Var að hlusta á Pál Óskar og Moniku þegar Monika bankaði upp á og bjargaði jólunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. desember 2017 22:00 Bryndís ákvað að skella sér upp í sumarbústað á aðfangadagsmorgun. Þar ætlaði hún að halda jólin ein þangað til Monika dúkkaði upp, Vísir/Bryndís Alexandersdóttir Bryndís Alexandersdóttir ætlaði að halda jólin ein uppi í sumarbústað á aðfangadag. Undirbúningur var í fullum gangi, undir ljúfum tónum söngvarans Páls Óskars Hjálmtýssonar og hörpuleikarans Moniku Abendroth, þegar Monika sjálf bankaði á dyr og bauð Bryndísi að halda jólin með fjölskyldu sinni í næsta bústað. Atvikið á sér nokkra forsögu en Bryndís er fráskilin og hefur þurft að venjast því að vera ein á aðfangadag önnur hver jól.Bryndís og Monika á aðfangadagskvöld.Bryndís Alexandersdóttir„Jólin 2015 þá var ég semsagt ein á aðfangadag í fyrsta skipti og ákvað að fara í miðnæturmessu og hlustaði þar á Pál Óskar og Moniku í fyrsta sinn, en þetta var síðasta jólamessan sem þau spiluðu saman í,“ segir Bryndís í samtali við Vísi og bætir við að stundin hafi verið mjög tilfinningaþrungin, fyrir sig og eflaust Moniku og Pál Óskar líka.„Þetta var alveg dásamlegt“ Dætur Bryndísar skiptast á að vera hjá henni og pabba sínum á aðfangadag. Í ár sá Bryndís fram á að vera ein á aðfangadagskvöld og ákvað því að skella sér upp í sumarbústað í Reykjaskógi að morgni 24. desember. „Þessi jól voru þær aftur hjá pabba sínum á aðfangadag og ég var bara ein og keyrði upp í bústað á aðfangadagsmorgun. Þar skreytti ég og undirbjó jólasteikina og svona,“ segir Bryndís. „Svo var ég að skreyta jólatréð þegar Monika kemur semsagt með dóttur sína og tengdason og barnabörn, og þau banka upp á.“ Bryndís segir heimboðið hafa komið sér nokkuð á óvart, þó að dóttir Moniku hafi að vísu vitað af henni einni í bústaðnum, og þá hafi tímasetningin líka verið ótrúleg. „En það var eitthvað svo fyndið að vera að skreyta jólatréð, einn upp í bústað, að hlusta á Moniku þegar hún bankar svo sjálf,“ segir Bryndís sem kveðst hafa átt einstaklega gleðileg jól í sumarbústað með Moniku og fjölskyldu hennar. „Ég fór svo bara yfir til þeirra og borðaði með þeim jólamatinn. Svo fór ég yfir til mín á miðnætti þannig að þetta var alveg dásamlegt.“Ein í bústað á aðfangadag að skreyta jólatréð og hlusta á Pál Óskar & Moniku þegar Monika (!) bankar upp á og býður mér að borða með sér og fjölskyldunni í kvöld. Ég er núna að hlusta á Christmas in Hollis — Bryndis Alexanders (@bryndis1980) December 24, 2017 Hér að neðan má svo hlusta á lagið Himingöngu í flutningi Páls Óskars og Moniku. Lagið var flutt á jólatónleikum þeirra árið 2003. Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira
Bryndís Alexandersdóttir ætlaði að halda jólin ein uppi í sumarbústað á aðfangadag. Undirbúningur var í fullum gangi, undir ljúfum tónum söngvarans Páls Óskars Hjálmtýssonar og hörpuleikarans Moniku Abendroth, þegar Monika sjálf bankaði á dyr og bauð Bryndísi að halda jólin með fjölskyldu sinni í næsta bústað. Atvikið á sér nokkra forsögu en Bryndís er fráskilin og hefur þurft að venjast því að vera ein á aðfangadag önnur hver jól.Bryndís og Monika á aðfangadagskvöld.Bryndís Alexandersdóttir„Jólin 2015 þá var ég semsagt ein á aðfangadag í fyrsta skipti og ákvað að fara í miðnæturmessu og hlustaði þar á Pál Óskar og Moniku í fyrsta sinn, en þetta var síðasta jólamessan sem þau spiluðu saman í,“ segir Bryndís í samtali við Vísi og bætir við að stundin hafi verið mjög tilfinningaþrungin, fyrir sig og eflaust Moniku og Pál Óskar líka.„Þetta var alveg dásamlegt“ Dætur Bryndísar skiptast á að vera hjá henni og pabba sínum á aðfangadag. Í ár sá Bryndís fram á að vera ein á aðfangadagskvöld og ákvað því að skella sér upp í sumarbústað í Reykjaskógi að morgni 24. desember. „Þessi jól voru þær aftur hjá pabba sínum á aðfangadag og ég var bara ein og keyrði upp í bústað á aðfangadagsmorgun. Þar skreytti ég og undirbjó jólasteikina og svona,“ segir Bryndís. „Svo var ég að skreyta jólatréð þegar Monika kemur semsagt með dóttur sína og tengdason og barnabörn, og þau banka upp á.“ Bryndís segir heimboðið hafa komið sér nokkuð á óvart, þó að dóttir Moniku hafi að vísu vitað af henni einni í bústaðnum, og þá hafi tímasetningin líka verið ótrúleg. „En það var eitthvað svo fyndið að vera að skreyta jólatréð, einn upp í bústað, að hlusta á Moniku þegar hún bankar svo sjálf,“ segir Bryndís sem kveðst hafa átt einstaklega gleðileg jól í sumarbústað með Moniku og fjölskyldu hennar. „Ég fór svo bara yfir til þeirra og borðaði með þeim jólamatinn. Svo fór ég yfir til mín á miðnætti þannig að þetta var alveg dásamlegt.“Ein í bústað á aðfangadag að skreyta jólatréð og hlusta á Pál Óskar & Moniku þegar Monika (!) bankar upp á og býður mér að borða með sér og fjölskyldunni í kvöld. Ég er núna að hlusta á Christmas in Hollis — Bryndis Alexanders (@bryndis1980) December 24, 2017 Hér að neðan má svo hlusta á lagið Himingöngu í flutningi Páls Óskars og Moniku. Lagið var flutt á jólatónleikum þeirra árið 2003.
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Sjá meira