Oftast var strikað yfir nafn Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, á atkvæðaseðlum í Suðvesturkjördæmi í þingkosningunum á laugardag, eða alls 483 sinnum. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 17.216 atkvæði í kjördæminu sem þýðir að 2,8 prósent kjósenda hans strikuðu Bjarna út.
Í Suðurkjördæmi strikuðu kjósendur oftast yfir nafn Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, eða alls 377 sinnum.
Kjósendur í Norðausturkjördæmi stirkuðu oftast yfir nafn Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstri grænna sem setið hefur lengst á þingi af þeim sem taka sæti þar nú, eða alls 258 sinnum.
Í Norðvesturkjördæmi var síðan oftast strikað yfir nafn Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins, eða alls 105 sinnum.
Ekki hafa fengist svör varðandi útstrikanir frá yfirkjörstjórnum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.
Hér fyrir neðan má hins vegar sjá lista yfir þá þrjá frambjóðendur í hverju landsbyggðarkjördæmi fyrir sig og Suðvesturkjördæmi sem oftast voru strikaðir út.
Suðvesturkjördæmi
1. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki – 483 sinnum
2. Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki – 169 sinnum
3. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn – 163 sinnum
Suðurkjördæmi
1. Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki – 377 sinnum
2. Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki – 156 sinnum
3. Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki – 88 sinnum
Norðausturkjördæmi
1. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum – 258 sinnum
2. Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki – 57 sinnum
3. Valgerður Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki – 31 sinni
Norðvesturkjördæmi
1. Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokki – 105 sinnum
2. Guðjón Brjánsson, Samfylkingunni – 48 sinnum
3. Bjarni Jónsson, Vinstri grænum – 40 sinnum
