Styttri vinnuvika talin hafa jákvæð áhrif Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. maí 2017 17:37 Niðurstöður úr tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar benda til jákvæða áhrifa. vísir/gva Stytting vinnuvikunnar bendir til jákvæðra áhrifa þó hún birtist með misjöfnum hætti eftir vinnustöðum, samkvæmt niðurstöðum úr tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku. Starfsánægja jókst á öllum þeim vinnustöðum sem tóku þátt í verkefninu. „Heilt yfir erum við mjög ánægð að sjá þessar niðurstöður sem styðja við þær tölur sem við sáum eftir fyrsta árið. Okkar bíður nú það verkefni að rýna betur í áhrifin en ekki var hægt að taka út gögn um veikindafjarvistir og yfirvinnu en það horfir til betri vegar,” segir Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um styttingu vinnuvikunnar, í tilkynningu. Um þrjú hundruð manns hafa tekið í verkefninu frá síðasta hausti. Þeir vinnustaðir sem tóku þátt í því voru Barnavernd Reykjavíkur, Þjónustumiðstöð Árbæjar, hverfis-- og verkbækistöðvar á umhverfis- og skipulagssviði, heimaþjónusta og heimahjúkrun í efri byggð, leikskólinn Hof og Laugardalslaug. Verkefninu verður framhaldið til 1. nóvember næstkomandi á öllum starfsstöðunum nema Laugardalslaug, en þar þarf að kanna útfærslu og vinnufyrirkomulag betur áður en áfram verðir haldið þar. „Hjá Barnavernd og á þjónustumiðstöðinni í Árbæ, sem fyrst tóku þátt í verkefninu, dró úr fjarvistum og skammtímaveikindum fyrsta árið og verður fróðlegt að sjá þróunina þar eins og í nýju starfsstöðunum sem hófu þátttöku í verkefninu síðasta haust. Meginmarkmiðið er að stuðla að fjölskylduvænum vinnumarkaði með styttri heildarvinnutíma,” segir Magnús. Í tilkynningu frá borginni segir að þegar á heildina sé litið séu áhrif styttingarinnar jákvæðari en fólk vænti í upphafi, nema í Laugardalslaug. Styttingin hafi haft jákvæð áhrif á andlegt og líkamlegt álag auk þess sem starfsánægja jókst á öllum starfsstöðum. Þó sé talið nauðsynlegt að kanna áhrif verkefnisins betur yfir lengri tíma. Stýrihópurinn leggur því til að tilraunatímabilið fyrir alla starfsstaðina fyrir utan Laugardalslaug verði framlengt. Í millitíðinni verði frekari gagna aflað, samstarf við starfshóp ríkisins um styttingu vinnuviku verði eflt sem og við háskólasamfélagið um áhrif styttingar vinnuvikunnar. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar bendir til jákvæðra áhrifa þó hún birtist með misjöfnum hætti eftir vinnustöðum, samkvæmt niðurstöðum úr tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttri vinnuviku. Starfsánægja jókst á öllum þeim vinnustöðum sem tóku þátt í verkefninu. „Heilt yfir erum við mjög ánægð að sjá þessar niðurstöður sem styðja við þær tölur sem við sáum eftir fyrsta árið. Okkar bíður nú það verkefni að rýna betur í áhrifin en ekki var hægt að taka út gögn um veikindafjarvistir og yfirvinnu en það horfir til betri vegar,” segir Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um styttingu vinnuvikunnar, í tilkynningu. Um þrjú hundruð manns hafa tekið í verkefninu frá síðasta hausti. Þeir vinnustaðir sem tóku þátt í því voru Barnavernd Reykjavíkur, Þjónustumiðstöð Árbæjar, hverfis-- og verkbækistöðvar á umhverfis- og skipulagssviði, heimaþjónusta og heimahjúkrun í efri byggð, leikskólinn Hof og Laugardalslaug. Verkefninu verður framhaldið til 1. nóvember næstkomandi á öllum starfsstöðunum nema Laugardalslaug, en þar þarf að kanna útfærslu og vinnufyrirkomulag betur áður en áfram verðir haldið þar. „Hjá Barnavernd og á þjónustumiðstöðinni í Árbæ, sem fyrst tóku þátt í verkefninu, dró úr fjarvistum og skammtímaveikindum fyrsta árið og verður fróðlegt að sjá þróunina þar eins og í nýju starfsstöðunum sem hófu þátttöku í verkefninu síðasta haust. Meginmarkmiðið er að stuðla að fjölskylduvænum vinnumarkaði með styttri heildarvinnutíma,” segir Magnús. Í tilkynningu frá borginni segir að þegar á heildina sé litið séu áhrif styttingarinnar jákvæðari en fólk vænti í upphafi, nema í Laugardalslaug. Styttingin hafi haft jákvæð áhrif á andlegt og líkamlegt álag auk þess sem starfsánægja jókst á öllum starfsstöðum. Þó sé talið nauðsynlegt að kanna áhrif verkefnisins betur yfir lengri tíma. Stýrihópurinn leggur því til að tilraunatímabilið fyrir alla starfsstaðina fyrir utan Laugardalslaug verði framlengt. Í millitíðinni verði frekari gagna aflað, samstarf við starfshóp ríkisins um styttingu vinnuviku verði eflt sem og við háskólasamfélagið um áhrif styttingar vinnuvikunnar.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira