Sófus pantaði óvart 85 pizzur: „Náðum einhvern veginn að raða þessu í bílinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. desember 2017 12:45 Sófus starfar hjá Elko í Lindum. Sófus Árni Hafsteinsson, yfirmaður hjá ELKO í Lindum, pantaði óvart 85 pizzur fyrir starfsfólk sitt á dögunum en hann hafði reiknað út að hver starfsmaður fengi hálfa pizzur. Þeir voru aftur á móti aðeins fjörutíu talsins. Sófus greinir frá þessu á Twitter og deilir í leiðinni skemmtilegu myndbandi frá því þegar hann sótti pizzurnar.„Daginn sem ég reiknaði óvart með 2 pizzur fyrir hvern starfsmann í stað 2 starfsmann á hverja pizzu... Og pantaði 85 pizzur fyrir 40 starfsmenn,“ segir Sófus með myndbandinu á Twitter. Hann bætir síðan einnig við: „Mér til varnar var Megavika hjá Dominos! Og Svartur Fössari hjá okkur í ELKO“Allir í belti.„Svartur Fössari í hámarki hjá okkur í ELKO. Náði hámarki þennan föstudag og við höfum alltaf keypt hádegismat handa starfsfólkinu á Svörtum Fössara. Það vildi svo heppilega til að það var Megavika hjá Dominos. . Yfirleitt þegar ég panta pizzur fyrir starfsfólkið þá miða ég við sirka hálfa pizzu á hvern starfsmann,“ segir Sófus. „Svo þegar ég er búinn að telja hversu margir starfsmenn eru á vakt þá byrja ég að púsla saman pöntuninni - en í stað þess að deila fjölda starfsmanna með tveimur þá margfalda ég með tveimur. Þannig að fyrir rúmlega 40 starfsmenn hefði ég átt að rúmlega 20 pizzur en í staðinn pantaði ég rúmlega 85 pizzur - eða fjórfalt meira en við þurftum.“ Sófus segir að hvergi í ferlinu hafi það hvarflað að honum að þetta væri svona rífleg pöntun.Æsispennandi bílferð „Ekki einu sinni þegar starfsmaður Dominos þurfti að hringja í verslanirnar til að athuga hver gæti tekið þessa pöntun að sér. Við fórum á bíl að sækja pizzurnar frekar en að láta senda, enda Megavika og tilboð á sóttum pizzum, og náðum einhvern veginn að raða þessu í bílinn með því að leggja niður sætin og stafla þessu alveg upp í loft. Bílferðin var svo æsispennandi því þessir fjórir staflar hreyfðust vandræðalega mikið í hvert skipti sem við tókum af stað, bremsuðum, beygðum og keyrðum niður brekku. Það var svo ekki fyrr en við vorum búnir að trilla öllum pizzunum upp á kaffistofuna að ég fór að pæla... kannski er þetta aðeins of mikið.“ Sófus segir að staffið hafi tekið með sér pizzakassa heim eftir vaktina. „Þegar við vorum að keyra og sækja pizzurnar þá fékk ég símtal frá pizzastaðnum og var ég spurður hvort við værum ekki alveg örugglega á leiðinni - því þeir voru ekki með meira pláss fyrir pizzur á hitagrindinni. Ekki einu sinni þá fattaði ég að ég hefði pantað yfirdrifið.“Daginn sem ég reiknaði óvart með 2 pizzur fyrir hvern starfsmann í stað 2 starfsmann á hverja pizzu... Og pantaði 85 pizzur fyrir 40 starfsmenn @DPISL pic.twitter.com/NpZaQg1Xzk— Sófús Árni (@sofusarni) December 12, 2017 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Sófus Árni Hafsteinsson, yfirmaður hjá ELKO í Lindum, pantaði óvart 85 pizzur fyrir starfsfólk sitt á dögunum en hann hafði reiknað út að hver starfsmaður fengi hálfa pizzur. Þeir voru aftur á móti aðeins fjörutíu talsins. Sófus greinir frá þessu á Twitter og deilir í leiðinni skemmtilegu myndbandi frá því þegar hann sótti pizzurnar.„Daginn sem ég reiknaði óvart með 2 pizzur fyrir hvern starfsmann í stað 2 starfsmann á hverja pizzu... Og pantaði 85 pizzur fyrir 40 starfsmenn,“ segir Sófus með myndbandinu á Twitter. Hann bætir síðan einnig við: „Mér til varnar var Megavika hjá Dominos! Og Svartur Fössari hjá okkur í ELKO“Allir í belti.„Svartur Fössari í hámarki hjá okkur í ELKO. Náði hámarki þennan föstudag og við höfum alltaf keypt hádegismat handa starfsfólkinu á Svörtum Fössara. Það vildi svo heppilega til að það var Megavika hjá Dominos. . Yfirleitt þegar ég panta pizzur fyrir starfsfólkið þá miða ég við sirka hálfa pizzu á hvern starfsmann,“ segir Sófus. „Svo þegar ég er búinn að telja hversu margir starfsmenn eru á vakt þá byrja ég að púsla saman pöntuninni - en í stað þess að deila fjölda starfsmanna með tveimur þá margfalda ég með tveimur. Þannig að fyrir rúmlega 40 starfsmenn hefði ég átt að rúmlega 20 pizzur en í staðinn pantaði ég rúmlega 85 pizzur - eða fjórfalt meira en við þurftum.“ Sófus segir að hvergi í ferlinu hafi það hvarflað að honum að þetta væri svona rífleg pöntun.Æsispennandi bílferð „Ekki einu sinni þegar starfsmaður Dominos þurfti að hringja í verslanirnar til að athuga hver gæti tekið þessa pöntun að sér. Við fórum á bíl að sækja pizzurnar frekar en að láta senda, enda Megavika og tilboð á sóttum pizzum, og náðum einhvern veginn að raða þessu í bílinn með því að leggja niður sætin og stafla þessu alveg upp í loft. Bílferðin var svo æsispennandi því þessir fjórir staflar hreyfðust vandræðalega mikið í hvert skipti sem við tókum af stað, bremsuðum, beygðum og keyrðum niður brekku. Það var svo ekki fyrr en við vorum búnir að trilla öllum pizzunum upp á kaffistofuna að ég fór að pæla... kannski er þetta aðeins of mikið.“ Sófus segir að staffið hafi tekið með sér pizzakassa heim eftir vaktina. „Þegar við vorum að keyra og sækja pizzurnar þá fékk ég símtal frá pizzastaðnum og var ég spurður hvort við værum ekki alveg örugglega á leiðinni - því þeir voru ekki með meira pláss fyrir pizzur á hitagrindinni. Ekki einu sinni þá fattaði ég að ég hefði pantað yfirdrifið.“Daginn sem ég reiknaði óvart með 2 pizzur fyrir hvern starfsmann í stað 2 starfsmann á hverja pizzu... Og pantaði 85 pizzur fyrir 40 starfsmenn @DPISL pic.twitter.com/NpZaQg1Xzk— Sófús Árni (@sofusarni) December 12, 2017
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira