Var að hlusta á Pál Óskar og Moniku þegar Monika bankaði upp á og bjargaði jólunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. desember 2017 22:00 Bryndís ákvað að skella sér upp í sumarbústað á aðfangadagsmorgun. Þar ætlaði hún að halda jólin ein þangað til Monika dúkkaði upp, Vísir/Bryndís Alexandersdóttir Bryndís Alexandersdóttir ætlaði að halda jólin ein uppi í sumarbústað á aðfangadag. Undirbúningur var í fullum gangi, undir ljúfum tónum söngvarans Páls Óskars Hjálmtýssonar og hörpuleikarans Moniku Abendroth, þegar Monika sjálf bankaði á dyr og bauð Bryndísi að halda jólin með fjölskyldu sinni í næsta bústað. Atvikið á sér nokkra forsögu en Bryndís er fráskilin og hefur þurft að venjast því að vera ein á aðfangadag önnur hver jól.Bryndís og Monika á aðfangadagskvöld.Bryndís Alexandersdóttir„Jólin 2015 þá var ég semsagt ein á aðfangadag í fyrsta skipti og ákvað að fara í miðnæturmessu og hlustaði þar á Pál Óskar og Moniku í fyrsta sinn, en þetta var síðasta jólamessan sem þau spiluðu saman í,“ segir Bryndís í samtali við Vísi og bætir við að stundin hafi verið mjög tilfinningaþrungin, fyrir sig og eflaust Moniku og Pál Óskar líka.„Þetta var alveg dásamlegt“ Dætur Bryndísar skiptast á að vera hjá henni og pabba sínum á aðfangadag. Í ár sá Bryndís fram á að vera ein á aðfangadagskvöld og ákvað því að skella sér upp í sumarbústað í Reykjaskógi að morgni 24. desember. „Þessi jól voru þær aftur hjá pabba sínum á aðfangadag og ég var bara ein og keyrði upp í bústað á aðfangadagsmorgun. Þar skreytti ég og undirbjó jólasteikina og svona,“ segir Bryndís. „Svo var ég að skreyta jólatréð þegar Monika kemur semsagt með dóttur sína og tengdason og barnabörn, og þau banka upp á.“ Bryndís segir heimboðið hafa komið sér nokkuð á óvart, þó að dóttir Moniku hafi að vísu vitað af henni einni í bústaðnum, og þá hafi tímasetningin líka verið ótrúleg. „En það var eitthvað svo fyndið að vera að skreyta jólatréð, einn upp í bústað, að hlusta á Moniku þegar hún bankar svo sjálf,“ segir Bryndís sem kveðst hafa átt einstaklega gleðileg jól í sumarbústað með Moniku og fjölskyldu hennar. „Ég fór svo bara yfir til þeirra og borðaði með þeim jólamatinn. Svo fór ég yfir til mín á miðnætti þannig að þetta var alveg dásamlegt.“Ein í bústað á aðfangadag að skreyta jólatréð og hlusta á Pál Óskar & Moniku þegar Monika (!) bankar upp á og býður mér að borða með sér og fjölskyldunni í kvöld. Ég er núna að hlusta á Christmas in Hollis — Bryndis Alexanders (@bryndis1980) December 24, 2017 Hér að neðan má svo hlusta á lagið Himingöngu í flutningi Páls Óskars og Moniku. Lagið var flutt á jólatónleikum þeirra árið 2003. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
Bryndís Alexandersdóttir ætlaði að halda jólin ein uppi í sumarbústað á aðfangadag. Undirbúningur var í fullum gangi, undir ljúfum tónum söngvarans Páls Óskars Hjálmtýssonar og hörpuleikarans Moniku Abendroth, þegar Monika sjálf bankaði á dyr og bauð Bryndísi að halda jólin með fjölskyldu sinni í næsta bústað. Atvikið á sér nokkra forsögu en Bryndís er fráskilin og hefur þurft að venjast því að vera ein á aðfangadag önnur hver jól.Bryndís og Monika á aðfangadagskvöld.Bryndís Alexandersdóttir„Jólin 2015 þá var ég semsagt ein á aðfangadag í fyrsta skipti og ákvað að fara í miðnæturmessu og hlustaði þar á Pál Óskar og Moniku í fyrsta sinn, en þetta var síðasta jólamessan sem þau spiluðu saman í,“ segir Bryndís í samtali við Vísi og bætir við að stundin hafi verið mjög tilfinningaþrungin, fyrir sig og eflaust Moniku og Pál Óskar líka.„Þetta var alveg dásamlegt“ Dætur Bryndísar skiptast á að vera hjá henni og pabba sínum á aðfangadag. Í ár sá Bryndís fram á að vera ein á aðfangadagskvöld og ákvað því að skella sér upp í sumarbústað í Reykjaskógi að morgni 24. desember. „Þessi jól voru þær aftur hjá pabba sínum á aðfangadag og ég var bara ein og keyrði upp í bústað á aðfangadagsmorgun. Þar skreytti ég og undirbjó jólasteikina og svona,“ segir Bryndís. „Svo var ég að skreyta jólatréð þegar Monika kemur semsagt með dóttur sína og tengdason og barnabörn, og þau banka upp á.“ Bryndís segir heimboðið hafa komið sér nokkuð á óvart, þó að dóttir Moniku hafi að vísu vitað af henni einni í bústaðnum, og þá hafi tímasetningin líka verið ótrúleg. „En það var eitthvað svo fyndið að vera að skreyta jólatréð, einn upp í bústað, að hlusta á Moniku þegar hún bankar svo sjálf,“ segir Bryndís sem kveðst hafa átt einstaklega gleðileg jól í sumarbústað með Moniku og fjölskyldu hennar. „Ég fór svo bara yfir til þeirra og borðaði með þeim jólamatinn. Svo fór ég yfir til mín á miðnætti þannig að þetta var alveg dásamlegt.“Ein í bústað á aðfangadag að skreyta jólatréð og hlusta á Pál Óskar & Moniku þegar Monika (!) bankar upp á og býður mér að borða með sér og fjölskyldunni í kvöld. Ég er núna að hlusta á Christmas in Hollis — Bryndis Alexanders (@bryndis1980) December 24, 2017 Hér að neðan má svo hlusta á lagið Himingöngu í flutningi Páls Óskars og Moniku. Lagið var flutt á jólatónleikum þeirra árið 2003.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira