Mörður algerlega brjálaður á Alþingi Jakob Bjarnar skrifar 14. desember 2017 13:52 Össur kom að Merði þar sem hann stóð og barði höfðinu við vegginn. Bókstaflega og sagði í sífellu: Gunnar Birgisson! Gunnar Birgisson! Gunnar Birgisson! Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð segir af litríkri ævi sinni í nýrri bók sem heitir einfaldlega Gunnar Birgisson – ævisaga. Það er Orri Páll Ormarsson sem skráir. Gunnar segir meðal annars af samskiptum sínum við ýmsa þingmenn en hann var alþingismaður Reyknesinga 1999-2003 og Suðvesturkjördæmis 2003-2006 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Palladómar hans eru snarpir, þannig segist hann meðal annars helst hefði þurft föðurland og úlpu þá er hann sat við hlið Jóhönnu Sigurðardóttur á þinginu – slíkur var kuldinn sem stafaði frá þeirri konu, í garð Gunnars. En þá er ekki síður athyglisverður stuttur kafli þar sem segir af átökum Gunnars við Mörð Árnason, þingmann Samfylkingar. En, svo virðist sem skapsmunir hans séu nokkrir, ef marka má Gunnar. Vísir birtir hér athyglisvert brot úr bókinni, með góðfúslegu leyfi útgefanda. Millifyrirsagnir eru Vísis. „Þingmenn draga alltaf um sæti og einn veturinn dróst ég við hliðina á Kolbrúnu Halldórsdóttur, sem er fín kona, hlý og skemmtileg. Ég kólnaði ekki við hliðina á henni. Árið eftir hefði ég ég hins vegar þurft að vera í föðurlandi og úlpu – lenti við hliðina á Jóhönnu Sigurðardóttur.Af Grjóna gerli og öðru fólkiSigurjón Þórðarson, Grjóni gerill, eins og þeir kalla hann á Króknum, sat á þingi fyrir frjálslynda á þessum tíma og var með mér í menntamálanefnd. Honum hitnaði gjarnan í hamsi og þegar leið á ræðurnar var hann oftar en ekki kominn í mótsögn og andstöðu við sjálfan sig. Ég hafði einu sinni orð á því í ræðustól að Sigurjón væri undarlegur þingmaður. Hann væri iðulega ósammála sjálfum sér. Hann varð æfur yfir þessu, hljóp eins og stunginn köttur um salinn og jós yfir mig blöðum. Ég færðist allur í aukana. Annar kynlegur kvistur var Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar og sonur míns gamla kennara, Árna Björnssonar. Við vorum saman í menntamálanefnd. Þegar úthluta átti listamannalaunum gerði ég nokkuð sem enginn hafði gert áður, flokkaði liðið upp í ljóðskáld, málara, píanóleikara, karla og konur og þar fram eftir götunum. Þetta hafði setið fast út af einhverju stríði milli íhaldsins og Framsóknar í formannstíð Sigríðar Önnu í nefndinni, en ég kærði mig kollóttan um það. Vildi brjóta mynstrið upp og skipta laununum upp á sanngjarnari máta, meðal annars jafna kynjahlutfallið.Geir H. Haarde saltvondur Ég vildi líka bæta aðeins við fjármunum en Geir H. Haarde fjármálaráðherra hafnaði því. „Þú færð ekki meira!“ Ég fór þá í Birki Jón Jónsson, formann fjárlaganefndar, og Einar vin minn Odd, varaformann nefndarinnar, og sagðist þurfa fjárveitingu fyrir tvo í viðbót. Geir kunni ekki að meta það.„Hvað er þetta, maður? Þú ferð bara framhjá kerfinu,“ sagði hann saltvondur. Ég svaraði því til að ekki hefði verið um annað að ræða, koma þyrfti á jafnvægi í þessari úthlutun. Geir féllst á það.Mörður barði hausnum í vegginn bókstaflegaEkki var þó allt búið. Téður Mörður varð nefnilega brjálaður inni í nefndinni. Hafði allt á hornum sér. Það endaði með því að ég varð að standa upp og vísa honum á dyr. Svona gætu menn ekki hagað sér á nefndafundum á Alþingi. Ekki rann Merði reiðin og Össur Skarphéðinsson kom að honum inni í þingflokksherbergi Samfylkingarinnar, þar sem hann stóð og barði höfðinu við vegginn. Bókstaflega. „Gunnar Birgisson! Gunnar Birgisson! Gunnar Birgisson!“Að Mörður yrði kostaður á námskeið í mannlegum samskiptumÉg var ekki búinn að bíta úr nálinni með þetta en Mörður kom skömmu síðar í ræðustól og jós áfram úr skálum reiði sinnar. Sakaði mig meðal annars um einræðistilburði. Ég fór í pontu og svaraði því til að mér þætti leiðinlegt hvernig virðulegur þingmaður Mörður Árnason hagaði sér og óskaði eftir því við forseta þingsins að Mörður yrði kostaður á námskeið í mannlegum samskiptum. Engum sögum fer af því hvernig hann tók þeirri hugmynd.“(Bls. 205-206) Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð segir af litríkri ævi sinni í nýrri bók sem heitir einfaldlega Gunnar Birgisson – ævisaga. Það er Orri Páll Ormarsson sem skráir. Gunnar segir meðal annars af samskiptum sínum við ýmsa þingmenn en hann var alþingismaður Reyknesinga 1999-2003 og Suðvesturkjördæmis 2003-2006 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Palladómar hans eru snarpir, þannig segist hann meðal annars helst hefði þurft föðurland og úlpu þá er hann sat við hlið Jóhönnu Sigurðardóttur á þinginu – slíkur var kuldinn sem stafaði frá þeirri konu, í garð Gunnars. En þá er ekki síður athyglisverður stuttur kafli þar sem segir af átökum Gunnars við Mörð Árnason, þingmann Samfylkingar. En, svo virðist sem skapsmunir hans séu nokkrir, ef marka má Gunnar. Vísir birtir hér athyglisvert brot úr bókinni, með góðfúslegu leyfi útgefanda. Millifyrirsagnir eru Vísis. „Þingmenn draga alltaf um sæti og einn veturinn dróst ég við hliðina á Kolbrúnu Halldórsdóttur, sem er fín kona, hlý og skemmtileg. Ég kólnaði ekki við hliðina á henni. Árið eftir hefði ég ég hins vegar þurft að vera í föðurlandi og úlpu – lenti við hliðina á Jóhönnu Sigurðardóttur.Af Grjóna gerli og öðru fólkiSigurjón Þórðarson, Grjóni gerill, eins og þeir kalla hann á Króknum, sat á þingi fyrir frjálslynda á þessum tíma og var með mér í menntamálanefnd. Honum hitnaði gjarnan í hamsi og þegar leið á ræðurnar var hann oftar en ekki kominn í mótsögn og andstöðu við sjálfan sig. Ég hafði einu sinni orð á því í ræðustól að Sigurjón væri undarlegur þingmaður. Hann væri iðulega ósammála sjálfum sér. Hann varð æfur yfir þessu, hljóp eins og stunginn köttur um salinn og jós yfir mig blöðum. Ég færðist allur í aukana. Annar kynlegur kvistur var Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar og sonur míns gamla kennara, Árna Björnssonar. Við vorum saman í menntamálanefnd. Þegar úthluta átti listamannalaunum gerði ég nokkuð sem enginn hafði gert áður, flokkaði liðið upp í ljóðskáld, málara, píanóleikara, karla og konur og þar fram eftir götunum. Þetta hafði setið fast út af einhverju stríði milli íhaldsins og Framsóknar í formannstíð Sigríðar Önnu í nefndinni, en ég kærði mig kollóttan um það. Vildi brjóta mynstrið upp og skipta laununum upp á sanngjarnari máta, meðal annars jafna kynjahlutfallið.Geir H. Haarde saltvondur Ég vildi líka bæta aðeins við fjármunum en Geir H. Haarde fjármálaráðherra hafnaði því. „Þú færð ekki meira!“ Ég fór þá í Birki Jón Jónsson, formann fjárlaganefndar, og Einar vin minn Odd, varaformann nefndarinnar, og sagðist þurfa fjárveitingu fyrir tvo í viðbót. Geir kunni ekki að meta það.„Hvað er þetta, maður? Þú ferð bara framhjá kerfinu,“ sagði hann saltvondur. Ég svaraði því til að ekki hefði verið um annað að ræða, koma þyrfti á jafnvægi í þessari úthlutun. Geir féllst á það.Mörður barði hausnum í vegginn bókstaflegaEkki var þó allt búið. Téður Mörður varð nefnilega brjálaður inni í nefndinni. Hafði allt á hornum sér. Það endaði með því að ég varð að standa upp og vísa honum á dyr. Svona gætu menn ekki hagað sér á nefndafundum á Alþingi. Ekki rann Merði reiðin og Össur Skarphéðinsson kom að honum inni í þingflokksherbergi Samfylkingarinnar, þar sem hann stóð og barði höfðinu við vegginn. Bókstaflega. „Gunnar Birgisson! Gunnar Birgisson! Gunnar Birgisson!“Að Mörður yrði kostaður á námskeið í mannlegum samskiptumÉg var ekki búinn að bíta úr nálinni með þetta en Mörður kom skömmu síðar í ræðustól og jós áfram úr skálum reiði sinnar. Sakaði mig meðal annars um einræðistilburði. Ég fór í pontu og svaraði því til að mér þætti leiðinlegt hvernig virðulegur þingmaður Mörður Árnason hagaði sér og óskaði eftir því við forseta þingsins að Mörður yrði kostaður á námskeið í mannlegum samskiptum. Engum sögum fer af því hvernig hann tók þeirri hugmynd.“(Bls. 205-206)
Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira