Lífið

Kórar Íslands: Karlakór Grafarvogs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, verður kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. 

Þriðji þátturinn fer í loftið á sunnudaginn og koma þar fram fjórir kórar og keppa um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin.

Hér að neðan ætlum við að fá að kynnast Karlakór Grafarvogs sem kemur fram í öðrum þriðja þætti á sunnudagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 19:10.

Karlakór Grafarvogs

Karlakór Grafarvogs er ungur kór - 6 ára gamall, og líklega sá eini á landinu sem kennir sig við hverfi í borg eða bæ. Kórinn telur um 25 syngjandi karlmenn sem syngja öll lög raddað, lang oftast fjórraddað.

Stofnandi og stjórnandi frá upphafi er Íris Erlingsdóttir söngkona og söngkennari. Kórinn hefur markað sér nokkra sérstöðu með léttri dagskrá og talsverðu af eigin efni þ.e. útsetningar og textar úr ranni kórfélaga og stjórnanda.

Kórinn æfir í Grafarvogskirkju á mánudagskvöldum klukkan átta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×