sem ein,“ segir Reynir skáldlegur í bragði. Hann segir svo frá að göngur sínar hafi byrjað rólega. „Ég var lengi uppá Úlfarsfell fyrstu ferðina en svo fór ég inn í „52 fjöll“ Ferðafélags Íslands, gönguhópur sem gekk á eitt fjall á viku, og það má segja að þetta félag hafi lagt sitt af mörkum að bjarga lífi mínu og fyrir það hlýt ég að vera því ævinlega þakklátur. Og hef fengið tækifæri til að stýra gönguhópum sjálfur og það er eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef fengist við á lífsleiðinni.“Úlfarsfellið er heimavöllurinnReynir segir að gaman verði að fá Ragga á Úlfarsfell, með sitt dásamlega lag. „Þá mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri koma og gera samning við Ferðafélag Íslands um Úlfarsfell, tíu ára samning um umhirðuna og það að gera þessari náttúruparadís höfuðborgarbúa hátt undir höfði. Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur á svæðið og ætlar að koma fyrir öryggisbúnaði sem Ferðafélagið leggur til sem og víða um landið; öryggissíma.“Reynir var offitusjúklingur, stressaður blaðamaður og stórreykingamaður. Enginn hefði þá getað séð hann fyrir sér leiða hóp fjallgöngumanna -- í raun fráleit hugmynd. En, lífið á til óvæntar vendingar.vignir þrösturReynir hefur farið 1725 fjallgöngur síðan 2011. Hæst Mont Blanc og þá 4800 metrar. Síðan Hvannadalshnjúkur og fleiri tindar Íslands en Úlfarsfellið hefur verið hans heimavöllur. „Þangað fer maður alltaf hvort sem er í sorg eða gleði og alltaf kemur maður ánægður til baka. Ferðafélagið er 90 ára á þessu ári. Ég er að vinna fyrir það, leiði ferðir á Úlfarsfell alltaf á fimmtudögum.“Vill fá þúsund manns á fjalliðOg þúsundasta ganga Reynis er hluti hátíðarhalda vegna afmælisins. „Ferðafélagið er unglingur með sál öldungs. Þetta er sterkt félag, með skála um allt land en það eru þessi gömlu góðu gildi sem eru alltaf í öndvegi. Áhersla á að bjarga fólki frá sjálfu sér, standa fyrir útivist og spara heilbrigðiskerfinu ómælda peninga.“ Reynir segir að vonast sé til að ná þúsund manns með í för á fellið. En, það fer auðvitað eftir veðri og vindum hversu fúst fólk er til fararinnar. Þetta hefur tekið Reyni sex ár, að fara þúsund sinnum á Úlfarsfell. Nú er stefnt að því að gera það á einu síðdegi: „Þúsund ferðir, einn maður, þúsund manns.“ Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
„Fjallgangan bjargaði lífi mínu, ég er alveg klár á því. Ég var offitusjúklingur og í því vanþakkláta starfi að vera ritstjóri DV. Sem þýddi áreiti og lögsóknir mánaðarlega. Ég var reykingamaður. Ég var með þessa þrennu sem er ávísun á Gufuneskirkjugarð,“ segir Reynir Traustason blaðamaður og fjallgöngugarpur. Nú stendur mikið til. Reynir ætlar, 10. þessa mánaðar, að ganga þúsundasta skipti á Úlfarsfell. Ferðafélag Íslands ætlar að nota tækifærið og efna til mikillar hátíðar á fellinu. „Þarna verður lýðheilsuhátíð af besta tagi og við stefnum fjölmenni uppá fjallið,“ segir Reynir.Laglausasti kórstjóri landsinsStuðmenn munu troða upp, Bjartmar, Valdimar og sjálfur Raggi Bjarna sem væntanlega mun taka hið þekkta lag sitt Vorkvöld í Reykjavík með yfirsýn yfir Reykjavíkurborg og við blasir Esjan.Reynir þakkar Ferðafélagi Íslands líf sitt og nú starfar hann fyrir félagið sem fagnar 90 ára afmæli sínu um þessar mundir.Vignir Þröstur„Og kórinn minn. Já, ég er kórstjóri. Eini laglausi kórstjórinn á landinu, og kórinn minn verður þarna líka. Kór sem hefur orðið uppúr þessum gönguferðum. Við munum ætlast til þess, þegar Vorkvöld í Reykjavík fer að óma um fjallasalinn að þá taki allur herskarinn undir. Þúsund raddir sem ein,“ segir Reynir skáldlegur í bragði. Hann segir svo frá að göngur sínar hafi byrjað rólega. „Ég var lengi uppá Úlfarsfell fyrstu ferðina en svo fór ég inn í „52 fjöll“ Ferðafélags Íslands, gönguhópur sem gekk á eitt fjall á viku, og það má segja að þetta félag hafi lagt sitt af mörkum að bjarga lífi mínu og fyrir það hlýt ég að vera því ævinlega þakklátur. Og hef fengið tækifæri til að stýra gönguhópum sjálfur og það er eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef fengist við á lífsleiðinni.“Úlfarsfellið er heimavöllurinnReynir segir að gaman verði að fá Ragga á Úlfarsfell, með sitt dásamlega lag. „Þá mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri koma og gera samning við Ferðafélag Íslands um Úlfarsfell, tíu ára samning um umhirðuna og það að gera þessari náttúruparadís höfuðborgarbúa hátt undir höfði. Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur á svæðið og ætlar að koma fyrir öryggisbúnaði sem Ferðafélagið leggur til sem og víða um landið; öryggissíma.“Reynir var offitusjúklingur, stressaður blaðamaður og stórreykingamaður. Enginn hefði þá getað séð hann fyrir sér leiða hóp fjallgöngumanna -- í raun fráleit hugmynd. En, lífið á til óvæntar vendingar.vignir þrösturReynir hefur farið 1725 fjallgöngur síðan 2011. Hæst Mont Blanc og þá 4800 metrar. Síðan Hvannadalshnjúkur og fleiri tindar Íslands en Úlfarsfellið hefur verið hans heimavöllur. „Þangað fer maður alltaf hvort sem er í sorg eða gleði og alltaf kemur maður ánægður til baka. Ferðafélagið er 90 ára á þessu ári. Ég er að vinna fyrir það, leiði ferðir á Úlfarsfell alltaf á fimmtudögum.“Vill fá þúsund manns á fjalliðOg þúsundasta ganga Reynis er hluti hátíðarhalda vegna afmælisins. „Ferðafélagið er unglingur með sál öldungs. Þetta er sterkt félag, með skála um allt land en það eru þessi gömlu góðu gildi sem eru alltaf í öndvegi. Áhersla á að bjarga fólki frá sjálfu sér, standa fyrir útivist og spara heilbrigðiskerfinu ómælda peninga.“ Reynir segir að vonast sé til að ná þúsund manns með í för á fellið. En, það fer auðvitað eftir veðri og vindum hversu fúst fólk er til fararinnar. Þetta hefur tekið Reyni sex ár, að fara þúsund sinnum á Úlfarsfell. Nú er stefnt að því að gera það á einu síðdegi: „Þúsund ferðir, einn maður, þúsund manns.“
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent