Úrsúla var tekin frá móður sinni átta ára gömul: „Við vorum bara ekki hæf, við vorum aldrei edrú“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2017 12:30 Saga þeirra mæðgna er mjög merkileg. „Það var mikið heimilisofbeldi sem ég horfði upp á,“ segir Úrsúla Ósk Lindudóttir í þættinum Fósturbörn með Sindra Sindrasyni á Stöð 2 í gær. Móðir hennar Linda Rut Hreggviðsdóttir varð ólétt af Úrsúlu 17 ára en þegar dóttir hennar var átta ára var hún tekin frá henni af barnaverndaryfirvöldum. Áður höfðu þau haft afskipti og Linda aðvöruð. „Ég man eftir þessu eins og ef þetta hefði gerst í gær og það var rosalega erfitt. Samt líður mér einhvern veginn eins og þetta hafi kannski ekkert verið það hræðilegt, en þegar ég horfi á þætti um heimilisofbeldi þá tengi ég alltaf mikið. Þetta hrjáir mig samt ekki neitt í dag og ég held að ég sé bara rosalega heppin.“ Mikið gekk á á heimili Úrsúlu, hlutir sem ekkert barn á að þurfa upplifa.Úrsúla hefur gengið í gegnum margt.„Mamma bjó með manni sem var veikur og átti erfitt. Hann kom illa fram við hana með ofbeldi. Þau voru saman í neyslu og þá fer auðvitað allt í klessu.“ Úrsúla lýsir því hvernig henni leið þegar móðir hennar var beitt ofbeldi. „Maður frýs bara og veit ekkert hvað maður á að gera. Svo þegar ég varð eldri þá fór ég að hugsa hvað ég gæti gert til að stoppa þetta, en mér datt aldrei í hug að hringja á lögguna.“ Nágrannar Lindu höfðu nokkrum sinnum samband við lögregluna. „Ég vísaði þeim alltaf í burtu og sagði þeim að það væri allt í lagi,“ segir Linda Rut, móðir Úrsúlu. Þarna bjuggu mæðgurnar á Norðurlandinu og þurftu eitt sinn að fara í lögreglufylgt suður í kvennaathvarfið.Hér má sjá Lindu Rut með Úrsúlu þegar hún var ungabarn.„Við gátum ekki farið heim strax þar sem maðurinn sem ég var með neitaði að skrá sig úr sambúð og fara út úr íbúðinni svo það þurfti að skipta um sílendir á meðan hann var á sjó.“ Mæðurnar flutti á endanum suður og Úrsúla fór í Austurbæjarskóla en ástandið skánaði þó ekki. Linda hélt neyslunni áfram og á endanum gripu yfirvöld inn í og nú af hörku. „Ég man í raun lítið eftir þessum tíma og ég hugsa stundum núna hvernig fólki datt í hug að senda börnin til okkar aftur,“ segir Linda Rut sem fékk Úrsúlu til sín einu sinni í mánuði þegar hún var fyrst tekin af henni. „Við vorum bara ekki hæf, við vorum aldrei edrú.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Fósturbörn Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
„Það var mikið heimilisofbeldi sem ég horfði upp á,“ segir Úrsúla Ósk Lindudóttir í þættinum Fósturbörn með Sindra Sindrasyni á Stöð 2 í gær. Móðir hennar Linda Rut Hreggviðsdóttir varð ólétt af Úrsúlu 17 ára en þegar dóttir hennar var átta ára var hún tekin frá henni af barnaverndaryfirvöldum. Áður höfðu þau haft afskipti og Linda aðvöruð. „Ég man eftir þessu eins og ef þetta hefði gerst í gær og það var rosalega erfitt. Samt líður mér einhvern veginn eins og þetta hafi kannski ekkert verið það hræðilegt, en þegar ég horfi á þætti um heimilisofbeldi þá tengi ég alltaf mikið. Þetta hrjáir mig samt ekki neitt í dag og ég held að ég sé bara rosalega heppin.“ Mikið gekk á á heimili Úrsúlu, hlutir sem ekkert barn á að þurfa upplifa.Úrsúla hefur gengið í gegnum margt.„Mamma bjó með manni sem var veikur og átti erfitt. Hann kom illa fram við hana með ofbeldi. Þau voru saman í neyslu og þá fer auðvitað allt í klessu.“ Úrsúla lýsir því hvernig henni leið þegar móðir hennar var beitt ofbeldi. „Maður frýs bara og veit ekkert hvað maður á að gera. Svo þegar ég varð eldri þá fór ég að hugsa hvað ég gæti gert til að stoppa þetta, en mér datt aldrei í hug að hringja á lögguna.“ Nágrannar Lindu höfðu nokkrum sinnum samband við lögregluna. „Ég vísaði þeim alltaf í burtu og sagði þeim að það væri allt í lagi,“ segir Linda Rut, móðir Úrsúlu. Þarna bjuggu mæðgurnar á Norðurlandinu og þurftu eitt sinn að fara í lögreglufylgt suður í kvennaathvarfið.Hér má sjá Lindu Rut með Úrsúlu þegar hún var ungabarn.„Við gátum ekki farið heim strax þar sem maðurinn sem ég var með neitaði að skrá sig úr sambúð og fara út úr íbúðinni svo það þurfti að skipta um sílendir á meðan hann var á sjó.“ Mæðurnar flutti á endanum suður og Úrsúla fór í Austurbæjarskóla en ástandið skánaði þó ekki. Linda hélt neyslunni áfram og á endanum gripu yfirvöld inn í og nú af hörku. „Ég man í raun lítið eftir þessum tíma og ég hugsa stundum núna hvernig fólki datt í hug að senda börnin til okkar aftur,“ segir Linda Rut sem fékk Úrsúlu til sín einu sinni í mánuði þegar hún var fyrst tekin af henni. „Við vorum bara ekki hæf, við vorum aldrei edrú.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Fósturbörn Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira