Innlent

Bókafólk telur sig illa svikið af Lilju

Jakob Bjarnar skrifar
Lilja Dögg og Egill Örn Jóhannsson, formaður Fibút. Fögnuðurinn með nýjan menntamálaráðherra reyndist skammvinnur meðal bókafólks.
Lilja Dögg og Egill Örn Jóhannsson, formaður Fibút. Fögnuðurinn með nýjan menntamálaráðherra reyndist skammvinnur meðal bókafólks.
Þeir sem starfa í bókageiranum eru ákaflega vonsviknir vegna tíðinda sem finna má í nýjum fjárlögum, þess efnis að fresta eigi afnámi virðisaukaskatts á bækur. En, segja má að Félag íslenskra bókaútgefenda hafi lagt allt í að berjast fyrir þessu máli. Og hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og nýr menntamálaráðherra, verið lofuð og prísuð í þeim ranni vegna framsögu sinnar í því máli.

Sigurður Svavarsson útgefandi reynir hvergi að leyna vonbrigðum sínum í nýrri Facebookfærslu og er ómyrkur í máli:

„Biðin eftir fyrstu svikum nýrrar ríkisstjórnar varð ekki löng. Þrátt fyrir þverpólitíska samstöðu verður virðisaukaskattur af bókum ekki afnuminn strax - þrátt fyrir gefin loforð. Embættismennirnir í fjármálaráðuneytinu eru líka enn við völd - með dyggum stuðningi sjálfstæðismanna.“

Í nýjum fjárlögum segir meðal annars: „Ýmsar aðrar skattbreytingar koma til skoðunar á fyrsta starfsári nýrrar ríkisstjórnar svo sem lækkun virðisaukaskatts á íslenskt ritmál, tónlist og bækur, skattalegt umhverfi fjölmiðla og skattlagning höfundarréttargreiðslna.“

 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.