„Eina líkamsræktin sem ég hef aldrei skrópað í“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 20:30 „Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt sport. Við munum flest eftir gleðinni sem fylgdi gamla góða brenniboltanum sem maður spilaði í frímínútum sem krakki. Þetta er svona svipað, bara svo miklu skemmtilegra,“ segir Sólveig Sigurðardóttir. Hún er í hópi kvenna sem hittist tvisvar í viku í Kórnum í Kópavogi og spilar brennibolta af miklum móð. „Brjáluð brennsla, hlátur og gleði í heila klukkustund tvisvar sinnum í viku. Ég held að þetta sé eina líkamsræktin sem að ég hef aldrei skrópað í. Ég held ég hafi ekki sleppt æfingu síðastliðin sjö ár nema að vera beinlínis með skipun frá lækni,“ bætir Sólveig við og hlær.Maður þarf húmor og dass af keppnisskapi Fullorðnar konur hafa hisst til að spila brennibolta, eða brennó, á Íslandi í nokkur ár og hefur sportið vaxið og dafnað. En hvað er svona merkilegt við brennó? „Fyrir utan það að vera skemmtilegasta sport í heimi þá þykir mér alveg óendanlega vænt um allar skemmtilegu vinkonurnar sem brenniboltinn hefur fært mér. Þegar ég hugsa um brennó þá er gleði fyrsta orðið sem poppar upp í kollinum á mér,“ segir Sólveig. Ekki stendur á svörunum þegar ég spyr hana hvað þarf til að spila brennó. „Húmor fyrir sjálfum sér og öðrum og kannski smá dass af keppnisskapi svona inn á milli. Annars virðast flestir finna sig á vellinum, hvort sem það er í því að grípa, kasta, hlaupa eða halda gleðinni inná vellinum.“ Oft er mikill hiti inni á vellinum og skotið fast.Mynd / Úr einkasafni Áhættusporti fylgja meiðsl Í brennibolta gilda stífar reglur sem kvennahópurinn fer eftir. Oft er mikill hiti í konum á vellinum og hefur það komið fyrir að sumar hverjar hafa verið bornar út af vellinum í lok æfingar. „Þessu áhættusporti fylgja meiðsl eins og í öllum öðrum íþróttum. Við erum alls ekki nógu duglegar að hita upp fyrir æfingar og þá verða stundum ansi klaufaleg meiðsl sem hefði svo auðveldlega hægt að koma í veg fyrir með smávegis upphitun. Ég held okkur vanti eitt stykki harðstjóra eða þjálfara í hópinn sem að skólar okkur stelpurnar örlítið til,“ segir Sólveig og auglýsir hér með eftir téðum harðstjóra. Allar konur 18 ára eldri geta komið og prófað brennóæfingu frítt í Kórnum á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Um þessar mundir er í gangi nýliðatilboð þar sem allar æfingar fram að jólafríi eru á þrjú þúsund krónur. Hér fagnar sigurliðið á síðasta brennómóti. Mikil gleði, svo vægt sé til orða tekið.Mynd / Úr einkasafni Öflugt félagslíf „Við tökum ofsalega vel á móti öllum og elskum að fá ný andlit í hópinn,“ segir Sólveig og bætir við að konurnar, brennóbomburnar eins og þær eru stundum kallaðar, séu duglegar að hittast utan vallar líka. „Við höldum reglulega spilakvöld og annars konar gleði saman, skipuleggjum hópefli til að þétta hópinn okkar enn frekar og ferðumst saman innanlands sem utan. Í fyrra var farin ferð til Barcelona, í ár var það New York og nú styttist í kosningu um vorferð hópsins 2018.“ Hægt er að forvitnast meira um þessa skemmtilegu íþrótt í Facebook-hópi brennókvennanna. Heilsa Tengdar fréttir Brennó ekki bara sport fyrir skólakrakka: „Þetta er alvöru“ Konur á öllum aldri hittast tvisvar sinnum í viku til að spila boltaíþróttina í Kórnum í Kópavogi. 17. nóvember 2015 19:52 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira
„Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt sport. Við munum flest eftir gleðinni sem fylgdi gamla góða brenniboltanum sem maður spilaði í frímínútum sem krakki. Þetta er svona svipað, bara svo miklu skemmtilegra,“ segir Sólveig Sigurðardóttir. Hún er í hópi kvenna sem hittist tvisvar í viku í Kórnum í Kópavogi og spilar brennibolta af miklum móð. „Brjáluð brennsla, hlátur og gleði í heila klukkustund tvisvar sinnum í viku. Ég held að þetta sé eina líkamsræktin sem að ég hef aldrei skrópað í. Ég held ég hafi ekki sleppt æfingu síðastliðin sjö ár nema að vera beinlínis með skipun frá lækni,“ bætir Sólveig við og hlær.Maður þarf húmor og dass af keppnisskapi Fullorðnar konur hafa hisst til að spila brennibolta, eða brennó, á Íslandi í nokkur ár og hefur sportið vaxið og dafnað. En hvað er svona merkilegt við brennó? „Fyrir utan það að vera skemmtilegasta sport í heimi þá þykir mér alveg óendanlega vænt um allar skemmtilegu vinkonurnar sem brenniboltinn hefur fært mér. Þegar ég hugsa um brennó þá er gleði fyrsta orðið sem poppar upp í kollinum á mér,“ segir Sólveig. Ekki stendur á svörunum þegar ég spyr hana hvað þarf til að spila brennó. „Húmor fyrir sjálfum sér og öðrum og kannski smá dass af keppnisskapi svona inn á milli. Annars virðast flestir finna sig á vellinum, hvort sem það er í því að grípa, kasta, hlaupa eða halda gleðinni inná vellinum.“ Oft er mikill hiti inni á vellinum og skotið fast.Mynd / Úr einkasafni Áhættusporti fylgja meiðsl Í brennibolta gilda stífar reglur sem kvennahópurinn fer eftir. Oft er mikill hiti í konum á vellinum og hefur það komið fyrir að sumar hverjar hafa verið bornar út af vellinum í lok æfingar. „Þessu áhættusporti fylgja meiðsl eins og í öllum öðrum íþróttum. Við erum alls ekki nógu duglegar að hita upp fyrir æfingar og þá verða stundum ansi klaufaleg meiðsl sem hefði svo auðveldlega hægt að koma í veg fyrir með smávegis upphitun. Ég held okkur vanti eitt stykki harðstjóra eða þjálfara í hópinn sem að skólar okkur stelpurnar örlítið til,“ segir Sólveig og auglýsir hér með eftir téðum harðstjóra. Allar konur 18 ára eldri geta komið og prófað brennóæfingu frítt í Kórnum á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Um þessar mundir er í gangi nýliðatilboð þar sem allar æfingar fram að jólafríi eru á þrjú þúsund krónur. Hér fagnar sigurliðið á síðasta brennómóti. Mikil gleði, svo vægt sé til orða tekið.Mynd / Úr einkasafni Öflugt félagslíf „Við tökum ofsalega vel á móti öllum og elskum að fá ný andlit í hópinn,“ segir Sólveig og bætir við að konurnar, brennóbomburnar eins og þær eru stundum kallaðar, séu duglegar að hittast utan vallar líka. „Við höldum reglulega spilakvöld og annars konar gleði saman, skipuleggjum hópefli til að þétta hópinn okkar enn frekar og ferðumst saman innanlands sem utan. Í fyrra var farin ferð til Barcelona, í ár var það New York og nú styttist í kosningu um vorferð hópsins 2018.“ Hægt er að forvitnast meira um þessa skemmtilegu íþrótt í Facebook-hópi brennókvennanna.
Heilsa Tengdar fréttir Brennó ekki bara sport fyrir skólakrakka: „Þetta er alvöru“ Konur á öllum aldri hittast tvisvar sinnum í viku til að spila boltaíþróttina í Kórnum í Kópavogi. 17. nóvember 2015 19:52 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira
Brennó ekki bara sport fyrir skólakrakka: „Þetta er alvöru“ Konur á öllum aldri hittast tvisvar sinnum í viku til að spila boltaíþróttina í Kórnum í Kópavogi. 17. nóvember 2015 19:52