Nú er hægt að skrá sig úr Þjóðkirkjunni með smáforriti Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. nóvember 2017 10:30 Að skrá sig úr Þjóðkirkjunni tekur einungis um tvær mínútur í Trúfrelsi. Magnús Ingi Sveinbjörnsson starfar sem viðmótshönnuður í San Francisco, skellir sér stundum í Crossfit eða frisbígolf í Golden Gate garðinum á milli þess sem hann viðrar mótorhjólið sitt. Hann vinnur líka að fjölmörgum aukaverkefnum – en eitt þeirra kláraði hann nú á dögunum og er það appið Trúfrelsi. Appið hjálpar fólki við að skrá sig úr þjóðkirkjunni, enda hefur Magnús sterkar skoðanir á sambandi ríkis og kirkju. „Ég sá frétt um svipað snjallsímaforrit í Noregi fyrir u.þ.b. tveimur árum. Það app aðstoðaði fólk við að handskrifa bréf til norsku kaþólsku kirkjunnar og mér fannst hugmyndin um að til væri app sem hefði þennan eina tilgang vera algjör snilld. Ég byrjaði þá að kanna hvernig staðan væri á Íslandi og sá tækifæri til að taka þessa hugmynd skrefinu lengra með því að halda ferlinu öllu inni í appinu. Ég byrjaði að hanna grunnhugmyndina, fór í gegnum nokkrar mismunandi útgáfur á pappír og byrjaði svo að forrita appið sjálft. Svo tók vinnan dálítið yfir og ég náði ekki sinna verkefninu af neinu viti fyrr en fyrir rúmlega mánuði síðan þegar ég var staddur á Havaí að heimsækja kærustuna mína sem er tímabundið búsett þar. Ég nýtti því tímann þar á kaffihúsum og í rauninni hvar sem loftræstingu var að finna og náði að klára bæði framendann, það er að segja appið sjálft, sem og bakendann, sem sér um útfyllinguna á PDF-skjalinu og sendingu á tölvupósti, á tæpum mánuði.“ Appið er hannað til að vera einfalt í notkun enda tilgangur þess að einfalda fólki að skrá sig utan trúfélaga. Það eina sem þarf er að skrá þær grunnupplýsingar sem Þjóðskrá biður um, taka mynd af skilríkjum (ökuskírteini, vegabréfi eða ferðaskilríki) og svo skrifa undir. Það sem gerist bak við tjöldin er að appið fyllir út form A-280 og sendir það með upplýsingunum á Þjóðskrá. Magnús segir að ferlið taki um það bil tvær mínútur.En hvers vegna er þér það svona mikið í mun að fólk geti skráð sig auðveldlega úr þjóðkirkjunni? „Trúfrelsi skráir þig utan allra trúfélaga, ekki bara úr þjóðkirkjunni þó svo að langflestir séu auðvitað skráðir þar. Hins vegar er ég sannfærður um að ríki og kirkja eigi að vera aðskilin og það er svona helsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að smíða þetta app. Ríkið á auðvitað ekki að vera með eitt uppáhaldstrúfélag sem fær meiri vasapening en öll hin trúfélögin, það er dálítið ósanngjarnt gagnvart öllum hinum trúfélögunum og brýtur í bága við eiginlegt trúfrelsi. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn finnst mér það vera ákveðin tímaskekkja að ríkið haldi úti lista yfir það hjá hvaða trúfélagi hver og einn Íslendingur er skráður. Það einfaldlega kemur ríkinu ekkert við á hvað ég eða þú trúum eða trúum ekki og því fannst mér tilvalið að reyna að setja smá pressu á Alþingi og koma þessari umræðu aftur í gang með því að auðvelda fólki að skrá sig utan trúfélaga.“Hvernig sérð þú fyrir þér að þetta fyrirkomulag gæti verið, svona ef appið skilar sínu? „Ef okkur tekst að stíga síðasta skrefið inn í 21. öldina með því að aðskilja ríki og kirkju þá væri ekki þörf fyrir neinn til að opinberlega skrá sig í eitt eða annað trúfélag. Fólk gæti þá einfaldlega farið í sína kirkju eða mosku og borgað sín sóknargjöld þar. Trúfélögin hefðu þá fullkomið frelsi til að afla fjármuna án aðkomu ríkisins og hver og einn Íslendingur gæti iðkað sína trú í friði – það væri eiginlegt trúfrelsi.“ Trúfrelsi má nálgast á App Store en von er á Android-útgáfu fyrir jól.Hér er hlekkur á appið í App Store.Hér má finna vefsíðu Trúfrelsis. Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Magnús Ingi Sveinbjörnsson starfar sem viðmótshönnuður í San Francisco, skellir sér stundum í Crossfit eða frisbígolf í Golden Gate garðinum á milli þess sem hann viðrar mótorhjólið sitt. Hann vinnur líka að fjölmörgum aukaverkefnum – en eitt þeirra kláraði hann nú á dögunum og er það appið Trúfrelsi. Appið hjálpar fólki við að skrá sig úr þjóðkirkjunni, enda hefur Magnús sterkar skoðanir á sambandi ríkis og kirkju. „Ég sá frétt um svipað snjallsímaforrit í Noregi fyrir u.þ.b. tveimur árum. Það app aðstoðaði fólk við að handskrifa bréf til norsku kaþólsku kirkjunnar og mér fannst hugmyndin um að til væri app sem hefði þennan eina tilgang vera algjör snilld. Ég byrjaði þá að kanna hvernig staðan væri á Íslandi og sá tækifæri til að taka þessa hugmynd skrefinu lengra með því að halda ferlinu öllu inni í appinu. Ég byrjaði að hanna grunnhugmyndina, fór í gegnum nokkrar mismunandi útgáfur á pappír og byrjaði svo að forrita appið sjálft. Svo tók vinnan dálítið yfir og ég náði ekki sinna verkefninu af neinu viti fyrr en fyrir rúmlega mánuði síðan þegar ég var staddur á Havaí að heimsækja kærustuna mína sem er tímabundið búsett þar. Ég nýtti því tímann þar á kaffihúsum og í rauninni hvar sem loftræstingu var að finna og náði að klára bæði framendann, það er að segja appið sjálft, sem og bakendann, sem sér um útfyllinguna á PDF-skjalinu og sendingu á tölvupósti, á tæpum mánuði.“ Appið er hannað til að vera einfalt í notkun enda tilgangur þess að einfalda fólki að skrá sig utan trúfélaga. Það eina sem þarf er að skrá þær grunnupplýsingar sem Þjóðskrá biður um, taka mynd af skilríkjum (ökuskírteini, vegabréfi eða ferðaskilríki) og svo skrifa undir. Það sem gerist bak við tjöldin er að appið fyllir út form A-280 og sendir það með upplýsingunum á Þjóðskrá. Magnús segir að ferlið taki um það bil tvær mínútur.En hvers vegna er þér það svona mikið í mun að fólk geti skráð sig auðveldlega úr þjóðkirkjunni? „Trúfrelsi skráir þig utan allra trúfélaga, ekki bara úr þjóðkirkjunni þó svo að langflestir séu auðvitað skráðir þar. Hins vegar er ég sannfærður um að ríki og kirkja eigi að vera aðskilin og það er svona helsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að smíða þetta app. Ríkið á auðvitað ekki að vera með eitt uppáhaldstrúfélag sem fær meiri vasapening en öll hin trúfélögin, það er dálítið ósanngjarnt gagnvart öllum hinum trúfélögunum og brýtur í bága við eiginlegt trúfrelsi. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn finnst mér það vera ákveðin tímaskekkja að ríkið haldi úti lista yfir það hjá hvaða trúfélagi hver og einn Íslendingur er skráður. Það einfaldlega kemur ríkinu ekkert við á hvað ég eða þú trúum eða trúum ekki og því fannst mér tilvalið að reyna að setja smá pressu á Alþingi og koma þessari umræðu aftur í gang með því að auðvelda fólki að skrá sig utan trúfélaga.“Hvernig sérð þú fyrir þér að þetta fyrirkomulag gæti verið, svona ef appið skilar sínu? „Ef okkur tekst að stíga síðasta skrefið inn í 21. öldina með því að aðskilja ríki og kirkju þá væri ekki þörf fyrir neinn til að opinberlega skrá sig í eitt eða annað trúfélag. Fólk gæti þá einfaldlega farið í sína kirkju eða mosku og borgað sín sóknargjöld þar. Trúfélögin hefðu þá fullkomið frelsi til að afla fjármuna án aðkomu ríkisins og hver og einn Íslendingur gæti iðkað sína trú í friði – það væri eiginlegt trúfrelsi.“ Trúfrelsi má nálgast á App Store en von er á Android-útgáfu fyrir jól.Hér er hlekkur á appið í App Store.Hér má finna vefsíðu Trúfrelsis.
Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira