Sævar Helgi leggur til að banna almenna notkun flugelda Anton Egilsson skrifar 27. desember 2017 12:36 Sævar Helgi Bragason. Visir/Eyþór Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. Sævar birti færslu á Twitter síðu sinni í gær þar sem hann leggur til að banna almenna notkun flugelda út af reyk- og rykmengun, sóðaskap og hávaðamengun. Færslan hefur fengið mikil viðbrögð en Sævar segir að þó að þetta kunni að vera óvinsæl skoðun þá hafi viðbrögðin mest megnis verið jákvæð. „Ég held að þegar maður hugsar þetta blákalt og horfir á rökin með og á móti þessu þá eru bara miklu fleiri rök á móti þessu jafnvel þó að okkur finnist þetta fallegt og skemmtilegt. Stundum verðum við bara að bíta í það súra og jafnvel þó að hlutir geti verið skemmtilegir þá geta þeir líka verið mjög skaðlegir og þá held ég að við ættum að hlusta á þau rök sem eru veigameiri,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Umhverfissjónarmiðin vega þyngst Varðandi skoðun sína á flugeldum segir Sævar að umhverfissjónarmiðin vegi þyngst. Þá bendir hann einnig á að flugeldar valdi sumu fólki meiri óþægindum en öðru. „Það er gífurlega mikil mengun af þessu og sérstaklega á dögum eins og gamlársdag þegar mengunarský mun koma til með að liggja yfir borginni. Þá veldur þetta fólki með öndunarörðugleika miklum óþægindum þannig að það getur ekki notið lífsins eins og fólk sem er svo heppið að þjást ekki af þessu. Sömuleiðis getur þetta valdið dýrum streitu og þá er sumt fólk jafnvel hrætt við þetta” Hann segist handviss um að fólk geti skemmt sér án flugelda á áramótunum.Flugeldasýning Hjálparsveitar skáta í Kópavogsdal.Vísir/VilhelmGetum öll skemmt okkur á konungslegan hátt „Ég er alveg sannfærður um að við getum öll skemmt okkur á konunglegan hátt án þess að það þurfi að fylgja því brjáluð læti, hávaði og mengun.” En telur hann að flugeldar verði eitt af því sem að verði bannað í framtíðinni með tilliti til umhverfissjónarmiða ? „Ég er alveg handviss um það. Þetta er eitt af því sem að fólk mun horfa á með miklum undrunaraugum í framtíðinni, að þetta hafi verið leyft yfir höfuð. Ég held að við munum horfa á þetta með sömu augum og reykingar í framtíðinni.“Mikilvægt að leggja björgunarsveitunum lið Sjálfur ætlar Sævar ekki að versla neina flugelda í ár en honum finnst þó mikilvægt að leggja björgunarsveitunum lið. „Ég ætla að taka af skarið og styrkja þá um góða fjárhæð í stað þess að kaupa flugelda af þeim. Þannig ætla ég að leggja mitt af mörkum til minni mengunar, minni hávaða en alveg jafn skemmtilegs gamlárskvölds.“Flugeldaauglýsingarnar byrjaðar. Það ætti að banna almenna notkun flugelda út af reyk- og rykmengun, sóðaskap og hávaðamengun— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 26, 2017 Legg til að í stað þess að kaupa flugelda styrki fólk Landsbjörg eða aðrar björgunarsveitir. Þær eiga það auðvitað skilið. Hér er mitt framlag. Leggið ykkar af mörkum, sama hversu háa fjárhæð þið ráðið við og dragið um leið úr mengun pic.twitter.com/M1Q6FI1X8j— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 27, 2017 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, segir að umhverfissjónarmið verði að vega þyngra en það skemmtanagildi sem felst í því að sprengja flugelda. Hann er sannfærður um að fólk geti skemmt sér án þess að því fylgi læti, hávaði og mengun. Sævar birti færslu á Twitter síðu sinni í gær þar sem hann leggur til að banna almenna notkun flugelda út af reyk- og rykmengun, sóðaskap og hávaðamengun. Færslan hefur fengið mikil viðbrögð en Sævar segir að þó að þetta kunni að vera óvinsæl skoðun þá hafi viðbrögðin mest megnis verið jákvæð. „Ég held að þegar maður hugsar þetta blákalt og horfir á rökin með og á móti þessu þá eru bara miklu fleiri rök á móti þessu jafnvel þó að okkur finnist þetta fallegt og skemmtilegt. Stundum verðum við bara að bíta í það súra og jafnvel þó að hlutir geti verið skemmtilegir þá geta þeir líka verið mjög skaðlegir og þá held ég að við ættum að hlusta á þau rök sem eru veigameiri,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Umhverfissjónarmiðin vega þyngst Varðandi skoðun sína á flugeldum segir Sævar að umhverfissjónarmiðin vegi þyngst. Þá bendir hann einnig á að flugeldar valdi sumu fólki meiri óþægindum en öðru. „Það er gífurlega mikil mengun af þessu og sérstaklega á dögum eins og gamlársdag þegar mengunarský mun koma til með að liggja yfir borginni. Þá veldur þetta fólki með öndunarörðugleika miklum óþægindum þannig að það getur ekki notið lífsins eins og fólk sem er svo heppið að þjást ekki af þessu. Sömuleiðis getur þetta valdið dýrum streitu og þá er sumt fólk jafnvel hrætt við þetta” Hann segist handviss um að fólk geti skemmt sér án flugelda á áramótunum.Flugeldasýning Hjálparsveitar skáta í Kópavogsdal.Vísir/VilhelmGetum öll skemmt okkur á konungslegan hátt „Ég er alveg sannfærður um að við getum öll skemmt okkur á konunglegan hátt án þess að það þurfi að fylgja því brjáluð læti, hávaði og mengun.” En telur hann að flugeldar verði eitt af því sem að verði bannað í framtíðinni með tilliti til umhverfissjónarmiða ? „Ég er alveg handviss um það. Þetta er eitt af því sem að fólk mun horfa á með miklum undrunaraugum í framtíðinni, að þetta hafi verið leyft yfir höfuð. Ég held að við munum horfa á þetta með sömu augum og reykingar í framtíðinni.“Mikilvægt að leggja björgunarsveitunum lið Sjálfur ætlar Sævar ekki að versla neina flugelda í ár en honum finnst þó mikilvægt að leggja björgunarsveitunum lið. „Ég ætla að taka af skarið og styrkja þá um góða fjárhæð í stað þess að kaupa flugelda af þeim. Þannig ætla ég að leggja mitt af mörkum til minni mengunar, minni hávaða en alveg jafn skemmtilegs gamlárskvölds.“Flugeldaauglýsingarnar byrjaðar. Það ætti að banna almenna notkun flugelda út af reyk- og rykmengun, sóðaskap og hávaðamengun— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 26, 2017 Legg til að í stað þess að kaupa flugelda styrki fólk Landsbjörg eða aðrar björgunarsveitir. Þær eiga það auðvitað skilið. Hér er mitt framlag. Leggið ykkar af mörkum, sama hversu háa fjárhæð þið ráðið við og dragið um leið úr mengun pic.twitter.com/M1Q6FI1X8j— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 27, 2017
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira