Alec Baldwin varði góðum tíma í að gera grín að glápi forsetans á sólmyrkvann á mánudag sem vakti ómælda athygli - sem og yfirlýsingu forsetans eftir uppþotin í Charlottesville.
Sagði Baldwin til að mynda að eina fórnarlamb átakanna hafi verið Trump sjálfur og að það hafi verið ósanngjarnt af fjölmiðlum að greina frá öllum ummælum hans. Sérstaklega þeim slæmu.
Sprell Baldwins má sjá hér að neðan.