Stofnun nýs Menntaskóla í tónlist fagnað Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. febrúar 2017 09:00 Það er aldrei að vita nema að öflugu tónlistarfólki fjölgi töluvert hér á landi við stofnun MÍT. „Það eru tveir eldri tónlistarskólar sem koma saman að stofnun þessa nýja Menntaskóla í tónlist, MÍT – annarsvegar Tónlistarskólinn í Reykjavík og hinsvegar Tónlistarskóli FÍH. Við stöndum saman að þessum tónleikum á sunnudaginn sem okkar fyrstu aðgerð til að kynna þennan nýja skóla sem hefur formlega starfssemi næsta haust. Við munum bjóða upp á fjölbreytt úrval af ólíkri tónlist enda koma skólarnir svolítið sitt úr hvorri áttinni. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur verið um áratugaskeið eitt helsta vígi klassískrar tónlistarmenntunar á Íslandi og hefur menntað mjög stóran part af klassískum tónlistarmönnum þjóðarinnar mjög lengi og tónmenntakennurum og svo framvegis – á meðan FÍH hefur lagt áherslu á það sem við köllum rytmíska tónlist; sem er jazz og popp og ýmislegt annað. Prógrammið á sunnudaginn verður stutt, þetta verða svona klukkutíma langir tónleikar, snarpir og ekki með mjög mörgum atriðum en fjölbreyttum og úr ólíkum tónlistarstefnum. Þetta gefur forsmekk af því hvernig það verður þegar þessar tvær stofnanir leggja saman krafta sína,“ segir Sigurður Flosason, aðstoðarskólastjóri og yfirmaður jazzdeildar Tónlistarskóla FÍH sem undirbýr um þessar mundir bæði stofnun nýs Menntaskóla í tónlist sem og veglega kynningartónleika fyrir þessi stóru tímamót í tónlistarlífi okkar Íslendinga. „Þetta er nýr hlutur sem verður boðið upp á og það er stúdentspróf í tónlist. Nú hafa áður verið til tónlistarbrautir í menntaskólum í lengri og skemmri tíma – þær hafa komið og farið. Þetta snýr í raun og veru öfugt núna; það sem verður í boði núna er stúdentspróf þar sem tónlistin er algjörlega í forgrunni. Það er miklu stærri hluti af tónlist og minni hlutur af akademískum bóklegum fögum. Nemendurnir eru í rauninni nemendur okkar sem sækja samt vissa tíma í menntaskóla frekar heldur en öfugt eins og var og er sjálfsagt ennþá á tónlistarbrautunum þar sem nemandinn er í menntaskóla en fær metna einhverja áfanga úr tónlistarskóla. Þetta snýr hinsegin hjá okkur núna og þetta eru okkar nemendur og þeir fá metna áfanga úr menntaskóla. Við höfum samið við Menntaskólann við Hamrahlíð um að sjá um þá kennslu fyrir okkur. Þannig að þetta er gríðarlega spennandi tækifæri fyrir unga metnaðarfulla íslendinga sem sjá fram á líf í tónlist. Þeir sem eru að koma upp úr grunnskóla og í framhaldsskóla eiga kosta á að sækja um svona nám, það verður inntökupróf og síðan valið úr innsækjendum endanlega. Það verða tvær brautir í boði, annars vegar stúdentsprófsbraut og hinsvegar almenn braut sem er kannski líkari því sem er í þessum skólum í dag, fyrir þá nemendur sem stefna á framhaldsnám í tónlist. Þannig að það verður fleiri en einn möguleiki í boði. Það sem er nýjast í rauninni er þessi stúdentsnámsbraut. Skólarnir munu fyrst um sinn starfa í því húsnæði þar sem þeir eru, þeir eru á sitthvorum staðnum. FÍH er í Rauðagerði og Tónlistarskólinn í Reykjavík er í Skipholti. En framtíðarplön eru að komast í sameiginlegt og sérhannað húsnæði fyrir þetta – hvort sem það væri nýbygging eða eldra húsnæði lagað að þessum þörfum. Það eru auðvitað einhverjir galdrar sem geta byrjað strax en maður sér þetta auðvitað springa út ennþá meira ef þetta kæmi á sama stað og þá eru gríðarlegir möguleikar fyrir hendi.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 14 á sunnudaginn í Kaldalóni, Hörpu og eru þeir ókeypis og öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
„Það eru tveir eldri tónlistarskólar sem koma saman að stofnun þessa nýja Menntaskóla í tónlist, MÍT – annarsvegar Tónlistarskólinn í Reykjavík og hinsvegar Tónlistarskóli FÍH. Við stöndum saman að þessum tónleikum á sunnudaginn sem okkar fyrstu aðgerð til að kynna þennan nýja skóla sem hefur formlega starfssemi næsta haust. Við munum bjóða upp á fjölbreytt úrval af ólíkri tónlist enda koma skólarnir svolítið sitt úr hvorri áttinni. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur verið um áratugaskeið eitt helsta vígi klassískrar tónlistarmenntunar á Íslandi og hefur menntað mjög stóran part af klassískum tónlistarmönnum þjóðarinnar mjög lengi og tónmenntakennurum og svo framvegis – á meðan FÍH hefur lagt áherslu á það sem við köllum rytmíska tónlist; sem er jazz og popp og ýmislegt annað. Prógrammið á sunnudaginn verður stutt, þetta verða svona klukkutíma langir tónleikar, snarpir og ekki með mjög mörgum atriðum en fjölbreyttum og úr ólíkum tónlistarstefnum. Þetta gefur forsmekk af því hvernig það verður þegar þessar tvær stofnanir leggja saman krafta sína,“ segir Sigurður Flosason, aðstoðarskólastjóri og yfirmaður jazzdeildar Tónlistarskóla FÍH sem undirbýr um þessar mundir bæði stofnun nýs Menntaskóla í tónlist sem og veglega kynningartónleika fyrir þessi stóru tímamót í tónlistarlífi okkar Íslendinga. „Þetta er nýr hlutur sem verður boðið upp á og það er stúdentspróf í tónlist. Nú hafa áður verið til tónlistarbrautir í menntaskólum í lengri og skemmri tíma – þær hafa komið og farið. Þetta snýr í raun og veru öfugt núna; það sem verður í boði núna er stúdentspróf þar sem tónlistin er algjörlega í forgrunni. Það er miklu stærri hluti af tónlist og minni hlutur af akademískum bóklegum fögum. Nemendurnir eru í rauninni nemendur okkar sem sækja samt vissa tíma í menntaskóla frekar heldur en öfugt eins og var og er sjálfsagt ennþá á tónlistarbrautunum þar sem nemandinn er í menntaskóla en fær metna einhverja áfanga úr tónlistarskóla. Þetta snýr hinsegin hjá okkur núna og þetta eru okkar nemendur og þeir fá metna áfanga úr menntaskóla. Við höfum samið við Menntaskólann við Hamrahlíð um að sjá um þá kennslu fyrir okkur. Þannig að þetta er gríðarlega spennandi tækifæri fyrir unga metnaðarfulla íslendinga sem sjá fram á líf í tónlist. Þeir sem eru að koma upp úr grunnskóla og í framhaldsskóla eiga kosta á að sækja um svona nám, það verður inntökupróf og síðan valið úr innsækjendum endanlega. Það verða tvær brautir í boði, annars vegar stúdentsprófsbraut og hinsvegar almenn braut sem er kannski líkari því sem er í þessum skólum í dag, fyrir þá nemendur sem stefna á framhaldsnám í tónlist. Þannig að það verður fleiri en einn möguleiki í boði. Það sem er nýjast í rauninni er þessi stúdentsnámsbraut. Skólarnir munu fyrst um sinn starfa í því húsnæði þar sem þeir eru, þeir eru á sitthvorum staðnum. FÍH er í Rauðagerði og Tónlistarskólinn í Reykjavík er í Skipholti. En framtíðarplön eru að komast í sameiginlegt og sérhannað húsnæði fyrir þetta – hvort sem það væri nýbygging eða eldra húsnæði lagað að þessum þörfum. Það eru auðvitað einhverjir galdrar sem geta byrjað strax en maður sér þetta auðvitað springa út ennþá meira ef þetta kæmi á sama stað og þá eru gríðarlegir möguleikar fyrir hendi.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 14 á sunnudaginn í Kaldalóni, Hörpu og eru þeir ókeypis og öllum opnir á meðan húsrúm leyfir.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira