Þjórfé er sannarlega skattskylt Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2017 15:04 Launafólki ber að telja þjórfé fram í skattaskýrslum sínum, að sögn Skúla Eggerts ríkisskattstjóra. Að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra ber að telja þjórfé fram. Um skattskyldar tekjur er fjallað í 7. og 8. grein laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. „Almennt má segja að til skattskyldra tekna teljist hvers konar gæði, arður, laun og hagnaður sem skattaðila hlotnast og metin verða til peningaverðs og skiptir ekki máli hvaðan þær stafa eða í hvaða formi þær eru. Þjórfé sem launamanni er gefið af viðskiptavinum teljast til skattskyldra tekna sem gjöf samkvæmt 4. töluliðs A-liðar 7. greinar laganna. Ber launamanni að gera grein fyrir þessum tekjum í skattframtali sínu.“Reiðir þeim sem vara ferðamenn við að gefa þjórfé Skúli Eggert segir þetta tiltölulega nýlega til komið, að skattayfirvöld þurfi að líta til þessa með auknum straumi ferðamanna. Ekki er hægt að segja til um hvort þetta er að skila sér í ríkissjóð, vegna þess sem áður sagði, að þetta er ekki skýrt í framtali og fer inn, eða á að fara inn, sem gjöf. Og þar getur því verið um fleira að ræða en þjórfé. Reglulega sprettur upp fjörleg umræða um tips, eða þjórfé, í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Þar stingur á stundum niður penna einhver sá sem starfar við ferðaþjónustu og er ævareiður vegna þess að einhver hafi varað ferðamenn við því að gefa tips; þjórfé hafi ekki tíðkast hér og sé reiknað inn í laun starfsmanna. En af skrifunum má helst ráða að ýmsir reiði sig á þjórfé. Mjög skiptar skoðanir eru um þetta en flestir eru á því, á þeim vettvangi, að þeim sem starfi við ferðaþjónustu sé ekki of gott að fá þjórfé. En, svo eru aðrir sem hreinlega vara við því eins og fram kom í frétt Vísis fyrir um ári en þar greinir frá því að Friðrik Pálsson, hótelstjóri Hótels Rangár sé hreinlega á móti því: „Það fer mjög í taugarnar á mér að við séum að innleiða einhverskonar þjórfjármenningu hér á landi. Ég er algjörlega á móti þjórfé,“ sagði Friðrik.Engin hefð fyrir þjórfé á Íslandi Skúli Eggert segir það rétt, að ekki sé hefð fyrir þjórfé á Íslandi. Og ef Íslendingar fari út að borða á Norðurlöndum, þá detti honum ekki í hug að gefa þjórfé meðan ekki er um annað að ræða á Bretlandi, í Bandaríkjunum að ekki sé talað um í sunnanverðri Evrópu. Hins vegar virðist afstaðan nú tvíbent. Og ekki hægt að segja til um hvort Íslendingar eru duglegir að telja slíkar tekjur fram eða hvort þeir hafi mikinn áhuga á því að vita hvort svo beri að gera. En, það er yfir vafa hafið, hvort sem menn eru launamenn eða í sjálfstæðum rekstri. „Láti viðskiptavinur þjórfé af hendi rakna með því að hækka kortagreiðslu vegna kaupa á vörum eða þjónustu ber rekstraraðila að færa það sem umfram er hans sölufjárhæð til skuldar við launamenn sína - sem hann síðan útdeilir eftir þeim reglum sem hver og einn hefur um það. Þannig blandast þjórfé í raun ekkert inn í reksturinn að öðru leyti en því að launagreiðanda ber að veita upplýsingar um þessar greiðslur í árlegum gagnaskilum í janúar,“ segir Skúli Eggert ríkisskattstjóri. Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra ber að telja þjórfé fram. Um skattskyldar tekjur er fjallað í 7. og 8. grein laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. „Almennt má segja að til skattskyldra tekna teljist hvers konar gæði, arður, laun og hagnaður sem skattaðila hlotnast og metin verða til peningaverðs og skiptir ekki máli hvaðan þær stafa eða í hvaða formi þær eru. Þjórfé sem launamanni er gefið af viðskiptavinum teljast til skattskyldra tekna sem gjöf samkvæmt 4. töluliðs A-liðar 7. greinar laganna. Ber launamanni að gera grein fyrir þessum tekjum í skattframtali sínu.“Reiðir þeim sem vara ferðamenn við að gefa þjórfé Skúli Eggert segir þetta tiltölulega nýlega til komið, að skattayfirvöld þurfi að líta til þessa með auknum straumi ferðamanna. Ekki er hægt að segja til um hvort þetta er að skila sér í ríkissjóð, vegna þess sem áður sagði, að þetta er ekki skýrt í framtali og fer inn, eða á að fara inn, sem gjöf. Og þar getur því verið um fleira að ræða en þjórfé. Reglulega sprettur upp fjörleg umræða um tips, eða þjórfé, í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Þar stingur á stundum niður penna einhver sá sem starfar við ferðaþjónustu og er ævareiður vegna þess að einhver hafi varað ferðamenn við því að gefa tips; þjórfé hafi ekki tíðkast hér og sé reiknað inn í laun starfsmanna. En af skrifunum má helst ráða að ýmsir reiði sig á þjórfé. Mjög skiptar skoðanir eru um þetta en flestir eru á því, á þeim vettvangi, að þeim sem starfi við ferðaþjónustu sé ekki of gott að fá þjórfé. En, svo eru aðrir sem hreinlega vara við því eins og fram kom í frétt Vísis fyrir um ári en þar greinir frá því að Friðrik Pálsson, hótelstjóri Hótels Rangár sé hreinlega á móti því: „Það fer mjög í taugarnar á mér að við séum að innleiða einhverskonar þjórfjármenningu hér á landi. Ég er algjörlega á móti þjórfé,“ sagði Friðrik.Engin hefð fyrir þjórfé á Íslandi Skúli Eggert segir það rétt, að ekki sé hefð fyrir þjórfé á Íslandi. Og ef Íslendingar fari út að borða á Norðurlöndum, þá detti honum ekki í hug að gefa þjórfé meðan ekki er um annað að ræða á Bretlandi, í Bandaríkjunum að ekki sé talað um í sunnanverðri Evrópu. Hins vegar virðist afstaðan nú tvíbent. Og ekki hægt að segja til um hvort Íslendingar eru duglegir að telja slíkar tekjur fram eða hvort þeir hafi mikinn áhuga á því að vita hvort svo beri að gera. En, það er yfir vafa hafið, hvort sem menn eru launamenn eða í sjálfstæðum rekstri. „Láti viðskiptavinur þjórfé af hendi rakna með því að hækka kortagreiðslu vegna kaupa á vörum eða þjónustu ber rekstraraðila að færa það sem umfram er hans sölufjárhæð til skuldar við launamenn sína - sem hann síðan útdeilir eftir þeim reglum sem hver og einn hefur um það. Þannig blandast þjórfé í raun ekkert inn í reksturinn að öðru leyti en því að launagreiðanda ber að veita upplýsingar um þessar greiðslur í árlegum gagnaskilum í janúar,“ segir Skúli Eggert ríkisskattstjóri.
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira