Hugnaðist ekki að selja bröskurum landið eins og „einhverjir aðrir stjórnmálamenn“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. apríl 2017 22:35 Frá undirritun sölusamningsins. Vísir/Anton Fjármálaráðherrann Benedikt Jóhannesson segir það skjóta skökku við að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skuli nú stíga fram og gagnrýna söluna á Vífilsstaðalandinu sem hann hafi sjálfur „margoft“ veitt heimild fyrir. „Þannig að hann hefur oft fengið tækifæri til þess að mótmæla slíkri sölu, meðal annars sem forsætisráðherra“ segir Benedikt í færslu á Facebook nú í kvöld. Greint var frá því fyrr í dag að Sigurður Ingi hefði óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi um sölu ríkisins á landi Vífilsstaða til Garðabæjar. Benti hann á að núvirði lóðarinnar sé ívið meira en kaupsamningur ríkisins við Garðabæ hafi kveðið á um og skaut föstum skotum á fjármálaráðherra. Benedikt segir söluna hins vegar hið besta mál enda höfði það ekki til hans að „selja landið til braskara [...] þó svo að einhverjir aðrir stjórnmálamenn telji slíkt betri kost,“ segir Benedikt og líklegt verður að teljast að þar eigi hann við Sigurð.Sjá einnig: Óskar eftir sérstökum umræðum um Vífilsstaði: „Enn og aftur finnst ráðherra þingið bara vera fyrir“Hvað söluverðið varðar segir Benedikt það ekki liggja fyrir. Það fáist ekki á hreint fyrr en vitað er hvert lóðaverðið verður en Garðabær hyggst skipuleggja um 1200 til 1500 íbúða byggð á landinu. „Ríkið fær bæði greiðslu strax og svo hlutdeild í söluverði þegar líður verða seldar, þannig að samningurinn er mjög sanngjarn,“ segir Benedikt sem telur líklegt að söluverðið verði margfalt hærra en það sem var greitt beint. „Loks má geta þess að Garðabær hefur skipulagsvald, en landið hefur verið skilgreint sem útivistarsvæði þannig að við hefðum ekki getað selt öðrum það undir lóðir, því bærinn einn hefur skipulagsvald. Þannig að það er ekki nokkur vafi á því að þetta er góð ákvörðun,“ segir Benedikt. Sigurður Ingi sagði það einnig vera til vansa að ekki hafi verið haldið eftir hluta af landinu undir nýtt þjóðarsjúkrahús. Benedikt segir að ekkert mæli á móti því að þarna verði seinna byggður spítali - „ en þá þurfa menn að taka ákvörðun um það fljótlega. Nú er búið að ákveða að byggja spítali við Hringbraut og við byrjum á því,“ segir Benedikt. Því næst skýtur hann á Sigurð og segir það merkilegt að hann skuli ekki „muna að hann hefur margoft samþykkt heimild í fjárlögum til þess að selja þetta land. Þannig að hann hefur oft fengið tækifæri til þess að mótmæla slíkri sölu, meðal annars sem forsætisráðherra.“ Færslu hans má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Óskar eftir sérstökum umræðum um Vífilsstaði: "Enn og aftur finnst ráðherra þingið bara vera fyrir“ Sigurður Ingi Jóhannesson, segir að þingið eigi enn efitr að ræða um Vífilsstaðalandið sem staðsetningu fyrir þjóðarsjúkrahús og sölu ríkisins á því. 23. apríl 2017 16:24 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Fjármálaráðherrann Benedikt Jóhannesson segir það skjóta skökku við að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, skuli nú stíga fram og gagnrýna söluna á Vífilsstaðalandinu sem hann hafi sjálfur „margoft“ veitt heimild fyrir. „Þannig að hann hefur oft fengið tækifæri til þess að mótmæla slíkri sölu, meðal annars sem forsætisráðherra“ segir Benedikt í færslu á Facebook nú í kvöld. Greint var frá því fyrr í dag að Sigurður Ingi hefði óskað eftir sérstakri umræðu á Alþingi um sölu ríkisins á landi Vífilsstaða til Garðabæjar. Benti hann á að núvirði lóðarinnar sé ívið meira en kaupsamningur ríkisins við Garðabæ hafi kveðið á um og skaut föstum skotum á fjármálaráðherra. Benedikt segir söluna hins vegar hið besta mál enda höfði það ekki til hans að „selja landið til braskara [...] þó svo að einhverjir aðrir stjórnmálamenn telji slíkt betri kost,“ segir Benedikt og líklegt verður að teljast að þar eigi hann við Sigurð.Sjá einnig: Óskar eftir sérstökum umræðum um Vífilsstaði: „Enn og aftur finnst ráðherra þingið bara vera fyrir“Hvað söluverðið varðar segir Benedikt það ekki liggja fyrir. Það fáist ekki á hreint fyrr en vitað er hvert lóðaverðið verður en Garðabær hyggst skipuleggja um 1200 til 1500 íbúða byggð á landinu. „Ríkið fær bæði greiðslu strax og svo hlutdeild í söluverði þegar líður verða seldar, þannig að samningurinn er mjög sanngjarn,“ segir Benedikt sem telur líklegt að söluverðið verði margfalt hærra en það sem var greitt beint. „Loks má geta þess að Garðabær hefur skipulagsvald, en landið hefur verið skilgreint sem útivistarsvæði þannig að við hefðum ekki getað selt öðrum það undir lóðir, því bærinn einn hefur skipulagsvald. Þannig að það er ekki nokkur vafi á því að þetta er góð ákvörðun,“ segir Benedikt. Sigurður Ingi sagði það einnig vera til vansa að ekki hafi verið haldið eftir hluta af landinu undir nýtt þjóðarsjúkrahús. Benedikt segir að ekkert mæli á móti því að þarna verði seinna byggður spítali - „ en þá þurfa menn að taka ákvörðun um það fljótlega. Nú er búið að ákveða að byggja spítali við Hringbraut og við byrjum á því,“ segir Benedikt. Því næst skýtur hann á Sigurð og segir það merkilegt að hann skuli ekki „muna að hann hefur margoft samþykkt heimild í fjárlögum til þess að selja þetta land. Þannig að hann hefur oft fengið tækifæri til þess að mótmæla slíkri sölu, meðal annars sem forsætisráðherra.“ Færslu hans má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Óskar eftir sérstökum umræðum um Vífilsstaði: "Enn og aftur finnst ráðherra þingið bara vera fyrir“ Sigurður Ingi Jóhannesson, segir að þingið eigi enn efitr að ræða um Vífilsstaðalandið sem staðsetningu fyrir þjóðarsjúkrahús og sölu ríkisins á því. 23. apríl 2017 16:24 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Óskar eftir sérstökum umræðum um Vífilsstaði: "Enn og aftur finnst ráðherra þingið bara vera fyrir“ Sigurður Ingi Jóhannesson, segir að þingið eigi enn efitr að ræða um Vífilsstaðalandið sem staðsetningu fyrir þjóðarsjúkrahús og sölu ríkisins á því. 23. apríl 2017 16:24