„Það var ekki gert í neinu fússi“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2017 18:51 Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra. Visir/Vilhelm „Sumt gefur augaleið,“ sagði Jón Gunnarsson í Reykjavík síðdegis þar sem hann var spurður hvort hann væri ósáttur við að hafa ekki fengið embætti samgönguráðherra í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Jón gegndi því ráðherraembætti í fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Fregnir bárust af því fyrr í dag að Jón hefði gengið ósáttur út af þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag, allt að því í fússi, en Jón sagði í Reykjavík síðdegis það ekki rétt. „Það var ekki gert í neinu fússi,“ sagði Jón sem tók fram að hann hefði átt ágætis samræður við sína flokksfélaga og allt rætt í mesta bróðerni. Hann hafi síðan beðið þá um að afsaka það að hann færi af fundi því hann hafi viljað heilsa upp á fjölskyldu sína til að fara yfir stöðuna með henni.Þakklæti efst í huga Hann sagðist þakklátur starfsfólki samgönguráðuneytisins sem hann fékk að stýra. Einnig sagðist hann þakklátur fyrir það tækifæri sem hann fékk sem ráðherra og þakklátur fyrir þann árangur sem náð var á vettvangi samgöngumála í þá átta mánuði sem hann gegndi því embætti. „Við vorum með lengstu málaskrá allra ráðuneyta tilbúna fyrir þennan þingvetur,“ sagði Jón. Hann sagðist hafa fundið fyrir miklum stuðningi innan Sjálfstæðisflokksins vegna starfa sinna og sömuleiðis hefði hann fundið fyrir stuðningi út um allt land vegna starfa hans. „Ég stend sáttur upp frá borði en hefði vissulega viljað hafa tímann lengri eins og vera ber,“ sagði Jón.Styður ríkisstjórnina til góðra verka Hann sagðist ætla að styðja þessa ríkisstjórn til góðra verka og mun taka þátt í þingstörfum. Jón sagðist engar kröfur gera þegar hann var spurður hvort hann geri kröfu um að verða formaður samgöngunefndar Alþingis. Hann hafði bara gott að segja um eftirmann sinn, Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins. Þeir hafi náð ágætlega saman og ekki svo fjarlægir í skoðun. Sigurður væri góður maður og fái gott bú í veganesti. „Hann hefur tækifæri þarna til að ljúka mörgum góðum málum sem eru komin vel á leið.“ Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
„Sumt gefur augaleið,“ sagði Jón Gunnarsson í Reykjavík síðdegis þar sem hann var spurður hvort hann væri ósáttur við að hafa ekki fengið embætti samgönguráðherra í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Jón gegndi því ráðherraembætti í fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Fregnir bárust af því fyrr í dag að Jón hefði gengið ósáttur út af þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag, allt að því í fússi, en Jón sagði í Reykjavík síðdegis það ekki rétt. „Það var ekki gert í neinu fússi,“ sagði Jón sem tók fram að hann hefði átt ágætis samræður við sína flokksfélaga og allt rætt í mesta bróðerni. Hann hafi síðan beðið þá um að afsaka það að hann færi af fundi því hann hafi viljað heilsa upp á fjölskyldu sína til að fara yfir stöðuna með henni.Þakklæti efst í huga Hann sagðist þakklátur starfsfólki samgönguráðuneytisins sem hann fékk að stýra. Einnig sagðist hann þakklátur fyrir það tækifæri sem hann fékk sem ráðherra og þakklátur fyrir þann árangur sem náð var á vettvangi samgöngumála í þá átta mánuði sem hann gegndi því embætti. „Við vorum með lengstu málaskrá allra ráðuneyta tilbúna fyrir þennan þingvetur,“ sagði Jón. Hann sagðist hafa fundið fyrir miklum stuðningi innan Sjálfstæðisflokksins vegna starfa sinna og sömuleiðis hefði hann fundið fyrir stuðningi út um allt land vegna starfa hans. „Ég stend sáttur upp frá borði en hefði vissulega viljað hafa tímann lengri eins og vera ber,“ sagði Jón.Styður ríkisstjórnina til góðra verka Hann sagðist ætla að styðja þessa ríkisstjórn til góðra verka og mun taka þátt í þingstörfum. Jón sagðist engar kröfur gera þegar hann var spurður hvort hann geri kröfu um að verða formaður samgöngunefndar Alþingis. Hann hafði bara gott að segja um eftirmann sinn, Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins. Þeir hafi náð ágætlega saman og ekki svo fjarlægir í skoðun. Sigurður væri góður maður og fái gott bú í veganesti. „Hann hefur tækifæri þarna til að ljúka mörgum góðum málum sem eru komin vel á leið.“
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira