Yrði líklega kærulaus með endalausan tíma Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. desember 2017 13:00 Magnús fær gjarnan hugmyndir í baði, meðal annars að sinni nýjustu skáldsögu, Vefnum. „Þetta er bara orðinn hluti af lausatímanum hjá manni, þetta hobbí að skrifa bækur. Ég er fjölskyldumaður með börn og nóg að gerast fyrir og eftir vinnu. En ég næ að nýta lausatímann minn nokkuð vel í skrif. Ég reyni að skipta tímanum niður í 30 mínútna einingar og vera alveg súperskipulagður. Þegar ég næ inn 30 mínútna einingu veit ég að ég næ að komast svolítið áfram, gríp niður í kafla eða hugsa út í einhverja persónu,“ segir Magnús Þór Helgason, tölvunarfræðingur og glæpasagnahöfundur, en hann hefur sent frá sér skáldsöguna Vefinn. Magnús, sem er búsettur í Svíþjóð, vinnur fulla vinnu og á þrjú börn þannig að hann þarf að nýta tímann ansi vel til að koma frá sér skáldsögu. Þetta getur hann og gott betur, því að þetta er hans önnur skáldsaga, en sú fyrsta kom út á sama tíma í fyrra. „Þetta var nú þannig að ég lá í baði og var að hugsa, þannig koma allar mínar hugmyndir. Ég rauk upp úr baðinu og ég mundi ekki hvort börnin væru að fara á æfingu eða ekki, þannig að ég rauk í símann – það er allt í símanum, allir atburðir fjölskyldunnar og svona. Það kom í ljós að það var ekki æfing, þannig að ég lagðist aftur niður en fór að hugsa: „Ætli þetta sé ekki líka svona hjá glæpamönnum í dag? Ætli þeir séu ekki alltaf að skipuleggja sig á netinu? Nota dulkóðun og nafnleysi og annað.“ Þannig að ég ákvað að skrifa sögu um það.“ Sagan fjallar um lektor við Háskóla Íslands sem er nýfluttur heim frá útlöndum. Hann býr við mikið ofbeldi heima fyrir og stofnar því til sambands við Kolbrúnu, ungan stúdent og hakkara, og þannig sogast hann inn í heim netglæpa. Á sama tíma skoðar lögreglan dularfulla bylgju sjálfsmorða þar sem talið er að um morð sé að ræða í einhverjum tilfellum.Þú hefur ekkert hugsað um að snúa þér bara alfarið að skrifunum? „Ég hef nú verið spurður að þessu áður. Þetta er gífurlega mikil vinna og sömuleiðis erfitt að komast á þann stað að geta sinnt þessu einungis, ekki margir á Íslandi þar. En það er ákveðinn draumur að gera þetta með, minnka kannski vinnu á móti.“Þú næðir kannski ekkert að skrifa ef þú hefðir meiri tíma til þess, myndir bara detta í kæruleysi? „Ég held að það sé góður punktur, þegar maður hefur svona lítinn tíma þá nýtir maður hann bara í botn og fer alveg á keyrslu, hugmyndirnar poppa upp og þetta flæðir áfram. Síðan held ég að ég yrði svo félagslega bældur ef ég væri alltaf bara einn heima að skrifa.“ Magnús segist vanur að vinna undir pressu og með skilafrest á verkefnum og tekur hann það með inn í skrifin. „Ef maður ætlar að koma með bók um jólin er ákveðinn tímarammi sem maður þarf að miða við, gífurlegur tími sem fer í yfirlestur og annað.“ Magnús segir að fyrst hann geti nýtt sinn takmarkaða tíma í að skrifa bækur ættu allir að geta það. „Þetta eru bara skilaboð til allra sem hafa áhuga á að setja saman litlar eða stórar sögur að byrja bara eitthvað að skrifa niður. Það kemur á óvart hvað það er mikill tími til að nýta í svona – til dæmis tíminn sem fer í það að hanga í símanum og svona, ég skipti því svolítið mikið út. Svo held ég að maður horfi svolítið á sjónvarp – ég horfi meira fókuserað á sjónvarp núna heldur en áður; eina og eina seríu eða mynd en maður er ekkert að hanga fyrir framan sjónvarpið og athuga hvort eitthvað kemur.“ Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
„Þetta er bara orðinn hluti af lausatímanum hjá manni, þetta hobbí að skrifa bækur. Ég er fjölskyldumaður með börn og nóg að gerast fyrir og eftir vinnu. En ég næ að nýta lausatímann minn nokkuð vel í skrif. Ég reyni að skipta tímanum niður í 30 mínútna einingar og vera alveg súperskipulagður. Þegar ég næ inn 30 mínútna einingu veit ég að ég næ að komast svolítið áfram, gríp niður í kafla eða hugsa út í einhverja persónu,“ segir Magnús Þór Helgason, tölvunarfræðingur og glæpasagnahöfundur, en hann hefur sent frá sér skáldsöguna Vefinn. Magnús, sem er búsettur í Svíþjóð, vinnur fulla vinnu og á þrjú börn þannig að hann þarf að nýta tímann ansi vel til að koma frá sér skáldsögu. Þetta getur hann og gott betur, því að þetta er hans önnur skáldsaga, en sú fyrsta kom út á sama tíma í fyrra. „Þetta var nú þannig að ég lá í baði og var að hugsa, þannig koma allar mínar hugmyndir. Ég rauk upp úr baðinu og ég mundi ekki hvort börnin væru að fara á æfingu eða ekki, þannig að ég rauk í símann – það er allt í símanum, allir atburðir fjölskyldunnar og svona. Það kom í ljós að það var ekki æfing, þannig að ég lagðist aftur niður en fór að hugsa: „Ætli þetta sé ekki líka svona hjá glæpamönnum í dag? Ætli þeir séu ekki alltaf að skipuleggja sig á netinu? Nota dulkóðun og nafnleysi og annað.“ Þannig að ég ákvað að skrifa sögu um það.“ Sagan fjallar um lektor við Háskóla Íslands sem er nýfluttur heim frá útlöndum. Hann býr við mikið ofbeldi heima fyrir og stofnar því til sambands við Kolbrúnu, ungan stúdent og hakkara, og þannig sogast hann inn í heim netglæpa. Á sama tíma skoðar lögreglan dularfulla bylgju sjálfsmorða þar sem talið er að um morð sé að ræða í einhverjum tilfellum.Þú hefur ekkert hugsað um að snúa þér bara alfarið að skrifunum? „Ég hef nú verið spurður að þessu áður. Þetta er gífurlega mikil vinna og sömuleiðis erfitt að komast á þann stað að geta sinnt þessu einungis, ekki margir á Íslandi þar. En það er ákveðinn draumur að gera þetta með, minnka kannski vinnu á móti.“Þú næðir kannski ekkert að skrifa ef þú hefðir meiri tíma til þess, myndir bara detta í kæruleysi? „Ég held að það sé góður punktur, þegar maður hefur svona lítinn tíma þá nýtir maður hann bara í botn og fer alveg á keyrslu, hugmyndirnar poppa upp og þetta flæðir áfram. Síðan held ég að ég yrði svo félagslega bældur ef ég væri alltaf bara einn heima að skrifa.“ Magnús segist vanur að vinna undir pressu og með skilafrest á verkefnum og tekur hann það með inn í skrifin. „Ef maður ætlar að koma með bók um jólin er ákveðinn tímarammi sem maður þarf að miða við, gífurlegur tími sem fer í yfirlestur og annað.“ Magnús segir að fyrst hann geti nýtt sinn takmarkaða tíma í að skrifa bækur ættu allir að geta það. „Þetta eru bara skilaboð til allra sem hafa áhuga á að setja saman litlar eða stórar sögur að byrja bara eitthvað að skrifa niður. Það kemur á óvart hvað það er mikill tími til að nýta í svona – til dæmis tíminn sem fer í það að hanga í símanum og svona, ég skipti því svolítið mikið út. Svo held ég að maður horfi svolítið á sjónvarp – ég horfi meira fókuserað á sjónvarp núna heldur en áður; eina og eina seríu eða mynd en maður er ekkert að hanga fyrir framan sjónvarpið og athuga hvort eitthvað kemur.“
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira