Þrjátíu ára útgáfuafmæli Leyndarmáls Grafíkur Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. nóvember 2017 11:00 Grafík hefur engu gleymt síðan þessi mynd var tekin. „Ég hugsaði fyrst um þessa tónleika fyrir um tíu árum, þegar platan varð tuttugu ára – en það dróst í tíu ár að kýla á þessa hugmynd. Upphaflega hafði ég hugsað mér þetta smátt í sniðum þar sem við kæmum fyrst og fremst fram okkur sjálfum til ánægju. En svo vorum við hvött til að stækka salinn og því fórum við í Bæjarbíó – það er alveg að verða uppselt, þannig að það gengur framar vonum,“ segir Rúnar Þórisson, gítarleikari og einn stofnenda sveitarinnar goðsagnakenndu Grafíkur, en sveitin kemur saman í kvöld í tilefni af 30 ára afmæli fimmtu plötu hennar sem heitir Leyndarmál, og spilar plötuna í heild sinni í Bæjarbíói. Sveitin heldur svo norður til Akureyrar og endurtekur leikinn á Græna hattinum. „Það er mikil tilhlökkun og ánægja yfir að fara í þetta verkefni. Það er ótrúlegt hvað það var fljótlegt að þurrka rykið af þessari gömlu plötu. Sumt af þessu hefur náttúrulega ekkert verið spilað í þrjátíu ár – við höfum ekkert verið að spila meginhluta plötunnar. Við höfum jú komið saman annað slagið, svona á þriggja til fimm ára fresti og þá hafa vinsælustu lögin verið tekin, Presley og Prinsessan til dæmis.“ Grafík kom saman árið 2004 og svo 2011 og í tilefni af afmælistónleikum Andreu Gylfa – svo að um er að ræða merkisviðburð.Ætlið þið bara að taka alla plötuna, láta hana rúlla frá lagi eitt og til enda? „Við ruglum eitthvað í röðinni en tökum þessa plötu alla. Konseptið er fyrst og fremst það að spila plötuna af þessu tilefni en það er þó aldrei að vita hvort fáein aukalög falli með, það kemur bara í ljós. Það er bara rosalega gaman að koma saman aftur og hitta þessi lög fyrir og bæði byggja á því sem við gerðum þá og koma kannski að einhverju leyti með nýja vinkla á það.“ Leyndarmál var eina platan sem Grafík gerði með Andreu Gylfadóttur. Áður hafði Helgi Björnsson verið með hljómsveitinni á tveimur plötum og þar á undan Ólafur Guðmundsson. Einnig bættist Baldvin Sigurðsson, bassaleikari Baraflokksins, í hópinn. Í kvöld verður uppstillingin þannig að Egill Rafnsson leysir föður sinn, Rafn Jónsson, af á trommum, en Rafn lést árið 2004. Rafn var einn af stofnendum sveitarinnar ásamt Rúnari og Erni Jónssyni. Andrea Gylfadóttir syngur, Baldvin Sigurðsson er á bassa, Hjörtur Howser á hljómborð og Rúnar á gítar.Nú er svolítið í tísku að endurútgefa gamlar plötur á vínyl, eruð þið að undirbúa eitthvað þannig? „Þú ert bara að koma með þá pælingu núna, þakka þér fyrir. En það var pæling að gera nýtt lag en það vannst ekki tími til þess í þetta sinn þannig að við látum þetta duga í bili. En það er eftirspurn eftir bandinu annars staðar á landinu og í öðrum húsum, þannig að það er aldrei að vita hvað gerist.“ Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Ég hugsaði fyrst um þessa tónleika fyrir um tíu árum, þegar platan varð tuttugu ára – en það dróst í tíu ár að kýla á þessa hugmynd. Upphaflega hafði ég hugsað mér þetta smátt í sniðum þar sem við kæmum fyrst og fremst fram okkur sjálfum til ánægju. En svo vorum við hvött til að stækka salinn og því fórum við í Bæjarbíó – það er alveg að verða uppselt, þannig að það gengur framar vonum,“ segir Rúnar Þórisson, gítarleikari og einn stofnenda sveitarinnar goðsagnakenndu Grafíkur, en sveitin kemur saman í kvöld í tilefni af 30 ára afmæli fimmtu plötu hennar sem heitir Leyndarmál, og spilar plötuna í heild sinni í Bæjarbíói. Sveitin heldur svo norður til Akureyrar og endurtekur leikinn á Græna hattinum. „Það er mikil tilhlökkun og ánægja yfir að fara í þetta verkefni. Það er ótrúlegt hvað það var fljótlegt að þurrka rykið af þessari gömlu plötu. Sumt af þessu hefur náttúrulega ekkert verið spilað í þrjátíu ár – við höfum ekkert verið að spila meginhluta plötunnar. Við höfum jú komið saman annað slagið, svona á þriggja til fimm ára fresti og þá hafa vinsælustu lögin verið tekin, Presley og Prinsessan til dæmis.“ Grafík kom saman árið 2004 og svo 2011 og í tilefni af afmælistónleikum Andreu Gylfa – svo að um er að ræða merkisviðburð.Ætlið þið bara að taka alla plötuna, láta hana rúlla frá lagi eitt og til enda? „Við ruglum eitthvað í röðinni en tökum þessa plötu alla. Konseptið er fyrst og fremst það að spila plötuna af þessu tilefni en það er þó aldrei að vita hvort fáein aukalög falli með, það kemur bara í ljós. Það er bara rosalega gaman að koma saman aftur og hitta þessi lög fyrir og bæði byggja á því sem við gerðum þá og koma kannski að einhverju leyti með nýja vinkla á það.“ Leyndarmál var eina platan sem Grafík gerði með Andreu Gylfadóttur. Áður hafði Helgi Björnsson verið með hljómsveitinni á tveimur plötum og þar á undan Ólafur Guðmundsson. Einnig bættist Baldvin Sigurðsson, bassaleikari Baraflokksins, í hópinn. Í kvöld verður uppstillingin þannig að Egill Rafnsson leysir föður sinn, Rafn Jónsson, af á trommum, en Rafn lést árið 2004. Rafn var einn af stofnendum sveitarinnar ásamt Rúnari og Erni Jónssyni. Andrea Gylfadóttir syngur, Baldvin Sigurðsson er á bassa, Hjörtur Howser á hljómborð og Rúnar á gítar.Nú er svolítið í tísku að endurútgefa gamlar plötur á vínyl, eruð þið að undirbúa eitthvað þannig? „Þú ert bara að koma með þá pælingu núna, þakka þér fyrir. En það var pæling að gera nýtt lag en það vannst ekki tími til þess í þetta sinn þannig að við látum þetta duga í bili. En það er eftirspurn eftir bandinu annars staðar á landinu og í öðrum húsum, þannig að það er aldrei að vita hvað gerist.“
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira