Einn af möguleikunum sem velt hefur verið upp varðandi það hvað hægt sé að gera er að rífa húsið og byggja nýtt á grunni þess gamla. Kostnaðurinn við það er þrír milljarðar króna.
Blaðamannafundur vegna rakaskemmdanna var haldinn í dag og kynnti Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, þar þá valkosti sem uppi eru varðandi viðgerðir á húsnæðinu.

Líftími slíkrar viðgerðar væri þó ekki nema 15 ár og verktíminn tvö ár. Sú leið er því ef til vill ekki mjög hagkvæm en næstódýrasti kosturinn er að setja svokallaða regnkápu á húsið. Líftími slíkrar viðgerðar er 50 ár og áætlaður verktími 18 mánuðir. Það myndi síðan kosta rúma tvo milljarða að rífa húsið og flytja starfsemina í önnur hús á lóðinni.
Vesturhúsið stendur autt en Bjarni segir það ekki trufla grunnþjónustu við viðskiptavini. Orkuveitan hefur óskað eftir því að Héraðsdómur Reykjavíkur fái matsmann til að meta ástæður skemmdanna og tjónið.