Tveir þingmenn heltast úr lestinni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson greiddu atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gærkvöldi. Vísir/Anton „Ég er búinn að gefa upp að ég styðji ekki málefnasamninginn en svo verðum við með þingflokksfund á morgun þar sem þetta verður til lykta leitt varðandi stjórnarsamstarfið í heild sinni,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, en hann og Rósa Björk Brynjólfsdóttir samflokksmaður hans greiddu atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gærkvöldi. Aðspurður segist Andrés ekki geta svarað því hvort hann muni verja nýja ríkisstjórn vantrausti eða einstaka ráðherra hennar. Ekki liggur því fyrir hversu góðan meirihluta hin nýja stjórn hefur og hvort þingmenn að baki henni eru 33 eða 35. Mikill titringur var á flokksráðsfundi Vinstri grænna en hann stóð í tæpar fimm klukkustundir í gær og lauk ekki fyrr en rétt fyrir tíu í gærkvöldi. Fimmtán flokksráðsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en hann var samþykktur með 75 atkvæðum. Ónotum var beint að Rósu Björk og Andrési Inga úr ræðustól fundarins sem fór mjög illa í marga fundarmenn. Kosning um málefnasamninginn var skrifleg en óskað hafði verið eftir því fyrir fundinn. Atkvæðagreiðsla í hinum flokkunum fór fram með handauppréttingu. Samningurinn var samþykktur samhljóða á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins klukkan tíu í gærkvöldi. Fyrr í gær samþykktu Sjálfstæðismenn samninginn einróma á klukkustundarlöngum fundi í Valhöll. „Það var algjör eining um þetta og almenn ánægja,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson um fund Framsóknarmanna í gær. Hann segist ekki hafa áhyggjur af þeim þingmönnum VG sem samþykktu ekki samninginn. Fundir verða í þingflokkum stjórnarflokkanna fyrir hádegi í dag og ríkisráðsfundir síðdegis í dag þar sem ráðherrum fráfarandi stjórnar verður veitt lausn og nýir ráðherrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur skipaðir. Að loknum ríkisráðsfundi fara nýskipaðir ráðherrar til sinna ráðuneyta og taka við lyklavöldum. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Ég er búinn að gefa upp að ég styðji ekki málefnasamninginn en svo verðum við með þingflokksfund á morgun þar sem þetta verður til lykta leitt varðandi stjórnarsamstarfið í heild sinni,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, en hann og Rósa Björk Brynjólfsdóttir samflokksmaður hans greiddu atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gærkvöldi. Aðspurður segist Andrés ekki geta svarað því hvort hann muni verja nýja ríkisstjórn vantrausti eða einstaka ráðherra hennar. Ekki liggur því fyrir hversu góðan meirihluta hin nýja stjórn hefur og hvort þingmenn að baki henni eru 33 eða 35. Mikill titringur var á flokksráðsfundi Vinstri grænna en hann stóð í tæpar fimm klukkustundir í gær og lauk ekki fyrr en rétt fyrir tíu í gærkvöldi. Fimmtán flokksráðsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en hann var samþykktur með 75 atkvæðum. Ónotum var beint að Rósu Björk og Andrési Inga úr ræðustól fundarins sem fór mjög illa í marga fundarmenn. Kosning um málefnasamninginn var skrifleg en óskað hafði verið eftir því fyrir fundinn. Atkvæðagreiðsla í hinum flokkunum fór fram með handauppréttingu. Samningurinn var samþykktur samhljóða á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins klukkan tíu í gærkvöldi. Fyrr í gær samþykktu Sjálfstæðismenn samninginn einróma á klukkustundarlöngum fundi í Valhöll. „Það var algjör eining um þetta og almenn ánægja,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson um fund Framsóknarmanna í gær. Hann segist ekki hafa áhyggjur af þeim þingmönnum VG sem samþykktu ekki samninginn. Fundir verða í þingflokkum stjórnarflokkanna fyrir hádegi í dag og ríkisráðsfundir síðdegis í dag þar sem ráðherrum fráfarandi stjórnar verður veitt lausn og nýir ráðherrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur skipaðir. Að loknum ríkisráðsfundi fara nýskipaðir ráðherrar til sinna ráðuneyta og taka við lyklavöldum.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent