Mörður algerlega brjálaður á Alþingi Jakob Bjarnar skrifar 14. desember 2017 13:52 Össur kom að Merði þar sem hann stóð og barði höfðinu við vegginn. Bókstaflega og sagði í sífellu: Gunnar Birgisson! Gunnar Birgisson! Gunnar Birgisson! Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð segir af litríkri ævi sinni í nýrri bók sem heitir einfaldlega Gunnar Birgisson – ævisaga. Það er Orri Páll Ormarsson sem skráir. Gunnar segir meðal annars af samskiptum sínum við ýmsa þingmenn en hann var alþingismaður Reyknesinga 1999-2003 og Suðvesturkjördæmis 2003-2006 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Palladómar hans eru snarpir, þannig segist hann meðal annars helst hefði þurft föðurland og úlpu þá er hann sat við hlið Jóhönnu Sigurðardóttur á þinginu – slíkur var kuldinn sem stafaði frá þeirri konu, í garð Gunnars. En þá er ekki síður athyglisverður stuttur kafli þar sem segir af átökum Gunnars við Mörð Árnason, þingmann Samfylkingar. En, svo virðist sem skapsmunir hans séu nokkrir, ef marka má Gunnar. Vísir birtir hér athyglisvert brot úr bókinni, með góðfúslegu leyfi útgefanda. Millifyrirsagnir eru Vísis. „Þingmenn draga alltaf um sæti og einn veturinn dróst ég við hliðina á Kolbrúnu Halldórsdóttur, sem er fín kona, hlý og skemmtileg. Ég kólnaði ekki við hliðina á henni. Árið eftir hefði ég ég hins vegar þurft að vera í föðurlandi og úlpu – lenti við hliðina á Jóhönnu Sigurðardóttur.Af Grjóna gerli og öðru fólkiSigurjón Þórðarson, Grjóni gerill, eins og þeir kalla hann á Króknum, sat á þingi fyrir frjálslynda á þessum tíma og var með mér í menntamálanefnd. Honum hitnaði gjarnan í hamsi og þegar leið á ræðurnar var hann oftar en ekki kominn í mótsögn og andstöðu við sjálfan sig. Ég hafði einu sinni orð á því í ræðustól að Sigurjón væri undarlegur þingmaður. Hann væri iðulega ósammála sjálfum sér. Hann varð æfur yfir þessu, hljóp eins og stunginn köttur um salinn og jós yfir mig blöðum. Ég færðist allur í aukana. Annar kynlegur kvistur var Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar og sonur míns gamla kennara, Árna Björnssonar. Við vorum saman í menntamálanefnd. Þegar úthluta átti listamannalaunum gerði ég nokkuð sem enginn hafði gert áður, flokkaði liðið upp í ljóðskáld, málara, píanóleikara, karla og konur og þar fram eftir götunum. Þetta hafði setið fast út af einhverju stríði milli íhaldsins og Framsóknar í formannstíð Sigríðar Önnu í nefndinni, en ég kærði mig kollóttan um það. Vildi brjóta mynstrið upp og skipta laununum upp á sanngjarnari máta, meðal annars jafna kynjahlutfallið.Geir H. Haarde saltvondur Ég vildi líka bæta aðeins við fjármunum en Geir H. Haarde fjármálaráðherra hafnaði því. „Þú færð ekki meira!“ Ég fór þá í Birki Jón Jónsson, formann fjárlaganefndar, og Einar vin minn Odd, varaformann nefndarinnar, og sagðist þurfa fjárveitingu fyrir tvo í viðbót. Geir kunni ekki að meta það.„Hvað er þetta, maður? Þú ferð bara framhjá kerfinu,“ sagði hann saltvondur. Ég svaraði því til að ekki hefði verið um annað að ræða, koma þyrfti á jafnvægi í þessari úthlutun. Geir féllst á það.Mörður barði hausnum í vegginn bókstaflegaEkki var þó allt búið. Téður Mörður varð nefnilega brjálaður inni í nefndinni. Hafði allt á hornum sér. Það endaði með því að ég varð að standa upp og vísa honum á dyr. Svona gætu menn ekki hagað sér á nefndafundum á Alþingi. Ekki rann Merði reiðin og Össur Skarphéðinsson kom að honum inni í þingflokksherbergi Samfylkingarinnar, þar sem hann stóð og barði höfðinu við vegginn. Bókstaflega. „Gunnar Birgisson! Gunnar Birgisson! Gunnar Birgisson!“Að Mörður yrði kostaður á námskeið í mannlegum samskiptumÉg var ekki búinn að bíta úr nálinni með þetta en Mörður kom skömmu síðar í ræðustól og jós áfram úr skálum reiði sinnar. Sakaði mig meðal annars um einræðistilburði. Ég fór í pontu og svaraði því til að mér þætti leiðinlegt hvernig virðulegur þingmaður Mörður Árnason hagaði sér og óskaði eftir því við forseta þingsins að Mörður yrði kostaður á námskeið í mannlegum samskiptum. Engum sögum fer af því hvernig hann tók þeirri hugmynd.“(Bls. 205-206) Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð segir af litríkri ævi sinni í nýrri bók sem heitir einfaldlega Gunnar Birgisson – ævisaga. Það er Orri Páll Ormarsson sem skráir. Gunnar segir meðal annars af samskiptum sínum við ýmsa þingmenn en hann var alþingismaður Reyknesinga 1999-2003 og Suðvesturkjördæmis 2003-2006 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Palladómar hans eru snarpir, þannig segist hann meðal annars helst hefði þurft föðurland og úlpu þá er hann sat við hlið Jóhönnu Sigurðardóttur á þinginu – slíkur var kuldinn sem stafaði frá þeirri konu, í garð Gunnars. En þá er ekki síður athyglisverður stuttur kafli þar sem segir af átökum Gunnars við Mörð Árnason, þingmann Samfylkingar. En, svo virðist sem skapsmunir hans séu nokkrir, ef marka má Gunnar. Vísir birtir hér athyglisvert brot úr bókinni, með góðfúslegu leyfi útgefanda. Millifyrirsagnir eru Vísis. „Þingmenn draga alltaf um sæti og einn veturinn dróst ég við hliðina á Kolbrúnu Halldórsdóttur, sem er fín kona, hlý og skemmtileg. Ég kólnaði ekki við hliðina á henni. Árið eftir hefði ég ég hins vegar þurft að vera í föðurlandi og úlpu – lenti við hliðina á Jóhönnu Sigurðardóttur.Af Grjóna gerli og öðru fólkiSigurjón Þórðarson, Grjóni gerill, eins og þeir kalla hann á Króknum, sat á þingi fyrir frjálslynda á þessum tíma og var með mér í menntamálanefnd. Honum hitnaði gjarnan í hamsi og þegar leið á ræðurnar var hann oftar en ekki kominn í mótsögn og andstöðu við sjálfan sig. Ég hafði einu sinni orð á því í ræðustól að Sigurjón væri undarlegur þingmaður. Hann væri iðulega ósammála sjálfum sér. Hann varð æfur yfir þessu, hljóp eins og stunginn köttur um salinn og jós yfir mig blöðum. Ég færðist allur í aukana. Annar kynlegur kvistur var Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar og sonur míns gamla kennara, Árna Björnssonar. Við vorum saman í menntamálanefnd. Þegar úthluta átti listamannalaunum gerði ég nokkuð sem enginn hafði gert áður, flokkaði liðið upp í ljóðskáld, málara, píanóleikara, karla og konur og þar fram eftir götunum. Þetta hafði setið fast út af einhverju stríði milli íhaldsins og Framsóknar í formannstíð Sigríðar Önnu í nefndinni, en ég kærði mig kollóttan um það. Vildi brjóta mynstrið upp og skipta laununum upp á sanngjarnari máta, meðal annars jafna kynjahlutfallið.Geir H. Haarde saltvondur Ég vildi líka bæta aðeins við fjármunum en Geir H. Haarde fjármálaráðherra hafnaði því. „Þú færð ekki meira!“ Ég fór þá í Birki Jón Jónsson, formann fjárlaganefndar, og Einar vin minn Odd, varaformann nefndarinnar, og sagðist þurfa fjárveitingu fyrir tvo í viðbót. Geir kunni ekki að meta það.„Hvað er þetta, maður? Þú ferð bara framhjá kerfinu,“ sagði hann saltvondur. Ég svaraði því til að ekki hefði verið um annað að ræða, koma þyrfti á jafnvægi í þessari úthlutun. Geir féllst á það.Mörður barði hausnum í vegginn bókstaflegaEkki var þó allt búið. Téður Mörður varð nefnilega brjálaður inni í nefndinni. Hafði allt á hornum sér. Það endaði með því að ég varð að standa upp og vísa honum á dyr. Svona gætu menn ekki hagað sér á nefndafundum á Alþingi. Ekki rann Merði reiðin og Össur Skarphéðinsson kom að honum inni í þingflokksherbergi Samfylkingarinnar, þar sem hann stóð og barði höfðinu við vegginn. Bókstaflega. „Gunnar Birgisson! Gunnar Birgisson! Gunnar Birgisson!“Að Mörður yrði kostaður á námskeið í mannlegum samskiptumÉg var ekki búinn að bíta úr nálinni með þetta en Mörður kom skömmu síðar í ræðustól og jós áfram úr skálum reiði sinnar. Sakaði mig meðal annars um einræðistilburði. Ég fór í pontu og svaraði því til að mér þætti leiðinlegt hvernig virðulegur þingmaður Mörður Árnason hagaði sér og óskaði eftir því við forseta þingsins að Mörður yrði kostaður á námskeið í mannlegum samskiptum. Engum sögum fer af því hvernig hann tók þeirri hugmynd.“(Bls. 205-206)
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Sjá meira