Séra sárnar þegar lítið er gert úr prestum Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2017 09:09 Séra Hildur Eir spyr hvort ekki sé verið að gera lítið úr störfum presta í þessu samhengi. Séra Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, biður fólk að gæta orða sinna í tengslum við hatrama umræðu um launakjör prestastéttarinnar. Eins og fram hefur komið ákvað kjararáð að hækka laun prestastéttarinnar umtalsvert en einkum hefur sjónum verið beint að Biskupi yfir Íslandi, Agnesi M. Sigurðardóttur sem fékk ríflega afturvirka hækkun, 3,3 milljóna króna eingreiðslu og 18 prósenta launahækkun og er nú með tæpar 1,6 milljón króna í laun á mánuði. Prestastéttin hefur lengi talið vert að hækka þessi laun og Séra Hildur Eir telur sjálfsagt að fólk hafi skoðanir á þessu. „Fyrir marga er þetta mikill peningur og upphæð sem aðrar starfsstéttir fá ekki en eiga svo sannarlega skilið. Mikið vildi èg óska þess að allar starfsstéttir væru sæmdar af sínum launum, það er einn bletturinn á okkar samfélagi að við metum oft vinnuframlag meira eftir framleiðni en félagsauði og lýðheilsu samanber laun kennara og hjúkrunarfræðinga sem eru auðvitað ekki eðlileg miðað við ábyrgð og álag,“ skrifar Séra Hildur Eir á Facebook-síðu sína nú í morgun. „Mig langar samt að segja eitt við ykkur kæru vinir: Hafið endilega skoðun á þessari launahækkun og bendið á misræmi launa í þeim verðuga tilgangi að knýja fram breytingar fyrir aðrar umönnunarstèttir af því að það er það sem prestastéttin er, umönnunarstétt.Eru þið samt til í að gera ekki lítið úr störfum okkar presta í þessu samhengi og jafnvel varpa því fram að við gerum ekki neitt og séum byrði á samfèlaginu, èg finn að mèr sárnar það og þegar mér sárnar þá reyni ég að opna á það svo ég verði ekki bitur og leiðinleg.“ Tengdar fréttir Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40 Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. 20. desember 2017 16:45 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira
Séra Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, biður fólk að gæta orða sinna í tengslum við hatrama umræðu um launakjör prestastéttarinnar. Eins og fram hefur komið ákvað kjararáð að hækka laun prestastéttarinnar umtalsvert en einkum hefur sjónum verið beint að Biskupi yfir Íslandi, Agnesi M. Sigurðardóttur sem fékk ríflega afturvirka hækkun, 3,3 milljóna króna eingreiðslu og 18 prósenta launahækkun og er nú með tæpar 1,6 milljón króna í laun á mánuði. Prestastéttin hefur lengi talið vert að hækka þessi laun og Séra Hildur Eir telur sjálfsagt að fólk hafi skoðanir á þessu. „Fyrir marga er þetta mikill peningur og upphæð sem aðrar starfsstéttir fá ekki en eiga svo sannarlega skilið. Mikið vildi èg óska þess að allar starfsstéttir væru sæmdar af sínum launum, það er einn bletturinn á okkar samfélagi að við metum oft vinnuframlag meira eftir framleiðni en félagsauði og lýðheilsu samanber laun kennara og hjúkrunarfræðinga sem eru auðvitað ekki eðlileg miðað við ábyrgð og álag,“ skrifar Séra Hildur Eir á Facebook-síðu sína nú í morgun. „Mig langar samt að segja eitt við ykkur kæru vinir: Hafið endilega skoðun á þessari launahækkun og bendið á misræmi launa í þeim verðuga tilgangi að knýja fram breytingar fyrir aðrar umönnunarstèttir af því að það er það sem prestastéttin er, umönnunarstétt.Eru þið samt til í að gera ekki lítið úr störfum okkar presta í þessu samhengi og jafnvel varpa því fram að við gerum ekki neitt og séum byrði á samfèlaginu, èg finn að mèr sárnar það og þegar mér sárnar þá reyni ég að opna á það svo ég verði ekki bitur og leiðinleg.“
Tengdar fréttir Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40 Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. 20. desember 2017 16:45 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira
Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56
Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40
Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. 20. desember 2017 16:45