Reykjavík valin ævintýraáfangastaður Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2017 11:21 Hópur þýskra ferðamanna á göngu um Reykjavík. Vísir/Stefán Reykjavík hefur verið valin Ævintýraáfangastaður Evrópu af tímaritinu Luxury Travel Guide. Þetta er annað árið í röð sem borgin er valin af starfsmönnum tímaritsins en í umsögn um Reykjavík segir að hún sé menningarborg, í stórbrotnu landslagi með norðurljósadýrð og fjölbreytta afþreyingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Visit Reykjavík. Dómnefnd Luxury Travel Guide, sem skipuð er fagfólki á ýmsum sviðum ferðaþjónustunnar, segir einnig að fjölskylduferð til Reykjavíkur sé uppskrift að spennandi ævintýrum og einstökum minningum sem enginn eigi að láta fram hjá sér fara. „Í viðurkenningunni fyrir árið 2018 felst m.a. forsíðugrein í tímariti LTG um Reykjavík og ferðaþjónustu á hér á landi. Tímaritinu verður dreift til yfir 500 þúsund áskrifenda, á tíu þúsund lúxushótel, á setustofur flugvalla, skemmtiferðaskip og ferðaskrifstofur um allan heim. Þá verður fulltrúum Reykjavíkurborgar boðið að koma og taka á móti viðurkenningunni á sérstakri verðlaunaathöfn tímaritsins þar sem Reykjavík á jafnframt möguleika á að vera valin Ævintýraáfangastaður alls heimsins árið 2018,“ segir í tilkynningunni. Áshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu, segir það mikinn heiður fyrir Reykjavíkurborg að skara fram úr með þessum hætti á alþjóðavísu. „Fagtímaritið Luxury Travel Guide veitir nú borginni viðurkenningu annað árið í röð og ljóst að sú framþróun sem hefur orðið síðustu ár á áfangastaðnum Reykjavík vekur heimsathygli. Þetta er jafnframt viðurkenning á þeim árangri sem við höfum náð í kynningu og markaðssetningu á borginni þar sem áherslan hefur verið á að kynna þá fjölbreyttu afþreyingu og menningu sem er til staðar. Þetta er einnig mikil viðurkenning fyrir ferðaþjónustuna hér á landi.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Reykjavík hefur verið valin Ævintýraáfangastaður Evrópu af tímaritinu Luxury Travel Guide. Þetta er annað árið í röð sem borgin er valin af starfsmönnum tímaritsins en í umsögn um Reykjavík segir að hún sé menningarborg, í stórbrotnu landslagi með norðurljósadýrð og fjölbreytta afþreyingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Visit Reykjavík. Dómnefnd Luxury Travel Guide, sem skipuð er fagfólki á ýmsum sviðum ferðaþjónustunnar, segir einnig að fjölskylduferð til Reykjavíkur sé uppskrift að spennandi ævintýrum og einstökum minningum sem enginn eigi að láta fram hjá sér fara. „Í viðurkenningunni fyrir árið 2018 felst m.a. forsíðugrein í tímariti LTG um Reykjavík og ferðaþjónustu á hér á landi. Tímaritinu verður dreift til yfir 500 þúsund áskrifenda, á tíu þúsund lúxushótel, á setustofur flugvalla, skemmtiferðaskip og ferðaskrifstofur um allan heim. Þá verður fulltrúum Reykjavíkurborgar boðið að koma og taka á móti viðurkenningunni á sérstakri verðlaunaathöfn tímaritsins þar sem Reykjavík á jafnframt möguleika á að vera valin Ævintýraáfangastaður alls heimsins árið 2018,“ segir í tilkynningunni. Áshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu, segir það mikinn heiður fyrir Reykjavíkurborg að skara fram úr með þessum hætti á alþjóðavísu. „Fagtímaritið Luxury Travel Guide veitir nú borginni viðurkenningu annað árið í röð og ljóst að sú framþróun sem hefur orðið síðustu ár á áfangastaðnum Reykjavík vekur heimsathygli. Þetta er jafnframt viðurkenning á þeim árangri sem við höfum náð í kynningu og markaðssetningu á borginni þar sem áherslan hefur verið á að kynna þá fjölbreyttu afþreyingu og menningu sem er til staðar. Þetta er einnig mikil viðurkenning fyrir ferðaþjónustuna hér á landi.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira