Hittast mánaðarlega og helga sig hinsegin bókmenntum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 10:30 Vísir/Getty Samtökin 78 hafa komið á fót Hinsegin bókmenntaklúbbi þar sem rædd eru bókmenntaverk sem snerta á hinsegin tilveru. Klúbburinn hittist síðasta sunnudag hvers mánaðar í húsnæði Samtakanna, Suðurgötu 3 í Reykjavík, og ræðir eitt eða fleiri fyrirfram ákveðin bókmenntaverk. Verkin eiga það öll sameiginleg að snerta á einhvern hátt á tilveru hinsegin fólks. Næsti fundur verður haldinn sunnudaginn 27. ágúst en þá verður Tappi á himnum, ljóðabók Evu Rúnar Snorradóttur, tekin fyrir.Guðjón Ragnar Jónasson er einn stofnenda Hinsegin bókmenntaklúbbsins.Guðjón Ragnar JónassonÞá eru Dyrnar þröngu eftir Kristínu Ómarsdóttur, Hún er pabbi minn eftir Önnu Margréti Grétarsdóttur og Tvítólaveizlan eftir Ófeig Sigurðsson einnig á dagskrá auk fleiri verka. „Mikið líf er í hinsegin bókmenntaklúbbnum, bekkir Samtakanna 78 eru þéttsetnir. Við vonumst til að sem flestir mæti, andans jöfrar mæta þarna og ræða málin,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson, einn stofnenda bókaklúbbsins, í samtali við Vísi. Hann hleypti klúbbnum af stokkunum ásamt Maríu Helgu Guðmundsdóttur, formanni Samtakanna 78, og Ásu Kristínu Benediktsdóttur bókmenntafræðingi. „Endilega takið þátt í vetrarstarfinu, næsti viðburður er þann 27. ágúst.“ Forsvarsmenn klúbbsins ítreka enn fremur að öll séu velkomin að bætast í hópinn. Þá er formleg reynsla af bókmenntalestri með öllu óþörf.Hér má nálgast næsta viðburð Hinsegin bókmenntaklúbbsins. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Samtökin 78 hafa komið á fót Hinsegin bókmenntaklúbbi þar sem rædd eru bókmenntaverk sem snerta á hinsegin tilveru. Klúbburinn hittist síðasta sunnudag hvers mánaðar í húsnæði Samtakanna, Suðurgötu 3 í Reykjavík, og ræðir eitt eða fleiri fyrirfram ákveðin bókmenntaverk. Verkin eiga það öll sameiginleg að snerta á einhvern hátt á tilveru hinsegin fólks. Næsti fundur verður haldinn sunnudaginn 27. ágúst en þá verður Tappi á himnum, ljóðabók Evu Rúnar Snorradóttur, tekin fyrir.Guðjón Ragnar Jónasson er einn stofnenda Hinsegin bókmenntaklúbbsins.Guðjón Ragnar JónassonÞá eru Dyrnar þröngu eftir Kristínu Ómarsdóttur, Hún er pabbi minn eftir Önnu Margréti Grétarsdóttur og Tvítólaveizlan eftir Ófeig Sigurðsson einnig á dagskrá auk fleiri verka. „Mikið líf er í hinsegin bókmenntaklúbbnum, bekkir Samtakanna 78 eru þéttsetnir. Við vonumst til að sem flestir mæti, andans jöfrar mæta þarna og ræða málin,“ segir Guðjón Ragnar Jónasson, einn stofnenda bókaklúbbsins, í samtali við Vísi. Hann hleypti klúbbnum af stokkunum ásamt Maríu Helgu Guðmundsdóttur, formanni Samtakanna 78, og Ásu Kristínu Benediktsdóttur bókmenntafræðingi. „Endilega takið þátt í vetrarstarfinu, næsti viðburður er þann 27. ágúst.“ Forsvarsmenn klúbbsins ítreka enn fremur að öll séu velkomin að bætast í hópinn. Þá er formleg reynsla af bókmenntalestri með öllu óþörf.Hér má nálgast næsta viðburð Hinsegin bókmenntaklúbbsins.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira