Lífið

Sónar: Resident Advisor sér um bílakjallarann

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Dúndrandi reif í bílakjallaranum í Hörpu er fastur liður Sónarhátíðarinnar.
Dúndrandi reif í bílakjallaranum í Hörpu er fastur liður Sónarhátíðarinnar. Vísir/Andri Marinó
Resident Advisor, ein stærsta vefsíða tengd elektrónískri tónlist í heiminum, ætlar í samstarf með Sónar Reykjavík hátíðinni og mun sjá um dagskrá í bílastæðahúsinu í Hörpunni. Samstarf hátíðarinnar við Red Bull Music Academy heldur áfram og sér Red Bull um dagskrána í Kaldalóni.

„Resident Advisor hefur komið áður á hátíðina, við buðum þeim alveg sérstaklega í fyrra. Sérstaklega voru þeir hrifnir af íslensku senunni – Plútó-strákarnir lokuðu sviðinu í fyrra og svo vorum við með Blawan og Exos. Þess vegna erum við að leggja áherslu að fara aftur í svona samstarf með stærri listamanni og einum „lókal.“ Í ár erum við með Cassy og Yamaho,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson hjá Sónar.



DJ YAMAHO mun spila B2B með Cassy. Vísir/Eyþór
„Við vonum að þetta hjálpi til með það sem við höfum verið að reyna að gera, það er að þjóna senunni, að hún fái meira „exposure“. Við höfum alveg fundið fyrir því að danstónlistarsenan á Íslandi er að breytast og fá meiri athygli, fleiri eru að mæta á þessi kvöld. Við erum að vonast til að ýta enn frekar undir það og mér finnst líka gaman að geta verið með svona mikið af stórum alþjóðlegum kvenkyns listamönnum – koma með fyrirmyndir fyrir íslenskar stelpur, því við þurfum þær fleiri í senuna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×