Will Smith, Alicia Keys, Shaq, hljómsveitin Metallica, John Cena og fleiri stjörnur sjást í stiklunni ásamt auðvitað James Corden sjálfum.
Þátturinn verður gefinn út á Apple Music en hvenær liggur ekki fyrir. Alls eru sextán þættir í bígerð og mun þeim svipa mjög til þess sem Corden hefur gert með hinu ýmsu stjörnum í gegnum tíðina, keyrt um og raulað lag.
Þátturinn verður þó örlítið lengri en áður tíðkast en hver þáttur er um hálftíma langur og verður ögn umfangsmeiri en það sem aðdáendur spjallþáttar corden hafa vanist.
Stikluna má sjá hér fyrir neðan.