Sendingar með dróna: Sushi flýgur bráðum yfir höfuðborginni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 14:15 AHA og drónatæknifyrirtækið Flytrex tilkynntu í dag formlega opnun á sendingaþjónustu með drónum á höfuðborgarsvæðinu, en þjónustan er sögð fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Í fréttatilkynningu um þessa nýjung kemur fram að kerfinu sé ætlað í framtíðinni að auka skilvirkni í sendingaþjónustu, stytta sendingatímann og draga úr orkunotkun. „Við erum lengi búin að fylgjast vel með tækni fyrir sendingar og skoða nýjungar um allan heim. Þessi lausn hefur forskot á sínu sviði með skjótri, afkastamikilli og viðskiptalega raunhæfri lausn. Við vonumst til að samstarf okkar við Flytrex nái ekki bara yfir Ísland heldur einnig yfir lausnir okkar fyrir verslunarmiðstöðvar erlendis,“ segir Maron Kristófersson annar stofnandi og eigandi AHA. AHA hefur nú fengið leyfi frá Samgöngustofu til þess að hefja flug með drónum eftir einni flugleið í höfuðborginni. Drónarnir munu lenda í Skemmtigarðinum í Grafarvogi og býðst fólki að velja sækja mat og vörur þangað. AHA notar þetta einnig til þess að auðvelda hluta af sínu heimsendingarferli, bílstjórar AHA munu sækja einhverjar sendingar í Skemmtigarðinn og keyra þær áfram heim að dyrum hjá fólki.Mikilvægt að kynna tæknina „Markmiðið er að nota þessa flugleið til þess að kynna tæknina fyrir almenningi og leyfa fólki að panta og sækja þangað. Það er svo mikilvægt að fólk skilji öryggishliðina á tækninni áður en við förum að fljúga lengra,“ sagði Maron í samtali við Vísi. Starfsmaður tekur á móti drónunum í Skemmtigarðinum og útskýrir drónana fyrir fólki þegar það sækir vöruna eða matinn sem það pantaði. „Það er líka mikið atriði í þessu að búa til flugreynslu þannig að ef að við náum að fljúga nokkur þúsund flug áður en við förum að fljúga nær heimilum fólks þá líður okkur og öllum öðrum mun betur með ferlið. Þetta er allt háð því að við fáum leyfi fyrir slíku flugi í framtíðinni, það er lykilatriðið að byrja.“Maron Kristófersson og Helgi Már Þórðarson eigendur AHAJóhann K. JóhannssonEins og áður sagði geta viðskiptavinir valið að sækja sendinguna í Skemmtigarðinn. „Fyrsta skrefið er að kynna tæknina fyrir fólki. Ég held að fólk myndi frekar vilja sjá drónann lenda í skemmtigarðinum í Grafarvogi áður en það sér hann lenda í garðinum heima,“ útskýrir Maron.Léttir á samgöngum „Drónarnir koma til með að létta á samgöngum og gera þannig vegakerfið okkar öruggara. Svo má auðvitað líka horfa til þess að borgarbúar fá betri og hraðari heimsendingaþjónustu og það getur ekki verið neitt nema gott mál,“ segir Þórólfur Árnason forstjóri samgöngustofu um drónasendingarnar. „Drónatæknin er sífellt að þróast og komast á enn meira flug og nú er Ísland að taka forskot á þessu sviði,“ segir Yariv Bash, forstjóri og meðstofnandi Flytrex. Hann vonar að fyrirtækið geti í framtíðinni gert heimsendingarþjónustu með drónum að veruleika í Reykjavík og um allan heim. Sendingarkerfið stýrir flugi drónans á milli tveggja svæða sem skilin eru að af Elliðaárvogi. Eftir ákveðinn reynslutíma og prófanir stefna AHA og Flytrex að því að senda vörur og veitingar með drónum eftir fleiri flugleiðum og að lokum beint í garðinn hjá neytendum. Fyrst þarf sú þjónusta að fara í umsóknarferli hjá Samgöngustofu. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
AHA og drónatæknifyrirtækið Flytrex tilkynntu í dag formlega opnun á sendingaþjónustu með drónum á höfuðborgarsvæðinu, en þjónustan er sögð fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Í fréttatilkynningu um þessa nýjung kemur fram að kerfinu sé ætlað í framtíðinni að auka skilvirkni í sendingaþjónustu, stytta sendingatímann og draga úr orkunotkun. „Við erum lengi búin að fylgjast vel með tækni fyrir sendingar og skoða nýjungar um allan heim. Þessi lausn hefur forskot á sínu sviði með skjótri, afkastamikilli og viðskiptalega raunhæfri lausn. Við vonumst til að samstarf okkar við Flytrex nái ekki bara yfir Ísland heldur einnig yfir lausnir okkar fyrir verslunarmiðstöðvar erlendis,“ segir Maron Kristófersson annar stofnandi og eigandi AHA. AHA hefur nú fengið leyfi frá Samgöngustofu til þess að hefja flug með drónum eftir einni flugleið í höfuðborginni. Drónarnir munu lenda í Skemmtigarðinum í Grafarvogi og býðst fólki að velja sækja mat og vörur þangað. AHA notar þetta einnig til þess að auðvelda hluta af sínu heimsendingarferli, bílstjórar AHA munu sækja einhverjar sendingar í Skemmtigarðinn og keyra þær áfram heim að dyrum hjá fólki.Mikilvægt að kynna tæknina „Markmiðið er að nota þessa flugleið til þess að kynna tæknina fyrir almenningi og leyfa fólki að panta og sækja þangað. Það er svo mikilvægt að fólk skilji öryggishliðina á tækninni áður en við förum að fljúga lengra,“ sagði Maron í samtali við Vísi. Starfsmaður tekur á móti drónunum í Skemmtigarðinum og útskýrir drónana fyrir fólki þegar það sækir vöruna eða matinn sem það pantaði. „Það er líka mikið atriði í þessu að búa til flugreynslu þannig að ef að við náum að fljúga nokkur þúsund flug áður en við förum að fljúga nær heimilum fólks þá líður okkur og öllum öðrum mun betur með ferlið. Þetta er allt háð því að við fáum leyfi fyrir slíku flugi í framtíðinni, það er lykilatriðið að byrja.“Maron Kristófersson og Helgi Már Þórðarson eigendur AHAJóhann K. JóhannssonEins og áður sagði geta viðskiptavinir valið að sækja sendinguna í Skemmtigarðinn. „Fyrsta skrefið er að kynna tæknina fyrir fólki. Ég held að fólk myndi frekar vilja sjá drónann lenda í skemmtigarðinum í Grafarvogi áður en það sér hann lenda í garðinum heima,“ útskýrir Maron.Léttir á samgöngum „Drónarnir koma til með að létta á samgöngum og gera þannig vegakerfið okkar öruggara. Svo má auðvitað líka horfa til þess að borgarbúar fá betri og hraðari heimsendingaþjónustu og það getur ekki verið neitt nema gott mál,“ segir Þórólfur Árnason forstjóri samgöngustofu um drónasendingarnar. „Drónatæknin er sífellt að þróast og komast á enn meira flug og nú er Ísland að taka forskot á þessu sviði,“ segir Yariv Bash, forstjóri og meðstofnandi Flytrex. Hann vonar að fyrirtækið geti í framtíðinni gert heimsendingarþjónustu með drónum að veruleika í Reykjavík og um allan heim. Sendingarkerfið stýrir flugi drónans á milli tveggja svæða sem skilin eru að af Elliðaárvogi. Eftir ákveðinn reynslutíma og prófanir stefna AHA og Flytrex að því að senda vörur og veitingar með drónum eftir fleiri flugleiðum og að lokum beint í garðinn hjá neytendum. Fyrst þarf sú þjónusta að fara í umsóknarferli hjá Samgöngustofu.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira