Ný plata frá Björk í nóvember Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2017 14:15 Björk á tónleikum í Eldborg í fyrra. vísir/getty Ný plata frá tónlistarkonunni Björk er væntanleg í lok nóvember. Þetta tilkynnti Björk á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Platan heitir Utopia en tónlistina vinnur Björk með Arca, tónlistarmanni frá Venesúela sem vann jafnframt með Björk að seinustu plötu hennar, Vulnicura. Í Facebook-færslunni þakkar hún Arca innilega fyrir samstarfið og birtir mynd plötuumslagsins sem er hönnuð af Jesse Kanda með aðstoð frá Björk sjálfri, hönnuðinum James Merry og Hungry. Þakkar hún hönnuðunum kærlega fyrir samstarfið einnig. Fyrsta lagið af plötunni, The Gate, kom út í byrjun september í takmörkuðu upplagi. Í frétt á vefsíðu sinni sagði Björk að lagið væri ástarlag en fjallaði þó um ástina á einhvers konar yfirskilvitlegan hátt. „Vulnicura var um mjög persónulegan missi og ég held að nýja platan sé um ást sem er jafnvel ennþó stærri. Hún fjallar um að enduruppgötva ástina en á andlegan hátt, ef svo má að orði komast,“ sagði Björk og vísaði í Vulnicura sem fjallaði um skilnað hennar og listamannsins Matthew Barney. Tengdar fréttir Björk kom aðdáendum sínum á óvart á Instagram "Ég er mjög spennt fyrir því að geta tilkynnt ykkur að nýja platan mín er á leiðinni mjög fljótlega,“ segir söngkonan Björk Guðmundsdóttir, í tilkynningu á Instagram. 2. ágúst 2017 15:15 Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00 Fyrsta lagið af nýrri plötu Bjarkar gefið út í takmörkuðu upplagi Lagið, sem heitir The Gate, kemur út þann 22. september og verður aðeins gefið út á 12 tommu vínylplötu. 5. september 2017 15:45 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Ný plata frá tónlistarkonunni Björk er væntanleg í lok nóvember. Þetta tilkynnti Björk á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Platan heitir Utopia en tónlistina vinnur Björk með Arca, tónlistarmanni frá Venesúela sem vann jafnframt með Björk að seinustu plötu hennar, Vulnicura. Í Facebook-færslunni þakkar hún Arca innilega fyrir samstarfið og birtir mynd plötuumslagsins sem er hönnuð af Jesse Kanda með aðstoð frá Björk sjálfri, hönnuðinum James Merry og Hungry. Þakkar hún hönnuðunum kærlega fyrir samstarfið einnig. Fyrsta lagið af plötunni, The Gate, kom út í byrjun september í takmörkuðu upplagi. Í frétt á vefsíðu sinni sagði Björk að lagið væri ástarlag en fjallaði þó um ástina á einhvers konar yfirskilvitlegan hátt. „Vulnicura var um mjög persónulegan missi og ég held að nýja platan sé um ást sem er jafnvel ennþó stærri. Hún fjallar um að enduruppgötva ástina en á andlegan hátt, ef svo má að orði komast,“ sagði Björk og vísaði í Vulnicura sem fjallaði um skilnað hennar og listamannsins Matthew Barney.
Tengdar fréttir Björk kom aðdáendum sínum á óvart á Instagram "Ég er mjög spennt fyrir því að geta tilkynnt ykkur að nýja platan mín er á leiðinni mjög fljótlega,“ segir söngkonan Björk Guðmundsdóttir, í tilkynningu á Instagram. 2. ágúst 2017 15:15 Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00 Fyrsta lagið af nýrri plötu Bjarkar gefið út í takmörkuðu upplagi Lagið, sem heitir The Gate, kemur út þann 22. september og verður aðeins gefið út á 12 tommu vínylplötu. 5. september 2017 15:45 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Björk kom aðdáendum sínum á óvart á Instagram "Ég er mjög spennt fyrir því að geta tilkynnt ykkur að nýja platan mín er á leiðinni mjög fljótlega,“ segir söngkonan Björk Guðmundsdóttir, í tilkynningu á Instagram. 2. ágúst 2017 15:15
Björk Guðmundsdóttir um sorgarferlið sem fylgdi skilnaðinum Björk lýsir missinum og sorginni sem fylgdi sambandsslitunum við Matthew Barney sem ferðalagi skipt upp í kafla. Hún finnur fyrir samkennd eftir að hafa miðlað reynslu sinni í gegnum listina á plötu sinni Vulnicura. 10. desember 2016 07:00
Fyrsta lagið af nýrri plötu Bjarkar gefið út í takmörkuðu upplagi Lagið, sem heitir The Gate, kemur út þann 22. september og verður aðeins gefið út á 12 tommu vínylplötu. 5. september 2017 15:45