Amman sem fær ekki að hitta barnabörn sín Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2017 13:20 Vigdís: "Vinkona mín varð að læðast á sunnudaginn var til að sjá barnabarnið sitt fermt. Þarna sat hún í kirkjunni og grét. Það var ömmugrátur, og hverjum er ekki sama um hann?“ gettys Vigdís Grímsdóttir rithöfundur segir harmræna sögu á Facebook af vinkonu sinni sem er amma sem ekki fær að hitta barnabörn sín. Vigdís rekur það hvernig ónefnd vinkona hennar, sem einstæð móðir, hafi gert allt sem í hennar valdi stóð, fyrir syni sína tvo. Sem seinna, þegar þeir voru orðnir feður, meina henni nú að hitta barnabörn sín.Má ekki vera amma barnabarna sinnaFrásögn Vigdísar er á þessa leið: „Vinkona mín á tvo syni sem telja sig góða borgara; allt lífið reyndi hún að gera allt það besta sem hún gat fyrir þá. En sjálfsagt gat hún, einstæð móðir, pabbinn löngu horfinn og hafði engan áhuga á drengjunum, ekki gefið þeim nógu mikið. Við sem þekkjum viðkomandi konu vitum ekki hvað leiddi til þess að synir hennar ákváðu að hún mætti ekki vera amma barnabarnanna sinna. Við vitum ekki hvað leiddi til þess að þeir tálmuðu henni umgengni við þau. En við vitum að hún var og er sjálfstæð kona! Vinkonu minni var ekki boðið í hús sona sinna, ekki í veislur þeirra, ekki í afmæli barna þeirra, ekki um jól, páska, aldrei. Hún var útskúfuð, hún var ekki til, hún átti engan rétt. Samt var hún forsenda lífsins sem synir hennar höfnuðu,“ segir Vigdís. Og hún heldur áfram:Ömmugrátur í kirkjunni „Vinkona mín varð að læðast á sunnudaginn var til að sjá barnabarnið sitt fermt. Þarna sat hún í kirkjunni og grét. Það var ömmugrátur, og hverjum er ekki sama um hann?Vigdís segir harmræna sögu af ömmu sem meinað er að hitta barnabörn sín. Og laumaðist í kirkju til að fylgjast með því þegar eitt þeirra var fermt.visir/pjeturEr einhversstaðar einhver löggjöf sem tekur á tálmun einsog þessari? Eða flokkast þetta kannski ekki undir tálmun? Hversu mörg ár eiga þeir synir skilið að sitja inni sem tálma sinni eigin móður hamingju og gleði með barnabörnunum sínum?“ Svo mörg voru þau orð. Færsla Vigdísar hefur vakið verulega athygli og hafa menn á Fb-vegg hennar velt því upp hvort ekki vanti eitthvað inní frásögnina, að amman hljóti að hafa gert eitthvað af sér eða unnið sér eitthvað til óyndis? En, Vigdís ítrekar að amman hafi engar skýringar fengið á því hvers vegna henni er meinað að hitta barnabörn sín. Og Vigdís spyr hvort amman eigi engan rétt?Ekkert við þessu að geraVísir bar þetta dæmi undir Helgu Völu Helgadóttur lögmann en hún hefur fengist talsvert við forsjármál í störfum sínum. Hún vitnar í lög um umgengni við aðra: „Ef annað foreldra barns er látið eða bæði, foreldri er ókleift að rækja umgengnisskyldur sínar við barn eða foreldri nýtur verulega takmarkaðrar umgegni á barnið rétt á umgengni við nána vandamenn þess foreldris eða aðra nákomna barni, enda verði það talið til hagsbóta fyrir barnið.“ Helga Vala segist ekki þekkja þetta tiltekna dæmi nógu vel og henni finnst, eins og svo mörgum, sem eitthvað vanti í frásögnina. „En, þetta er sem sagt ef foreldri er látið eða til dæmis í fangelsi eða útlöndum. En, ef foreldri hins vegar vill ekki leyfa umgengni, þá er ekkert við þessu að gera.“ Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Vigdís Grímsdóttir rithöfundur segir harmræna sögu á Facebook af vinkonu sinni sem er amma sem ekki fær að hitta barnabörn sín. Vigdís rekur það hvernig ónefnd vinkona hennar, sem einstæð móðir, hafi gert allt sem í hennar valdi stóð, fyrir syni sína tvo. Sem seinna, þegar þeir voru orðnir feður, meina henni nú að hitta barnabörn sín.Má ekki vera amma barnabarna sinnaFrásögn Vigdísar er á þessa leið: „Vinkona mín á tvo syni sem telja sig góða borgara; allt lífið reyndi hún að gera allt það besta sem hún gat fyrir þá. En sjálfsagt gat hún, einstæð móðir, pabbinn löngu horfinn og hafði engan áhuga á drengjunum, ekki gefið þeim nógu mikið. Við sem þekkjum viðkomandi konu vitum ekki hvað leiddi til þess að synir hennar ákváðu að hún mætti ekki vera amma barnabarnanna sinna. Við vitum ekki hvað leiddi til þess að þeir tálmuðu henni umgengni við þau. En við vitum að hún var og er sjálfstæð kona! Vinkonu minni var ekki boðið í hús sona sinna, ekki í veislur þeirra, ekki í afmæli barna þeirra, ekki um jól, páska, aldrei. Hún var útskúfuð, hún var ekki til, hún átti engan rétt. Samt var hún forsenda lífsins sem synir hennar höfnuðu,“ segir Vigdís. Og hún heldur áfram:Ömmugrátur í kirkjunni „Vinkona mín varð að læðast á sunnudaginn var til að sjá barnabarnið sitt fermt. Þarna sat hún í kirkjunni og grét. Það var ömmugrátur, og hverjum er ekki sama um hann?Vigdís segir harmræna sögu af ömmu sem meinað er að hitta barnabörn sín. Og laumaðist í kirkju til að fylgjast með því þegar eitt þeirra var fermt.visir/pjeturEr einhversstaðar einhver löggjöf sem tekur á tálmun einsog þessari? Eða flokkast þetta kannski ekki undir tálmun? Hversu mörg ár eiga þeir synir skilið að sitja inni sem tálma sinni eigin móður hamingju og gleði með barnabörnunum sínum?“ Svo mörg voru þau orð. Færsla Vigdísar hefur vakið verulega athygli og hafa menn á Fb-vegg hennar velt því upp hvort ekki vanti eitthvað inní frásögnina, að amman hljóti að hafa gert eitthvað af sér eða unnið sér eitthvað til óyndis? En, Vigdís ítrekar að amman hafi engar skýringar fengið á því hvers vegna henni er meinað að hitta barnabörn sín. Og Vigdís spyr hvort amman eigi engan rétt?Ekkert við þessu að geraVísir bar þetta dæmi undir Helgu Völu Helgadóttur lögmann en hún hefur fengist talsvert við forsjármál í störfum sínum. Hún vitnar í lög um umgengni við aðra: „Ef annað foreldra barns er látið eða bæði, foreldri er ókleift að rækja umgengnisskyldur sínar við barn eða foreldri nýtur verulega takmarkaðrar umgegni á barnið rétt á umgengni við nána vandamenn þess foreldris eða aðra nákomna barni, enda verði það talið til hagsbóta fyrir barnið.“ Helga Vala segist ekki þekkja þetta tiltekna dæmi nógu vel og henni finnst, eins og svo mörgum, sem eitthvað vanti í frásögnina. „En, þetta er sem sagt ef foreldri er látið eða til dæmis í fangelsi eða útlöndum. En, ef foreldri hins vegar vill ekki leyfa umgengni, þá er ekkert við þessu að gera.“
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent