Ferðamálaráðherra: Ekki lengur rök fyrir því að stærsta atvinnugreinin sé á undanþágu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. apríl 2017 16:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála. Vísir/GVA Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. Ríkisstjórnin hefur kynnt tillögur þess efnis að ferðaþjónustufyrirtæki verða hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattsþrep, úr 11 prósentum í 22,5 prósent frá og með júlí á næsta ári. Þessi ákvörðun hefur verið harðlega gagrýnd, þá sérstaklega á meðal aðila í ferðaþjónustunni en Samtök ferðaþjónustunnar samþykktu á dögunum harðorða ályktun þar sem áformum ríkistjórnarinnar var mótmælt. En hvernig svarar ráðherra gagnrýninni? „Ég svara henni í raun þannig að ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er ekki vinsæl ákvörðun fyrir greinina sjálfa og ekkert sem kemur á óvart þar,“ sagði Þórdís sem var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Sagði hún að ef til vill hafi verið hægt að samþykkja undanþágur á virðisaukaskatti til ferðaþjónustunnar á meðan greinin var að byggja sig upp. Þetta ætti þó ekki við lengur þegar greinin væri orðinn stærsti atvinnuvegur landsins, eðlilegt væri að slík grein myndi búa við sama skattaumhverfi og aðrir hér á landi. „Þá benda menn á samkeppnishæfni en þá getur maður líka sagt, þetta er fordæmalaus vöxtur og fordæmalaus staða sem við erum í. Það að það muni hægja á vexti ferðamanna er í mínum huga ekki stórkostlegt vandamál,“ sagði Þórdís. Stjórnvöld hefðu lengi stefnt að því að einfalda skattþrep með því að afnema undanþágur og liður í því væri að vera með eitt skattþrep þegar kemur að virðisaukaskatti. „Þetta er kerfisbreyting á VSK-kerfinu sem þegar upp er staðið er ekki skattahækkun,“ sagði Þórdís.Þannig að hækka að skatta um 100 prósent er ekki skattahækkun?„Í heildina er þetta kerfisbreyting á VSK-kerfinu sem er ekki skattahækkun. Það að þessi grein hafi verið í undanþáguþrepi og áformað er að hún verði það ekki lengur. Ég meina jú, virðisaukaskattur er í eðli sínu þannig að við erum að fela fyrirtækjum að innheimta skatta af ferðamönnum. Við erum ekki að leggja skatt á hagnað fyrirtækja,“sagði Þórdís en viðtalið allt má sjá í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26 Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að ekki séu lengur rök fyrir því að stærsti atvinnuvegur landsins, ferðamannaþjónustan, sé á sérstökum undanþágum varðandi virðisaukaskatt. Ríkisstjórnin hefur kynnt tillögur þess efnis að ferðaþjónustufyrirtæki verða hækkuð upp í nýtt virðisaukaskattsþrep, úr 11 prósentum í 22,5 prósent frá og með júlí á næsta ári. Þessi ákvörðun hefur verið harðlega gagrýnd, þá sérstaklega á meðal aðila í ferðaþjónustunni en Samtök ferðaþjónustunnar samþykktu á dögunum harðorða ályktun þar sem áformum ríkistjórnarinnar var mótmælt. En hvernig svarar ráðherra gagnrýninni? „Ég svara henni í raun þannig að ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er ekki vinsæl ákvörðun fyrir greinina sjálfa og ekkert sem kemur á óvart þar,“ sagði Þórdís sem var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Sagði hún að ef til vill hafi verið hægt að samþykkja undanþágur á virðisaukaskatti til ferðaþjónustunnar á meðan greinin var að byggja sig upp. Þetta ætti þó ekki við lengur þegar greinin væri orðinn stærsti atvinnuvegur landsins, eðlilegt væri að slík grein myndi búa við sama skattaumhverfi og aðrir hér á landi. „Þá benda menn á samkeppnishæfni en þá getur maður líka sagt, þetta er fordæmalaus vöxtur og fordæmalaus staða sem við erum í. Það að það muni hægja á vexti ferðamanna er í mínum huga ekki stórkostlegt vandamál,“ sagði Þórdís. Stjórnvöld hefðu lengi stefnt að því að einfalda skattþrep með því að afnema undanþágur og liður í því væri að vera með eitt skattþrep þegar kemur að virðisaukaskatti. „Þetta er kerfisbreyting á VSK-kerfinu sem þegar upp er staðið er ekki skattahækkun,“ sagði Þórdís.Þannig að hækka að skatta um 100 prósent er ekki skattahækkun?„Í heildina er þetta kerfisbreyting á VSK-kerfinu sem er ekki skattahækkun. Það að þessi grein hafi verið í undanþáguþrepi og áformað er að hún verði það ekki lengur. Ég meina jú, virðisaukaskattur er í eðli sínu þannig að við erum að fela fyrirtækjum að innheimta skatta af ferðamönnum. Við erum ekki að leggja skatt á hagnað fyrirtækja,“sagði Þórdís en viðtalið allt má sjá í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26 Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Segja boðaðar skattahækkanir reiðarslag fyrir ferðaþjónustu Mikil óánægja ríkir meðal ferðaþjónustufyrirtækja með boðaðar skattahækkanir á greinina og var boðað til aukafundar hjá samtökum ferðaþjónustunnar síðdegis í dag vegna málsins. 30. mars 2017 21:26
Boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna: „Verðum að gæta okkar á því að verða ekki fórnarlömb eigin velgengni“ Viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, sem birtist á vef Bloomberg í liðinni viku hefur vakið athygli erlendis þar sem ráðherrann boðar nýjan skatt á ferðaþjónustuna. 22. mars 2017 11:33