Þrjátíu ára útgáfuafmæli Leyndarmáls Grafíkur Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. nóvember 2017 11:00 Grafík hefur engu gleymt síðan þessi mynd var tekin. „Ég hugsaði fyrst um þessa tónleika fyrir um tíu árum, þegar platan varð tuttugu ára – en það dróst í tíu ár að kýla á þessa hugmynd. Upphaflega hafði ég hugsað mér þetta smátt í sniðum þar sem við kæmum fyrst og fremst fram okkur sjálfum til ánægju. En svo vorum við hvött til að stækka salinn og því fórum við í Bæjarbíó – það er alveg að verða uppselt, þannig að það gengur framar vonum,“ segir Rúnar Þórisson, gítarleikari og einn stofnenda sveitarinnar goðsagnakenndu Grafíkur, en sveitin kemur saman í kvöld í tilefni af 30 ára afmæli fimmtu plötu hennar sem heitir Leyndarmál, og spilar plötuna í heild sinni í Bæjarbíói. Sveitin heldur svo norður til Akureyrar og endurtekur leikinn á Græna hattinum. „Það er mikil tilhlökkun og ánægja yfir að fara í þetta verkefni. Það er ótrúlegt hvað það var fljótlegt að þurrka rykið af þessari gömlu plötu. Sumt af þessu hefur náttúrulega ekkert verið spilað í þrjátíu ár – við höfum ekkert verið að spila meginhluta plötunnar. Við höfum jú komið saman annað slagið, svona á þriggja til fimm ára fresti og þá hafa vinsælustu lögin verið tekin, Presley og Prinsessan til dæmis.“ Grafík kom saman árið 2004 og svo 2011 og í tilefni af afmælistónleikum Andreu Gylfa – svo að um er að ræða merkisviðburð.Ætlið þið bara að taka alla plötuna, láta hana rúlla frá lagi eitt og til enda? „Við ruglum eitthvað í röðinni en tökum þessa plötu alla. Konseptið er fyrst og fremst það að spila plötuna af þessu tilefni en það er þó aldrei að vita hvort fáein aukalög falli með, það kemur bara í ljós. Það er bara rosalega gaman að koma saman aftur og hitta þessi lög fyrir og bæði byggja á því sem við gerðum þá og koma kannski að einhverju leyti með nýja vinkla á það.“ Leyndarmál var eina platan sem Grafík gerði með Andreu Gylfadóttur. Áður hafði Helgi Björnsson verið með hljómsveitinni á tveimur plötum og þar á undan Ólafur Guðmundsson. Einnig bættist Baldvin Sigurðsson, bassaleikari Baraflokksins, í hópinn. Í kvöld verður uppstillingin þannig að Egill Rafnsson leysir föður sinn, Rafn Jónsson, af á trommum, en Rafn lést árið 2004. Rafn var einn af stofnendum sveitarinnar ásamt Rúnari og Erni Jónssyni. Andrea Gylfadóttir syngur, Baldvin Sigurðsson er á bassa, Hjörtur Howser á hljómborð og Rúnar á gítar.Nú er svolítið í tísku að endurútgefa gamlar plötur á vínyl, eruð þið að undirbúa eitthvað þannig? „Þú ert bara að koma með þá pælingu núna, þakka þér fyrir. En það var pæling að gera nýtt lag en það vannst ekki tími til þess í þetta sinn þannig að við látum þetta duga í bili. En það er eftirspurn eftir bandinu annars staðar á landinu og í öðrum húsum, þannig að það er aldrei að vita hvað gerist.“ Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Sjá meira
„Ég hugsaði fyrst um þessa tónleika fyrir um tíu árum, þegar platan varð tuttugu ára – en það dróst í tíu ár að kýla á þessa hugmynd. Upphaflega hafði ég hugsað mér þetta smátt í sniðum þar sem við kæmum fyrst og fremst fram okkur sjálfum til ánægju. En svo vorum við hvött til að stækka salinn og því fórum við í Bæjarbíó – það er alveg að verða uppselt, þannig að það gengur framar vonum,“ segir Rúnar Þórisson, gítarleikari og einn stofnenda sveitarinnar goðsagnakenndu Grafíkur, en sveitin kemur saman í kvöld í tilefni af 30 ára afmæli fimmtu plötu hennar sem heitir Leyndarmál, og spilar plötuna í heild sinni í Bæjarbíói. Sveitin heldur svo norður til Akureyrar og endurtekur leikinn á Græna hattinum. „Það er mikil tilhlökkun og ánægja yfir að fara í þetta verkefni. Það er ótrúlegt hvað það var fljótlegt að þurrka rykið af þessari gömlu plötu. Sumt af þessu hefur náttúrulega ekkert verið spilað í þrjátíu ár – við höfum ekkert verið að spila meginhluta plötunnar. Við höfum jú komið saman annað slagið, svona á þriggja til fimm ára fresti og þá hafa vinsælustu lögin verið tekin, Presley og Prinsessan til dæmis.“ Grafík kom saman árið 2004 og svo 2011 og í tilefni af afmælistónleikum Andreu Gylfa – svo að um er að ræða merkisviðburð.Ætlið þið bara að taka alla plötuna, láta hana rúlla frá lagi eitt og til enda? „Við ruglum eitthvað í röðinni en tökum þessa plötu alla. Konseptið er fyrst og fremst það að spila plötuna af þessu tilefni en það er þó aldrei að vita hvort fáein aukalög falli með, það kemur bara í ljós. Það er bara rosalega gaman að koma saman aftur og hitta þessi lög fyrir og bæði byggja á því sem við gerðum þá og koma kannski að einhverju leyti með nýja vinkla á það.“ Leyndarmál var eina platan sem Grafík gerði með Andreu Gylfadóttur. Áður hafði Helgi Björnsson verið með hljómsveitinni á tveimur plötum og þar á undan Ólafur Guðmundsson. Einnig bættist Baldvin Sigurðsson, bassaleikari Baraflokksins, í hópinn. Í kvöld verður uppstillingin þannig að Egill Rafnsson leysir föður sinn, Rafn Jónsson, af á trommum, en Rafn lést árið 2004. Rafn var einn af stofnendum sveitarinnar ásamt Rúnari og Erni Jónssyni. Andrea Gylfadóttir syngur, Baldvin Sigurðsson er á bassa, Hjörtur Howser á hljómborð og Rúnar á gítar.Nú er svolítið í tísku að endurútgefa gamlar plötur á vínyl, eruð þið að undirbúa eitthvað þannig? „Þú ert bara að koma með þá pælingu núna, þakka þér fyrir. En það var pæling að gera nýtt lag en það vannst ekki tími til þess í þetta sinn þannig að við látum þetta duga í bili. En það er eftirspurn eftir bandinu annars staðar á landinu og í öðrum húsum, þannig að það er aldrei að vita hvað gerist.“
Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Sjá meira