Framsókn ræður miklu um mögulegt stjórnarsamstarf til hægri og vinstri Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2017 19:45 Afstaða Framsóknarflokksins til samstarfs við Viðreisn og Samfylkinguna gæti ráðið miklu um hvort fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar ná saman um myndun ríkisstjórnar, en forystufólk þessara flokka hefur rætt saman óformlega í dag. Ef þessir flokkar ná ekki saman eru líkur á að reynt verði að mynda stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Ef aðeins er horft til þingstyrks þeirra flokka sem náðu kjöri síðast liðinn laugardag væri augljóst að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn með samanlagt 27 þingmenn ættu að reyna að mynda saman stjórn með einhverjum þriðja flokknum. En þótt þingmannatala flokka skipti vissulega miklu máli ráða málefni og hugmyndafræði þeirra líka miklu. Framsóknarflokkurinn og Viðreisn geta ráðið miklu um hvers konar stjórn verður mynduð en það er líka langt á milli þeirra í Evrópu- og peningamálum. Því gæti krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið komið í veg fyrir stjórnarsamstarf þessara flokka. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir evrópumálin ekki eitt af úrlausnarefnum komandi kjörtímabils. „Við þurfum að ná málefnasamningi sem sameinar en sundrar ekki. Það er alveg ljóst að ef farið yrði í slíkar kosningar yrðu þær eitt stærsta pólitíska deilumálið sem við værum að fara í. Þannig að ég tel það óráð að vera að fara í slíkar kosningar eins og staðan er í íslenskum stjórnmálum,“ segir Lilja. Hins vegar er ljóst að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ekki áfjáður í að sitja til borðs með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins í ríkisstjórn, eins og heyra mátti á svari hans á Stöð 2 á sunnudag þegar hann var spurður út í ummæli Sigmundar Davíðs varðandi Lilju Alfreðsdóttur sem bandamann Miðflokksins. „Ég og Framsóknarflokkurinn þurfum ekki lengur að svara fyrir svona tali,“ sagði Sigurður Ingi.Reynt að sætta formenn Framsóknar og Miðflokks? Heyrst hefur að Lilja hafi verið að reyna að bera vopn á klæðin milli Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs, en hún segir ekkert til í þeim sögusögnum. „Nei, nei. Eins og ég hef sagt, við útilokum ekki samstarf við einn eða neinn. En þetta mun alltaf snúast um málefni. Hverjir ná saman málefnalega og menn þurfa að vera raunsæir. Ég hef talað fyrir því að menn þurfi að vera mjög skýrir varðandi heilbrigðisþjónustuna, menntamálin, innviða uppbyggingu. Og svo að sjálfsögðu endurskipulagningu fjármálakerfisins því það er eitt stærsta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Lilja en það mál er einmitt í forgangi hjá Miðflokknum. Það er hins vegar ekki langt á milli Framsóknar og Vinstri grænna í evrópumálum sem gætu myndað 35 manna meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Þá gæti Sjálfsætisflokkurinn sömuleiðis myndað 35 manna fjögurra flokka stjórnir með Framsókn, Miðflokki og annað hvort Flokki fólksins eða Viðreisn. Leiðtogar fyrrverandi stjórnarandstöðuflokka hafa rætt saman óformlega í dag en þeir eru nú með eins manns meirihluta á Alþingi og gætu myndað 36 manna meirihluta með annað hvort Viðreisn eða Flokki fólksins. Inga Sæland formaður Flokks fólksins átti fund með Helga Hrafni Gunnarssyni þingmanni Pírata í dag, að þeirra sögn til að ræða lífeyrismál en ekki stjórnarmyndun.Ertu búin að heyra í mörgum flokksleiðtogum í dag? „Já, svona nokkrum.“„Hvernig leggst þetta í þig? „Bara vel.“Ertu farin að sjá glitta í eitthvað stjórnarsamstarf? „Nei ekki enn þá,“ sagði Inga Sæland á leið til fundar við nokkra þingmenn Pírata í dag. Kosningar 2017 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slasaðs manns Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Afstaða Framsóknarflokksins til samstarfs við Viðreisn og Samfylkinguna gæti ráðið miklu um hvort fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar ná saman um myndun ríkisstjórnar, en forystufólk þessara flokka hefur rætt saman óformlega í dag. Ef þessir flokkar ná ekki saman eru líkur á að reynt verði að mynda stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Ef aðeins er horft til þingstyrks þeirra flokka sem náðu kjöri síðast liðinn laugardag væri augljóst að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn með samanlagt 27 þingmenn ættu að reyna að mynda saman stjórn með einhverjum þriðja flokknum. En þótt þingmannatala flokka skipti vissulega miklu máli ráða málefni og hugmyndafræði þeirra líka miklu. Framsóknarflokkurinn og Viðreisn geta ráðið miklu um hvers konar stjórn verður mynduð en það er líka langt á milli þeirra í Evrópu- og peningamálum. Því gæti krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið komið í veg fyrir stjórnarsamstarf þessara flokka. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir evrópumálin ekki eitt af úrlausnarefnum komandi kjörtímabils. „Við þurfum að ná málefnasamningi sem sameinar en sundrar ekki. Það er alveg ljóst að ef farið yrði í slíkar kosningar yrðu þær eitt stærsta pólitíska deilumálið sem við værum að fara í. Þannig að ég tel það óráð að vera að fara í slíkar kosningar eins og staðan er í íslenskum stjórnmálum,“ segir Lilja. Hins vegar er ljóst að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ekki áfjáður í að sitja til borðs með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins í ríkisstjórn, eins og heyra mátti á svari hans á Stöð 2 á sunnudag þegar hann var spurður út í ummæli Sigmundar Davíðs varðandi Lilju Alfreðsdóttur sem bandamann Miðflokksins. „Ég og Framsóknarflokkurinn þurfum ekki lengur að svara fyrir svona tali,“ sagði Sigurður Ingi.Reynt að sætta formenn Framsóknar og Miðflokks? Heyrst hefur að Lilja hafi verið að reyna að bera vopn á klæðin milli Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs, en hún segir ekkert til í þeim sögusögnum. „Nei, nei. Eins og ég hef sagt, við útilokum ekki samstarf við einn eða neinn. En þetta mun alltaf snúast um málefni. Hverjir ná saman málefnalega og menn þurfa að vera raunsæir. Ég hef talað fyrir því að menn þurfi að vera mjög skýrir varðandi heilbrigðisþjónustuna, menntamálin, innviða uppbyggingu. Og svo að sjálfsögðu endurskipulagningu fjármálakerfisins því það er eitt stærsta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Lilja en það mál er einmitt í forgangi hjá Miðflokknum. Það er hins vegar ekki langt á milli Framsóknar og Vinstri grænna í evrópumálum sem gætu myndað 35 manna meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Þá gæti Sjálfsætisflokkurinn sömuleiðis myndað 35 manna fjögurra flokka stjórnir með Framsókn, Miðflokki og annað hvort Flokki fólksins eða Viðreisn. Leiðtogar fyrrverandi stjórnarandstöðuflokka hafa rætt saman óformlega í dag en þeir eru nú með eins manns meirihluta á Alþingi og gætu myndað 36 manna meirihluta með annað hvort Viðreisn eða Flokki fólksins. Inga Sæland formaður Flokks fólksins átti fund með Helga Hrafni Gunnarssyni þingmanni Pírata í dag, að þeirra sögn til að ræða lífeyrismál en ekki stjórnarmyndun.Ertu búin að heyra í mörgum flokksleiðtogum í dag? „Já, svona nokkrum.“„Hvernig leggst þetta í þig? „Bara vel.“Ertu farin að sjá glitta í eitthvað stjórnarsamstarf? „Nei ekki enn þá,“ sagði Inga Sæland á leið til fundar við nokkra þingmenn Pírata í dag.
Kosningar 2017 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slasaðs manns Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira