Sigur Rós tekur yfir Hörpu og heldur ferna tónleika Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2017 14:08 Sigur Rós á tónleikum. Vísir/Getty Hljómsveitin Sigur Rós mun taka yfir Hörpu á milli jóla og nýárs og koma fram á fernum tónleikum í Eldborg. Tónleikarnir verða haldnir dagana 27., 28., 29. og 30. desember en auk þess mun hljómsveitin standa fyrir ýmsum tónlistarviðburðum, innsetningum, dansi, kvikmyndasýningum og óvæntum uppákomum vina og samverkafólks Sigur Rósar í gegnum tíðina í öllum mögulegum og ómögulegum plássum sem finna má í Hörpu, að því er segir í tilkynningu frá hljómsveitinni.Tónleikar Sigur Rósar í Eldborgarsal Hörpu verða þeir síðustu á átján mánaða tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar um heiminn sem hófst um mitt síðasta ár. Þá verða liðin fimm ár síðan hljómsveitin kom fram á Íslandi. Nánari upplýsingar má nálgast á nordurognidur.is. Fjölmargir Íslendingar sáu Sigur Rós á tónleikum í Walt Disney tónlistarhöllinni í Los Angeles á dögunum þar sem sveitin spilaði með Fílharmóníusveit Los Angeles. Tónleikarnir þóttu takast mjög vel en þeir voru hluti af Reykjavík Music Festival sem fram fór í borginni og fjölmargir íslenskir listamenn tóku þátt í. Upptöku frá tónleikunum má sjá hér að neðan. Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós mun taka yfir Hörpu á milli jóla og nýárs og koma fram á fernum tónleikum í Eldborg. Tónleikarnir verða haldnir dagana 27., 28., 29. og 30. desember en auk þess mun hljómsveitin standa fyrir ýmsum tónlistarviðburðum, innsetningum, dansi, kvikmyndasýningum og óvæntum uppákomum vina og samverkafólks Sigur Rósar í gegnum tíðina í öllum mögulegum og ómögulegum plássum sem finna má í Hörpu, að því er segir í tilkynningu frá hljómsveitinni.Tónleikar Sigur Rósar í Eldborgarsal Hörpu verða þeir síðustu á átján mánaða tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar um heiminn sem hófst um mitt síðasta ár. Þá verða liðin fimm ár síðan hljómsveitin kom fram á Íslandi. Nánari upplýsingar má nálgast á nordurognidur.is. Fjölmargir Íslendingar sáu Sigur Rós á tónleikum í Walt Disney tónlistarhöllinni í Los Angeles á dögunum þar sem sveitin spilaði með Fílharmóníusveit Los Angeles. Tónleikarnir þóttu takast mjög vel en þeir voru hluti af Reykjavík Music Festival sem fram fór í borginni og fjölmargir íslenskir listamenn tóku þátt í. Upptöku frá tónleikunum má sjá hér að neðan.
Tónlist Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira