Styðja bæði ráðherralista VG og verða áfram í þingflokknum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 14:13 Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir á Grand Hótel í gærkvöldi þar sem flokksráðsfundur VG fór fram. vísir/stefán Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. Þá styðja þau bæði ráðherralista Vinstri grænna. Rósa Björk segir í samtali við Vísi að hún áskilji sér rétt til að taka afstöðu til einstakra mála í samræmi við sína sannfæringu. „Mín afstaða gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu liggur alveg ljós fyrir þar sem ég hafnaði málefnasamningnum á flokksráðsfundinum í gær en ég virði lýðræðislega niðurstöðu flokksráðs. En á þingflokksfundinum áðan þá samþykkti ég þennan ráðherralista okkar í Vinstri grænum og ég treysti því fólki mjög vel,“ segir Rósa Björk. „Ég áskil mér rétt sem þingmaður til að taka afstöðu til mála sem fram koma eftir minni sannfæringu og til þess erum við kosin á þing og eigum auðvitað öll að gera,“ segir Rósa Björk.Segir ekki veita af því að áherslum VG verði haldið sem hæst á lofti í stjórninni Hún kveðst fagna því að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sé orðin forsætisráðherra og segist hvetja ráðherra flokksins til góðra verka. „Ég vonast til þess að þau nái að halda áherslum okkar í Vinstri grænum sem hæst á lofti í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Ekki veitir af,“ segir Rósa Björk. Andrés Ingi segir á Facebook-síðu sinni að hann styðji einnig ráðherralista VG og þá muni hann leggja sín lóð á vogarskálarnar innan þingflokksins til þess að málefni VG nái fram að ganga. Aðspurður hvort hann styðji ríkisstjórnina segir hann: „Ég er hluti af þingflokknum sem stendur á bak við hana og þó ég hafi greitt atkvæði gegn atkvæði gegn málefnasamningnum þá vinn ég innan þess ramma. Stuðningur við ríkisstjórn veltur umfram allt á þessum óvæntu atvikum sem geta komið upp á og þá mun ég bara meta hvert atvik fyrir sig,“ segir Andrés í samtali við Vísi. Þá segist hann ánægður með að Katrín Jakobsdóttir sé orðinn forsætisráðherra. „Þetta er mikill tímamótadagur.“ Það liggur því ekki fyrir, miðað við svör þeirra Rósu Bjarkar og Andrésar, hvort að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks njóti stuðnings allra þeirra 35 þingmanna sem skipa þingflokkana þrjá.
Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. Þá styðja þau bæði ráðherralista Vinstri grænna. Rósa Björk segir í samtali við Vísi að hún áskilji sér rétt til að taka afstöðu til einstakra mála í samræmi við sína sannfæringu. „Mín afstaða gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu liggur alveg ljós fyrir þar sem ég hafnaði málefnasamningnum á flokksráðsfundinum í gær en ég virði lýðræðislega niðurstöðu flokksráðs. En á þingflokksfundinum áðan þá samþykkti ég þennan ráðherralista okkar í Vinstri grænum og ég treysti því fólki mjög vel,“ segir Rósa Björk. „Ég áskil mér rétt sem þingmaður til að taka afstöðu til mála sem fram koma eftir minni sannfæringu og til þess erum við kosin á þing og eigum auðvitað öll að gera,“ segir Rósa Björk.Segir ekki veita af því að áherslum VG verði haldið sem hæst á lofti í stjórninni Hún kveðst fagna því að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sé orðin forsætisráðherra og segist hvetja ráðherra flokksins til góðra verka. „Ég vonast til þess að þau nái að halda áherslum okkar í Vinstri grænum sem hæst á lofti í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Ekki veitir af,“ segir Rósa Björk. Andrés Ingi segir á Facebook-síðu sinni að hann styðji einnig ráðherralista VG og þá muni hann leggja sín lóð á vogarskálarnar innan þingflokksins til þess að málefni VG nái fram að ganga. Aðspurður hvort hann styðji ríkisstjórnina segir hann: „Ég er hluti af þingflokknum sem stendur á bak við hana og þó ég hafi greitt atkvæði gegn atkvæði gegn málefnasamningnum þá vinn ég innan þess ramma. Stuðningur við ríkisstjórn veltur umfram allt á þessum óvæntu atvikum sem geta komið upp á og þá mun ég bara meta hvert atvik fyrir sig,“ segir Andrés í samtali við Vísi. Þá segist hann ánægður með að Katrín Jakobsdóttir sé orðinn forsætisráðherra. „Þetta er mikill tímamótadagur.“ Það liggur því ekki fyrir, miðað við svör þeirra Rósu Bjarkar og Andrésar, hvort að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks njóti stuðnings allra þeirra 35 þingmanna sem skipa þingflokkana þrjá.
Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Sjá meira