Kornakur í fjallasal Hornafjarðar skilar 50 prósent meiri uppskeru Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2017 09:33 Kornuppskera stefnir í að verða einhver sú besta á landinu um langt árabil. Dæmi eru um að akrar skili fimmtíu prósenta meira korni en í fyrra. Rætt var við Þórhall Einarsson, kornsláttumann á Hornafirði, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Í mögnuðum fjallasal á jörðinni Hoffelli í innanverðum Hornafirði hófst kornskurður fyrir helgi. Nokkrir bændur á Mýrum og í Hornafirði hafa með sér félag um rekstur tveggja þreskivéla. Þórhallur Einarsson kornsláttumaður lætur vel af uppskerunni en hann slær hér byggakur fyrir Eirík Egilsson, kúabónda á Seljavöllum í Nesjum. „Það lítur mjög vel út, allavega hérna það sem ég hef séð. Þetta er fyrsti akurinn sem ég hef séð af þessu og hann lítur mjög vel út,” segir Þórhallur. Kornskurður hófst í Hornafirði á fimmtudag. Bæirnir á Hoffelli sjást efst til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir bændur um land allt hafa svipaða sögu að segja og það sé óvenjulegt að kornrækt hafi gengið svo vel í öllum landshlutum. Annars hafi orðið samdráttur í kornræktinni á síðustu árum vegna ýmissa áfalla. „Oft hefur farið illa, bæði út af gæs og veðrum,” segir Þórhallur. En nú er staðan mun betri. Þannig áætlar Þórhallur að þessi sextán hektara akur gefi 150 tonn í ár miðað við 100 tonn í fyrra, eða 50 prósentum meira. En hvað veldur svo miklu betri uppskeru í ár? „Ég held að það hafi bara verið svo gott sumar. Búið að vera sól og blíða, búið að vera mjög gott veður hér í sumar.”Kornakurinn á Hoffelli. Fjær sést Hoffellsjökull.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sjálfur hefur Þórhallur kornsláttinn sem aukastarf. Það sé hluti af dagskránni að fara út í sveitir á haustin en annars starfi hann á Höfn. Og hann segist ekki gleyma sér við að horfa á skriðjöklana, - segist vera með þá fyrir augunum allan daginn. Hornafjörður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
Kornuppskera stefnir í að verða einhver sú besta á landinu um langt árabil. Dæmi eru um að akrar skili fimmtíu prósenta meira korni en í fyrra. Rætt var við Þórhall Einarsson, kornsláttumann á Hornafirði, í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Í mögnuðum fjallasal á jörðinni Hoffelli í innanverðum Hornafirði hófst kornskurður fyrir helgi. Nokkrir bændur á Mýrum og í Hornafirði hafa með sér félag um rekstur tveggja þreskivéla. Þórhallur Einarsson kornsláttumaður lætur vel af uppskerunni en hann slær hér byggakur fyrir Eirík Egilsson, kúabónda á Seljavöllum í Nesjum. „Það lítur mjög vel út, allavega hérna það sem ég hef séð. Þetta er fyrsti akurinn sem ég hef séð af þessu og hann lítur mjög vel út,” segir Þórhallur. Kornskurður hófst í Hornafirði á fimmtudag. Bæirnir á Hoffelli sjást efst til vinstri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir bændur um land allt hafa svipaða sögu að segja og það sé óvenjulegt að kornrækt hafi gengið svo vel í öllum landshlutum. Annars hafi orðið samdráttur í kornræktinni á síðustu árum vegna ýmissa áfalla. „Oft hefur farið illa, bæði út af gæs og veðrum,” segir Þórhallur. En nú er staðan mun betri. Þannig áætlar Þórhallur að þessi sextán hektara akur gefi 150 tonn í ár miðað við 100 tonn í fyrra, eða 50 prósentum meira. En hvað veldur svo miklu betri uppskeru í ár? „Ég held að það hafi bara verið svo gott sumar. Búið að vera sól og blíða, búið að vera mjög gott veður hér í sumar.”Kornakurinn á Hoffelli. Fjær sést Hoffellsjökull.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Sjálfur hefur Þórhallur kornsláttinn sem aukastarf. Það sé hluti af dagskránni að fara út í sveitir á haustin en annars starfi hann á Höfn. Og hann segist ekki gleyma sér við að horfa á skriðjöklana, - segist vera með þá fyrir augunum allan daginn.
Hornafjörður Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira