Innlent

24 milljóna miðinn keyptur á Ísafirði

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Rúmar 24 milljónir gengu út í lottói kvöldsins.
Rúmar 24 milljónir gengu út í lottói kvöldsins. Vísir/Valli
Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottói kvöldsins. Vinningsmiðinn var keyptur í N1 á Ísafirði og hlýtur sá heppni 24,1 milljón króna.

Einn var með fjórar tölur réttar og hlýtur 429.750 krónur. Sá miði var keyptur í Samkaup Strax í Mývatnssveit.

Þá voru sex með fjórar tölur réttar í Jóker kvöldsins og hljóta þeir 100 þúsund krónur hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×