Flugmenn uppseldir á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. maí 2017 20:00 Vignir Örn Gunnarsson, formaður Íslenska flugmannafélagsins. Tæpur helmingur flugmanna WOW eru erlendir flugmenn sem fengnir eru í gegnum umboðsskrifstofu. Flestir eru frá Vestur-Evrópu en íslenskir kollegar þeirra eru einfaldlega uppseldir. Kjör flugmanna WOW fara eftir kjarasamningum Íslenska flugmannafélagsins sem einungis starfsmenn WOW eru aðilar að. Kjör erlendu flugmannanna fara hins vegar eftir samningum þeirra við umboðsskrifstofur en formaður flugmannafélagsins, segir kjörin sambærileg. Markmiðið er þó að ráða sem flesta inn á launaskrá. „Það er yfrlýst stefna, bæði stéttarfélagsins og WOW air, að sem flestir komi til stéttarfélagsins og á kjarasamning hjá okkur," segir Vignir Örn Gunnarsson, formaður Íslenska flugmannafélagsins. Það gengur ágætlega og voru fyrstu flugmennirnir að týnast inn um áramótin. Sumir vilja hins vegar ekki fasta búsetu á Íslandi. Aðalatriðið hefur að sögn Vignis verið að fá mannskap til starfa til að halda í við gríðarlegan vöxt félagsins. Á einungis sex árum hefur WOW farið upp í það að reka þrettán vélar og eiga þær að verða 24 fyrir lok næsta árs. Er því von á enn frekari vöntun á flugmönnum. „Það er viðvarandi flugmannaskortur. Flugskólarnir hafa ekki undan við að unga út nýjum flugmönnum fyrir bæði flugfélögin. WOW air er að vaxa gríðarlega og það þarf að fá mannskap til að fljúga þessum flugvélum. Og hann er bara ekki til á Íslandi. Sérstaklega reynslumiklir flugstjórar," segir Vignir. „Flugmenn eru uppseldir. Því miður eða sem betur fer, það er mjög gott að vera flugmaður á Íslandi í dag." Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Sjá meira
Tæpur helmingur flugmanna WOW eru erlendir flugmenn sem fengnir eru í gegnum umboðsskrifstofu. Flestir eru frá Vestur-Evrópu en íslenskir kollegar þeirra eru einfaldlega uppseldir. Kjör flugmanna WOW fara eftir kjarasamningum Íslenska flugmannafélagsins sem einungis starfsmenn WOW eru aðilar að. Kjör erlendu flugmannanna fara hins vegar eftir samningum þeirra við umboðsskrifstofur en formaður flugmannafélagsins, segir kjörin sambærileg. Markmiðið er þó að ráða sem flesta inn á launaskrá. „Það er yfrlýst stefna, bæði stéttarfélagsins og WOW air, að sem flestir komi til stéttarfélagsins og á kjarasamning hjá okkur," segir Vignir Örn Gunnarsson, formaður Íslenska flugmannafélagsins. Það gengur ágætlega og voru fyrstu flugmennirnir að týnast inn um áramótin. Sumir vilja hins vegar ekki fasta búsetu á Íslandi. Aðalatriðið hefur að sögn Vignis verið að fá mannskap til starfa til að halda í við gríðarlegan vöxt félagsins. Á einungis sex árum hefur WOW farið upp í það að reka þrettán vélar og eiga þær að verða 24 fyrir lok næsta árs. Er því von á enn frekari vöntun á flugmönnum. „Það er viðvarandi flugmannaskortur. Flugskólarnir hafa ekki undan við að unga út nýjum flugmönnum fyrir bæði flugfélögin. WOW air er að vaxa gríðarlega og það þarf að fá mannskap til að fljúga þessum flugvélum. Og hann er bara ekki til á Íslandi. Sérstaklega reynslumiklir flugstjórar," segir Vignir. „Flugmenn eru uppseldir. Því miður eða sem betur fer, það er mjög gott að vera flugmaður á Íslandi í dag."
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Sjá meira