Ólíklegt að Birna hafi farið úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2017 17:44 Lögregla biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar að hafa samband við lögreglu. vísir/skjáskot Lögreglan hefur úr litlu að moða en lítur hvarf Birnu Brjánsdóttur mjög alvarlegum augum. Ekkert bendir til þess að hún hafi framið sjálfsvíg en lögregla útilokar ekkert á þessu stigi málsins. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag. Fram kom á fundinum að Birna er nýhætt með kærastanum sínum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknardeild lögreglunnar, sagði við Vísi að blaðamannafundinum loknum að rætt hefði verið við kærastann fyrrverandi. Hann liggur ekki undir grun frekar en nokkur annar en hann er búsettur erlendis. Á fundinum kom fram að Birna skemmti sér á Húrra um nóttina og ekkert bendi til þess að neitt hafi amað að henni þar. Hún hafi virkað hress . Hún hafi svo gengið Austurstrætið í austurátt, upp Bankastræti og svo Laugaveg. Hún birtist hins vegar ekki í eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31. Telur lögregla líklegast að hún hafi annaðhvort haldið niður Vatnsstíg eða farið upp í rauðan Kia Rio bíl sem var ekið niður Laugaveginn á sömu mínútu og slóðum og Birna var stödd. Mál Birnu er rannsakað sem mannshvarf á þessu stigi en ekki sakamál. Fram kom að slökkt var á síma Birnu af mannavöldum klukkan 5:50 um nóttina, hann varð ekki batteríslaus. Lögregla fengi upplýsingar um leið og kveikt yrði aftur á símanum. Grímur Grímsson, yfirmaður á rannsóknardeild lögreglunnar, sagði að við leitina væri miðað við að Birna væri enn á lífi. Þá er talið mjög ólíklegt að Birna hafi farið úr landi en Lögreglan á Suðurnesjum hefur skoðað eftirlitsmyndavélar í flugstöðinni í Keflavík í dag. Sem fyrr segir telur lögregla líklegt að Birna hafi þegið far með Kia Rio bílnum en vill fyrst og fremst ná tali af ökumanni bifreiðarinnar til að ræða við hann. Ekki er vitað til þess að Birna hafi notfært sér skutlþjónustu áður. Rætt verður við móður og bestu vinkonu Birnu í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Lögreglan hefur úr litlu að moða en lítur hvarf Birnu Brjánsdóttur mjög alvarlegum augum. Ekkert bendir til þess að hún hafi framið sjálfsvíg en lögregla útilokar ekkert á þessu stigi málsins. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag. Fram kom á fundinum að Birna er nýhætt með kærastanum sínum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknardeild lögreglunnar, sagði við Vísi að blaðamannafundinum loknum að rætt hefði verið við kærastann fyrrverandi. Hann liggur ekki undir grun frekar en nokkur annar en hann er búsettur erlendis. Á fundinum kom fram að Birna skemmti sér á Húrra um nóttina og ekkert bendi til þess að neitt hafi amað að henni þar. Hún hafi virkað hress . Hún hafi svo gengið Austurstrætið í austurátt, upp Bankastræti og svo Laugaveg. Hún birtist hins vegar ekki í eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31. Telur lögregla líklegast að hún hafi annaðhvort haldið niður Vatnsstíg eða farið upp í rauðan Kia Rio bíl sem var ekið niður Laugaveginn á sömu mínútu og slóðum og Birna var stödd. Mál Birnu er rannsakað sem mannshvarf á þessu stigi en ekki sakamál. Fram kom að slökkt var á síma Birnu af mannavöldum klukkan 5:50 um nóttina, hann varð ekki batteríslaus. Lögregla fengi upplýsingar um leið og kveikt yrði aftur á símanum. Grímur Grímsson, yfirmaður á rannsóknardeild lögreglunnar, sagði að við leitina væri miðað við að Birna væri enn á lífi. Þá er talið mjög ólíklegt að Birna hafi farið úr landi en Lögreglan á Suðurnesjum hefur skoðað eftirlitsmyndavélar í flugstöðinni í Keflavík í dag. Sem fyrr segir telur lögregla líklegt að Birna hafi þegið far með Kia Rio bílnum en vill fyrst og fremst ná tali af ökumanni bifreiðarinnar til að ræða við hann. Ekki er vitað til þess að Birna hafi notfært sér skutlþjónustu áður. Rætt verður við móður og bestu vinkonu Birnu í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira